Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Fim 20.jan 2005
Fréttir af Bjarna Þór og Emil
Mynd: Martin O'Boyle

Bjarni Þór með stórleik!
Unglingalið Everton, með Bjarna Þór í fararbroddi,  vann stórsigur á Yeovil Town í gærkveldi og það kom þeim áfram í fimmtu umferð í FA unglingabikarnum, 6-0 voru lokatölur á Huish Park sem er heimavöllur Yeovil. Bjarni stóð sig með prýði og gerði tvö mörk.



Á tuttugustu mínútu leiksins var Bjarni Þór næstum því búinn að skora. Hann fór fram og til baka á milli tveggja varnarmanna áður en hann skaut en markmaðurinn náði að slá boltann í stöng og þaðan fór hann í horn.


Þeir bláu tóku nú öll völd á vellinum og á 38. mínútu skoraði Everton sitt fyrsta mark en þar var að verki Paul Hopkins eftir góðan undirbúning frá Bjarna Viðars á vinstri kantinum. 1-0


Á 69. mínútu komst James Vaughan, leikmaður Everton, inn í slæma sendingu frá varnarmönnum Yeovil og hljóp í átt að marki en markvörðurinn hirti af honum boltann. Þá kom enginn annar en Bjarni Þór, náði boltanum og skoraði glæsilegt mark með því að skjóta yfir varnarmennina og í netið og kom Everton þannig í 3-0.


Eftir að venjulegum leiktíma var lokið sendi fyrrnendur Vaughan boltann á Bjarna sem skoraði sjötta mark Everton en leiknum lyktaði 6-0.


Téður Vaughan virtist vera allt í öllu og ekki ólíklegt að við eigum eftir að sjá hann á skjánum fyrr en síðar.


Hægt er að nálgast alla leikskýrsluna á vef Everton.


Emil Hallfreðs spilaði varaliðsleik með Tottenham á dögunum þar. Tottenham komst yfir með víti sem kom upp úr sendingu Emils. Það má sjá mynd af kappanum í aksjón í leikskýrslunni. Leikurinn endaði 1-1


Við þökkum fréttaritara okkar úr erlendu deildinni kærlega fyrir.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Guðmundur Sævars. 1
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J J U J


Síðasti leikur

Þróttur - FH 2 2


Næsti leikur

? - FH
13. feb. 21:00
Egilshöll

Fjölsport Aðalskoðun Góa/Linda Fasteignastofan Sigga og Timo
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim