Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Lau 22.jan 2005
FH-Leiknir (upphitun)
Fyrsti leikur FH á nýju ári verður á sunnudagskvöld gegn Breiðholtsliðinu Leikni. FH-ingar hafa lítið leikið knattspyrnu upp á síðkastið en mest iðkað lyftingar og hlaup svo það er ekki endilega víst að Íslandsmeistararnir muni sýna sérstaka sambatakta. Þarna gæti þó verið tækifæri til að berja einhverja nýliða augum, hvort heldur sem er aðkeypta eða uppalda.

Vefur þeirra Leiknismanna er ágætur, frekar skemmtileg lesning þar sem Þórður nokkur Einarsson fer oft geyst - fótboltapenni nokkuð fyrir ofan meðallag.


Tölfræði
Það er ekki mörgum leikjum til að dreifa milli þessara liða í seinni tíð en þau mættust þó í fyrstu deild 1996. Þá sigraði FH heimaleikinn 2:1 með mörkum frá Hödda Magg og Halldóri Arnari Hilmissyni. Jafntefli varð niðurstaðan í útileiknum 1:1 og mark FH skoraði meistari Höddi.


Leiknir lék á dögunum leik gegn Þrótti sem lyktaði 1:0 fyrir Þrótti.


Leiknir
Við fengum téðan Þórð Einarsson til að leiða okkur í allan sannleikann um Breiðhyltingana


Leiknismenn reyna eftir fremsta megni að leika knettinum sín á milli með stuttum sendinum og þykja hafa staðið sig vel í því á síðustu leiktíð. En Leiknisliðið er ungt að árum en þó langt í frá að vera reynslulaust því flestir piltarnir sem þar leika hafa nú leikið með félaginu bæði í 3. og 2. deild. Margir voru með er liðið fell í 3. deild og enn fleiri þegar liðið komst að nýju í 2.deild. Í fyrra var dyrunum að 1 deildinni lokað á andlit Leiknismanna í síðustu umferð eftir að hafa verið í fyrsta sæti í 16 af umferðunum 18 og aldrei neðar en í 2. sæti nema að lokinnin síðustu umferð þegar KS-ingar skoruðu mark á 4. mínútu uppbótartíma og komust fram úr okkur að stigum með jafntefli gegn Víði. Leiknisliðið er heimaalið og á síðustu leiktíð voru einungis þrír í hópnum sem ekki höfðu alist upp hjá félaginu, þ.a.m hinn danski Jakob Spangsberg.


Helstu Leikmenn eru, Haukur Gunnarsson fyrirliði og leiðtogi liðsins sem leikið hefur flesta deildarleiki fyrir Leikni, Valur Gunnarsson bóðir hans stendur á milli stanganna og er þar "lár" en knár markvörður á ferð. Freyr Alexandersson er Josemi Leiknismanna í bakverði en þykir þó standa sig betur en kappinn í Liverpoolborg. Steinarr Guðmundsson eða Steini stafræni er svo einsog píla upp vinstri vænginn. Einar Örn Einarsson sem í daglegu tali er kallaður Buxi er grófasti senter þjóðarinnar og með honum er Hnífsdælingurinn, hvað svo sem það er, Tómas M. Reynisson. Ágúst Daði, Gústi Goal er svo lúnkinn leikmaður sem leikur í sókninni. Helgi Pjétur er miðjukall sem vinnur og vinnur og er talinn taka inn ólöglega efnið "sinnep í rassinn" fyrir leiki. Halldór Kristinn, U17 ára landslismaður er í hjarta varnarinnar en hann er fæddur 1988, Fannar Arnarsson vinur hans, fæddur 1989, verður líka í eldlínunni. Sævar Ólafsson tekur grimmar tæklingar þvers og kruss en er þó smábarn ef litið er á Gunnar Jarl Jónsson sem fékk "einungis" 21 spjald árið 2002, leit svo við í Leiftri og fékk 2 rauð í 5 leikjum, prúður piltur þar á ferð. Óli Jóns er svo á væng og hleypur mikinn. Bynjar Óli er fljótur leikmaður. Kjartan Örn er svo lúnkinn bakvörður sem er einn sá besti í liðinu í öllum varamannaleikjum en í þeim hefur hann tekið virkann og mikinn þátt síðustu 4 ár. Róbert Arnarson er lítill og snaggaralegur senter. Helgi Óttarr Hafsteinsson er ungur piltur og þykir það ekkert spes að leika gegn honum. Pétur Örn Svansson er svo á kanntinum en hann er mikill dansari með boltann. Meiðslalisti Leiknismanna er svo nokkur en Guðlaugur Andri kantmaður, Magnús Már Þorvarðarson fyrrum unglingalandsliðmaður og fleiri hafa ekki getað leikið með síðstu mánuði vegna meisla. Þjálfari er Garðar Gunnar Ásgeirsson.            


Við þökkum Þórði hjartanlega fyrir skrifin


FH
Það er ekki gott að skjóta á uppstillingu FH í þessum leik. Í síðasti æfingaleik var FH skipað blöndu af ungum og eldri leikmönnum og er ekki ólíklegt að sama verði upp á teningnum á sunnudag.


A shot in the dark:


Daði
Gummi - Sverrir - Auðun - Freyr
Jónsi - Heimir - Gamli - Ólafur Páll
Tómas - Ármann


Eins og fyrr segir er ekki ólíklegt að FH-ingar verði þungir í gang á vormánuðum - það virtist skila ágætum árangri í fyrra svo örvæntum ekki ef FH vélin hrekkur ekki strax í gang. Þetta gæti þó orðið fínt tækifæri til að sjá einhverja af upprennandi stjörnum Fimleikafélagsins í aksjón sem og nýliða svo mætið endilega í Egilshöll klukkan 19:00.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Guðmundur Sævars. 1
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J J U J


Síðasti leikur

Þróttur - FH 2 2


Næsti leikur

? - FH
13. feb. 21:00
Egilshöll

Góa/Linda Fjölsport Aðalskoðun Sigga og Timo Fasteignastofan
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim