Mán 01.jún 2009
1.Deild Kvenna B-Riðill: Hafnarfjarðarslagur Haukar - FH
Það er ekki bara meistaraflokkur karla sem er að spila í dag heldur er stórleikur hjá stelpunum í FH. Þær gera sér ferð á Vellina og keppa við Hauka á Ásvöllum. Haukar hafa spilað tvo leiki í deildinni og unnið þá báða en FH hafa einungis spilað einn leik sem var 7-0 sigur á Draupni.

Leikurinn hefst kl 14 á Ásvöllum og er þetta fullkomin upphitun fyrir leik FH - Fjölnir sem hefst kl 19:15.




Lau 30.maí 2009
Nýr FH söngur!
6.flokkur FH hefur samið nýjan FH söng og ætla þessir ungu snillingar að frumflytja lagið fyrir Mafíuna áður en leikur FH og Fjölnis hefst á mánudaginn kemur. 6.Flokkur FH fær síðan frátekin sæti meðal Mafíunar sem syngja síðan lagið saman á leiknum, og án efa fleiri FH lög.

Frábært framtak hjá strákunum og sýnir þetta enn og aftur þessa mögnuðu samstöðu hjá okkar frábæra félagi.

Stefnt er að Mafían mæti 30 mínútum fyrr á völlinn á mánudagskvöld.


MEIRA


Fös 29.maí 2009
Pepsideildin: KR 1 - 2 FH

FH vann góðan 1-2 sigur á KR í kvöld í vesturbænum í leik þar sem KR skoruðu fyrsta markið. FH liðið sýndi enn og aftur frábæran karakter og skoruðu tvö mörk, það fyrra með frábæru skallamarki Matta Vill en það var Atli Guðnason sem skoraði sigurmarkið 3 mínútum fyrir leikslok.

Meira um leikinn síðar.
Adidas
Fim 28.maí 2009
Frábær stemmning í kvöld - Frítt í rútu á leikinn
FHingar ætla að mynda frábæra stemmningu í vestubænum í kvöld og fara rútur frá Dillon, Trönuhrauni 10 kl 19:00





Mán 25.maí 2009
Pepsideildin, umfjöllun: FH 5-1 Stjarnan
FH tók á móti nýliðum Stjörnunnar í 4. umferð Pepsideildarinnar á laugardaginn og unnu sannfærandi 5-1 sigur. Fyrir leikinn voru Stjörnumenn á toppnum með fullt hús stiga en FH var með 6 stig.
MEIRA
Sun 24.maí 2009
Maður leiksins á móti Stjörnunni - Atli Viðar Björnsson
Atli Viðar Björnsson átti stórleik á móti Stjörnunni. Hann skoraði sitt fyrsta mark á þessu tímabili ásamt því að leggja upp tvö mörk og var tvímannalaust maður leiksins. Ég hafði samband við Atla og spurði hann út í leikinn.
MEIRA


Sun 24.maí 2009
FH 5 - 1 Stjarnan
FH sigraði Stjörnumenn 5-1 í dag. Atli Viðar Björnsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirrson, Davíð Þór Viðarson(víti) og Alexander Söderlund 2 skoruðu mörkin. Umfjöllun kemur síðar.
Íslenskar getraunir
Fös 22.maí 2009
FH-Quiz og afhending árskorta!
Á morgun laugardag spilar FH við Stjörnuna og hefst leikurinn kl 14:00. Við ætlum að hita upp með því að hittast á Dillon og verða þar tilboð á mat og drykk, kl 12:00 ætlum við að hafa FH-Quiz sem er skemmtilegur spurningaleikur um FH. Við viljum bjóða meðlimi FH Klúbbsins sérstaklega velkomna á Dillon á morgun.

Einnig verður hægt að kaupa ársmiða á kr 10.000 krónur og hægt er að greiða á staðnum(peningar)



Fim 21.maí 2009
Ársmiðar á FH leiki.
Ágætu FH-ingar

Nú er hægt að tryggja sér árskort á heimaleiki meistaraflokks karla í
knattspyrnu. 10 leikir eru eftir og því er verðið 12.000 krónur. Til
að tryggja sér eintak þá er hægt að hafa samband við Jón Ragnar í síma
866-1177 eða senda email á [email protected]. Til þess að allt gangi vel
fyrir sig þá væri best að ganga frá greiðslu á föstudeginum. Miðarnir
verða svo afhentir á laugardaginn milli 12 og 13.30 fyrir heimaleikinn
gegn Stjörnunni.


Mið 20.maí 2009
Minningar: Draumamarkið 2009?
Við hjá www.FHingar.net ætlum á næstunni að rifja upp nokkrar af mögnuðum minningum síðustu ára. Hugmyndin er að ræða við þá leikmenn sem áttu stærstan þátt í að skapa þessi ótrúlegu augnablik. Við ætlum að byrja á nýjustu minningunnni en það er sigurmark Alexander Toft Soderlund gegn Blikum í uppbótartíma. Við skulum lesa hvað kappinn hafði að segja eftir leikinn, um markið og frammistöðu liðsins.
MEIRA


Þri 19.maí 2009
Umfjöllun: Breiðablik 2-3 FH
FH mætti í heimsókn á Kópavogsvöllinn í gærkvöldi og mætti þar liði Breiðabliks í blíðskaparveðri. Leikurinn var hin besta skemmtun, bauð upp á mikla dramatík og glötuð marktækifæri en einnig nóg af mörkum. Ein breyting var gerð á FH liðinu frá sigurleiknum á móti Fram en Davíð fyrirliði kom inn í liðið í stað Hákons Hallfreðssonar en annars var liðið óbreytt að öðru leiti.
MEIRA
Mán 18.maí 2009
Breiðablik 2 - 3 FH
Ótrúlegur sigur FH eftir að Blikar voru 2-0 yfir. Meira um leikinn síðar.

Alexander Toft Soderlund skoraði stórkostlegt mark á síðustu mínútu leiksins og hugsanlega mark ársins.



Sun 17.maí 2009
2.Flokkur - Keflavík 0 - 5 FH
2.Flokkur FH spilaði sinn fyrsta leik á íslandsmótinu í Reykjaneshöllinni í dag og unnu þar öruggan 5 - 0 sigur. Andri Magnússon skoraði 2 mörk fyrir FH, Gunnar Oddur Birgison 1, Brynjar Benediktsson 1 og eitt mark var sjálfsmark. Frábær byrjun hjá ungu strákunum.
Sun 17.maí 2009
Íslandsmótið að hefjast hjá 2.Flokk FH
Það eru margir ungir og efnilegir strákar sem voru að koma í Meistaraflokk nú í ár eins og við vitum, en arftakar þeirra í 2.Flokk hefja keppni á Íslandsmótinu í dag kl 16. Fyrsti leikur þeirra er gegn Keflavík í Reykjaneshöllinni. Hefði nú verið gaman fyrir liðin að geta spilað úti á þessum sólskinsdegi.

2.Flokkur - Keflavík - FH - Kl 16:00 - Reykjaneshöllinn.



Lau 16.maí 2009
Stutt spjall við Sverrir Garðarsson
Eins og allir FHingar vita þá hefur FH fengið Sverri Garðarsson lánaðan frá Sundsvall og kemur hann á 5 mánaða lánssamningi frá sænska liðinu. Við áttum stutt spjall við kappann sem var að vonum ánægður að vera komin aftur í FH.
MEIRA
Fös 15.maí 2009
Umfjöllun: FH 2 - 1 Fram
FH tók á móti Fram í kvöld á Kaplakrika og var þetta fyrsti heimaleikur fimleikafélagsins í sumar. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH tók út leikbann í kvöld og var það kóngurinn sjálfur Tryggvi Guðmundsson sem bar fyrirliðabandið í kvöld. Hákon Hallfreðsson kom inní liðið fyrir Davíð. Það var mjög hvasst þegar Þóroddur Hjaltalín dómari flautaði til leiks á Kaplakrikavelli í kvöld og var sterkur hliðarvindur í átt að Norðurstúkunni. Þess má einnig geta að það var mikil röð fyrir utan miðasölu FH þegar leikurinn var að hefjast og misstu fjölmargir af byrjun leiksins. Við hvetjum alla til að kaupa miða í forsölu á netinu til að geta séð leikinn frá fyrstu mínútu. En að leiknum sjálfum
MEIRA


Fim 14.maí 2009
Forsala á FH-leiki á Miði.is
Við viljum benda fólki á þá frábæru þjónustu sem miðasalan Miði.is býður upp á því hægt er að kaupa miða á heimaleiki FH af heimasíðunni Miði.is. Það sem betra er, miðinn kostar einungis 1000 krónur!
MEIRA
Fim 14.maí 2009
Pepsídeildin: FH - Fram, upphitun
Þá er komi ð að öðrum leik Fimleikafélagsins í Pepsídeildinni og eru mótherjar okkar að þessu sinni lið Fram. Verður leikið á hinum undurfagra Kaplakrikavelli og hefst sparkið í kvöld kl. 19.15.
MEIRA


Mið 13.maí 2009
Yfirlýsing frá Knattspyrnudeild FH
Það er sönn ánægja fyrir stjórn knattspyrnudeildar FH að samkomulag hefur náðst við GIF Sundsvall og Sverrir Garðarson, um að Sverrir leiki með liðinu út keppninstímabilið 2009. Um er að ræða lánssamning milli FH og Sundsvall. Að okkar mati er mikill styrkur fyrir okkur að fá Sverrir í okkar raðir og mun hann án efa nýtast liðinu vel í öllum þeim mótum sem liðið tekur þátt á komandi sumri.

Við bjóðum Sverrir hjartanlega velkomin í FH

Stjórn Knattspyrnudeildar FH.
Mið 13.maí 2009
Félagskiptaglugginn lokar á morgun: Sverrir komin með leikheimild með FH
Félagskiptaglugginn lokar föstudaginn 15.Maí og opnar ekki aftur fyrr en 15.Júlí.
MEIRA


Þri 12.maí 2009
Davíð fékk eins leiks bann
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði Fimleikafélagsins var í dag úrskurðaður í eins leiks bann eftir að hafa hlotið rautt spjald í gær gegn Keflavík. Davíð mun taka út sitt leikbann gegn Fram á fimmtudaginn og mun síðan mæta eldklár í þar næsta leik og væntanlega hrista af sér spjaldið og eiga stórleik.
     Eldri fréttir >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. Stjarnan 12
2. FH 12
3. KR 10
4. Fylkir 10
5. Keflavík 10
6. Breiðablik 7
7. Valur 7
8. Fram 4
9. Fjölnir 4
10. Grindavík 4
11. IBV 3
12. Þróttur 2

Markahæstir

Alexander Toft Söderlund 3
Atli Guðnason 2
Matthías Vilhjálmsson 2


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T U U U U

 

 


Síðasti leikur

Pepsi-Deildin
KR - FH
1 - 2
27. Maí

20:00

Frostaskjól

Næsti leikur

Pepsi- Deildin 2009
FH - Fjölnir
Kaplakriki

19.15

1. Júní


Avion Group Fasteignasalan Ás Hraunhamar Saltkaup Dominos