Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 06.feb 2005
Þróttur R. 2 - FH - 2
Mynd: this.is/fh
Lið FH og Þróttar skildu jöfn í hörkuleik í Egilshöllinni fyrr í kvöld. Það er því ljóst að FH-ingar fara upp úr A-riðli Reykjavíkurmótsins. Nú stendur yfir leikur KR og Leiknis og er það úrslitaleikur um það hvort liðið fylgir FH í fjögurra liða úrslit mótsins.

Byrjunarlið FH var á þessa leið:


 


Valþór
Sverrir - Auðunn - Freyr
Simmi                      Hermann
Heimir Guðm. - Gummi
Ólafur Páll
Pétur - Ármann Smári


Þróttarar hófu leikinn af miklum krafti og gekk stundum mikið á í vítateig FH-inga fyrstu mínúturnar. FH-ingar áttu þó nokkrar skyndisóknir og á 10. mínútu sendi Freyr boltann upp miðjuna á Ármann Smára. Ármann framlengdi boltann laglega á Gumma sem var þá kominn einn inn fyrir vörn Þróttar. Gummi átti ekki í vandræðum með að klára færið og skoraði með því að renna boltanum framhjá markverði Þróttar. 


Eftir markið var jafnræði með liðunum framan af fyrri hálfleik. Þróttarar áttu þó hættulegri færi. Á 29. mínútu þurfti t.d. Valþór að taka á honum stóra sínum þegar sóknarmaður Þróttar var kominn einn inn fyrir. Valþóri tókst að tækla boltann af honum en það mátti litlu muna.


Á 40. mínútu náðu Þróttarar að jafna leikinn eftir langa og þunga sókn. Þar var að verki Sævar Eyjólfsson, sem skoraði með laglegu skoti rétt fyrir utan teig.


Strax á upphafsmínútum seinni hálfleiks fengu Þróttarar algjört dauðafæri eftir að miðjumenn FH höfðu misst boltann á slæmum stað. Eftir fyrirgjöf frá hægri var leikmaður nr. 9 staddur á auðum sjó fyrir opnu marki en hann skaut boltanum á einhvern undarlegan hátt fram hjá markinu.


Á 60. mínútu fengu FH-ingar hornspyrnu. Ólafur Páll tók spyrnuna og Freyr stangaði boltann í netið. Glæsilegt mark en aðstoðardómari sá eitthvað athugavert við markið og því var það ekki látið standa. Mínútu síðar skölluðu Þróttarar í þverslá FH-inga.


Nokkrar breytingar voru gerðar á liði FH þegar fór að líða á seinni hálfleikinn. Simmi og Hermann skiptu fyrir Atla Guðna og Tomma Leifs. Á 73. mínútu skoruðu svo leikmenn Þróttar glæsilegt mark með skoti af löngu færi, óverjandi fyrir Valþór í markinu.


Þegar sex mínútur voru eftir af leiknum fékk Pétur glæsilega sendingu upp í hægra hornið. Þar lék hann á varnarmann Þróttar og sendi boltann fyrir. Tómas var þar mættur og sendi boltann í netið ótrúlega yfirvegað.


Maður leiksins: Sverrir Garðarsson


<< Eldri frétt     
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Guðmundur Sævars. 1
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J J U J


Síðasti leikur

Þróttur - FH 2 2


Næsti leikur

? - FH
13. feb. 21:00
Egilshöll

Góa/Linda Fasteignastofan Sigga og Timo Fjölsport Aðalskoðun
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim