Fim 20.jan 2005
Fréttir af Bjarna Þór og Emil
|
Mynd: Martin O'Boyle |
Bjarni Þór með stórleik!
Unglingalið Everton, með Bjarna Þór í fararbroddi, vann stórsigur á Yeovil Town í gærkveldi og það kom þeim áfram í fimmtu umferð í FA unglingabikarnum, 6-0 voru lokatölur á Huish Park sem er heimavöllur Yeovil. Bjarni stóð sig með prýði og gerði tvö mörk.
Á tuttugustu mínútu leiksins var Bjarni Þór næstum því búinn að skora. Hann fór fram og til baka á milli tveggja varnarmanna áður en hann skaut en markmaðurinn náði að slá boltann í stöng og þaðan fór hann í horn.
Þeir bláu tóku nú öll völd á vellinum og á 38. mínútu skoraði Everton sitt fyrsta mark en þar var að verki Paul Hopkins eftir góðan undirbúning frá Bjarna Viðars á vinstri kantinum. 1-0
Á 69. mínútu komst James Vaughan, leikmaður Everton, inn í slæma sendingu frá varnarmönnum Yeovil og hljóp í átt að marki en markvörðurinn hirti af honum boltann. Þá kom enginn annar en Bjarni Þór, náði boltanum og skoraði glæsilegt mark með því að skjóta yfir varnarmennina og í netið og kom Everton þannig í 3-0.
Eftir að venjulegum leiktíma var lokið sendi fyrrnendur Vaughan boltann á Bjarna sem skoraði sjötta mark Everton en leiknum lyktaði 6-0.
Téður Vaughan virtist vera allt í öllu og ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá hann á skjánum fyrr en síðar.
Hægt er að nálgast alla leikskýrsluna á vef Everton.
Emil Hallfreðs spilaði varaliðsleik með Tottenham á dögunum þar. Tottenham komst yfir með víti sem kom upp úr sendingu Emils. Það má sjá mynd af kappanum í aksjón í leikskýrslunni. Leikurinn endaði 1-1
Við þökkum fréttaritara okkar úr erlendu deildinni kærlega fyrir.
|