Lau 19.feb 2005 FH - KR Upphitun
Nýbakaðir Stór-Hafnarfjarðarmeistarar FH hefja leik í deildarbikarnum annað kvöld. Fyrsti leikur okkar er gegn KR og hefst klukkan 17:00 í Egilshöllinni. Við erum nýlega búnir að mæta KR-ingum í Reykjavíkurmótinu og sigruðum þá þar með tveimur mörkum gegn engu. Það er þó ljóst að það er aldrei á vísan að róa þegar Vesturbæjarveldið er annars vegar. MEIRA
Lau 19.feb 2005 Höddi Magg á afmæli
Goðsögnin Hörður Magnússon er 39 ára í dag. Við óskum honum hjartanlega til hamingju með daginn. Fyrir þá sem ekki hafa lesið, eða vilja rifja upp, viljum við benda á minningar Harðar úr boltanum hér á www.fhingar.net
Fim 17.feb 2005 Tryggvi í góðum gír með varaliði Stoke
Þrátt fyrir að varalið Stoke City hafi tapað miðvikudagsleiknum sýndi okkar maður góða takta. Tryggvi og Lewis Neal (lék með ÍBV 2001) áttu strax í byrjun góðar rispur sem skiluðu sér nærri því með mörkum. leikurinn var Stoke í hag og Tryggvi átti síðan hörkuskot sem tiplaði eftir slánni – óheppinn þar! MEIRA
Simon Karkov sem lék með FH á síðasta tímabili er genginn til liðs við Leikni sem leikur í annarri deild. Simon, sem kom frá Herfölge lék 8 leiki í Landsbankadeildinni síðasta sumar náði aldrei að festa sæti sitt í liði FH. Við óskum honum góðs gengis með Leikni í sumar.
Frétt á heimasíðu Leiknis
Fim 17.feb 2005 Valur 1 - FH 2
FH-ingar sigruðu Val 1:2 í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins. Líkt og gegn Fylki átti Fimleikafélagið færri færi en Valur en nýtti þau betur. Það þýðir að FH sigraði mótið en Valur varð Reykjavíkurmeistari. Við skulum þá bara titla FH-inga stór-Hafnarfjarðarmeistara. MEIRA
Mið 16.feb 2005 FH - Valur (upphitun)
Úrslitaleikurinn í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu er framundan. Að vísu urðu Valsmenn Reykjavíkurmeistarar síðastliðinn sunnudag þegar FH-ingar sigruðu Fylkismenn 1-2. Valsmenn gætu þess vegna setið heima og beðið eftir bikarnum í pósti því Fimleikafélagið er búið að tryggja þeim þennan titil. En leikurinn mun fara fram og hefst klukkan 20:00 í Egilshöllinni. MEIRA
Sun 13.feb 2005 Fylkir 1 - FH 2 (uppfært)
Við byrjum á að óska nýbökuðum Reykjavíkurmeisturum Vals til hamingju með titilinn. Reyndar á eftir að leika úrslitaleikinn en Fimleikafélagið getur ekki orðið Reykjavíkurmeistari svo úrslitin skipta Valsmenn engu máli. MEIRA
Lau 12.feb 2005 Fylkir - FH (upphitun)
FH mætir Fylki í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins á sunnudag klukkan 21:00 í Egilshöll. Liðin tvö sem fóru upp úr B riðli höfðu töluverða sérstöðu. Fylkir vann alla 4 leiki sína og skoraði í þeim 11 mörk. Markaskorun hefur dreifst nokkuð jafnt en þrír leikmenn hafa skorað 2 mörk. Þeir fengu aðeins 1 mark á sig í þessum 4 leikjum. Þeir eru því allt annað en árennilegir. MEIRA
Sun 06.feb 2005 Þróttur R. 2 - FH - 2
Lið FH og Þróttar skildu jöfn í hörkuleik í Egilshöllinni fyrr í kvöld. Það er því ljóst að FH-ingar fara upp úr A-riðli Reykjavíkurmótsins. Nú stendur yfir leikur KR og Leiknis og er það úrslitaleikur um það hvort liðið fylgir FH í fjögurra liða úrslit mótsins. MEIRA
Lau 05.feb 2005 Þróttur R - FH Upphitun
FH-ingar mæta Þrótturum á sunnudagskvöldið klukkan 19:00 í Egilshöllinni. Þetta er síðasti leikur FH-inga í riðlakeppni Reykjavíkurmótsins og eins og stendur erum við í efsta sæti í A-riðli. Staðan í riðlinum er þó þannig að öll liðin eiga möguleika á að komast áfram. Það er því mikilvægt að fjölmenna í Egilshöllina á sunnudagskvöldið og sýna stuðning í verki. MEIRA
Enn einn sigurinn á KR í leik þar sem FH loksins lét boltann ganga í gegnum miðjuna í stað þess að senda yfir hana. Pétur Sigurðsson hélt uppteknum hætti og skoraði bæði mörk FH, annað þeirra sérlega glæsilegt. Hann hefur nú skorað öll 3 mörk FH á árinu. Úrslitin fleyta FH á topp síns riðils þegar einn leikur er eftir.
Mið 02.feb 2005 FH-KR (upphitun)
FH og KR mætast í Egilshöll annað kvöld klukkan 21:00. Það er skemmst frá því að segja að FH hefur gengið afar vel með KR-inga í seinni tíð en KR hefur einungis unnið 3 af síðustu 20 viðureignum. Markatalan er 42:23 en þar hefur 7:0 sigurinn (sem þá svíður enn undan) auðvitað mikið að segja. Það er þó ekki endilega víst að við getum gengið að hagstæðum úrslitum gegn þeim vísum að þessu sinni. MEIRA
FH-ingar fengu tækifæri til að sjá Auðun Helgason spreyta sig gegn Víkingum en hann var ekki kominn með leikheimild í fyrsta leik mótsins gegn Leikni. Annars var liðið svona:
Fim 27.jan 2005 Víkingur R. - FH
Föstudaginn 28. janúar kl. 19:00 mætum við Víkingum á Reykjavíkurmótinu knattspyrnu. Víkingar hafa leikið tvo leiki á mótinu og gert jafntefli í þeim báðum. Sá fyrri var gegn KR og fór 2-2 en sá síðari gegn Þrótti og fór sá leikur líka 2-2. Það er því greinilegt að Víkingar er á góðu róli eins og er og verða að öllum líkindum mun erfiðari andstæðingar heldur en Leiknismenn. MEIRA
Sun 23.jan 2005 FH 0 - Leiknir 0
Í sínum fyrsta leik á Opna Reykjavíkurmótinu mættu Íslandsmeistarar FH sprækum Leiknismönnum sem spila í 2. deild. Til að gera langa sögu stutta þá tókst hvorugu liðinu að skora í leiknum og voru sóknartilburðir okkar manna tilviljunarkenndir og einhæfir. Leiknismenn börðust vel og uppskáru eftir því. FH-ingar aftur á móti spiluðu illa og nýttu sér alls ekki þann getumun sem augljóslega var á liðinum. Menn verða bara að hysja upp um sig brækurnar og átta sig á því að það kominn tími til að fara að spila fótbolta aftur. MEIRA
Sun 23.jan 2005 Tryggvi Guðmundsson til FH?
Fótbolti.net greindi frá því áðan að yfirgnæfandi líkur væru á því að landsliðsmaðurinn Tryggvi Guðmundsson væri á leið til FH. Þar kemur fram að líkegt sé að Tryggvi muni skrifa undir tveggja ára samning en verða svo lánaður til Stoke út ensku leiktíðina en henni lýkur 8. maí komist Stoke ekki í umspil um sæti í úrvalsdeild. Fyrsti leikur FH er hins vegar 16. maí. Fylgist með fréttum af málinu á næstu dögum hér á www.fhingar.net.
Lau 22.jan 2005 FH-Leiknir (upphitun)
Fyrsti leikur FH á nýju ári verður á sunnudagskvöld gegn Breiðholtsliðinu Leikni. FH-ingar hafa lítið leikið knattspyrnu upp á síðkastið en mest iðkað lyftingar og hlaup svo það er ekki endilega víst að Íslandsmeistararnir muni sýna sérstaka sambatakta. Þarna gæti þó verið tækifæri til að berja einhverja nýliða augum, hvort heldur sem er aðkeypta eða uppalda. MEIRA
Fim 20.jan 2005 Þorrablót ársins
Brimkló og Papar í Kaplakrika Hafnarfirði laugardaginn 5. febrúar 2005. MEIRA
Bjarni Þór með stórleik!
Unglingalið Everton, með Bjarna Þór í fararbroddi, vann stórsigur á Yeovil Town í gærkveldi og það kom þeim áfram í fimmtu umferð í FA unglingabikarnum, 6-0 voru lokatölur á Huish Park sem er heimavöllur Yeovil. Bjarni stóð sig með prýði og gerði tvö mörk.