Fös 28.jan 2005
Víkingur 1 - FH 1
FH-ingar fengu tækifæri til að sjá Auðun Helgason spreyta sig gegn Víkingum en hann var ekki kominn með leikheimild í fyrsta leik mótsins gegn Leikni. Annars var liðið svona:
Daði
Sverrir - Auðunn - Freyr - Hermann
Gamli - Heimir Guðmunds
Ólafur Páll
Jónsi - Pétur - Tómas Leifs
Víkingar byrjuðu betur og fengu færi strax á 8. mínútu eftir að Sverrir braut á einum þeirra. Aukaspyrnan lenti á kolli eins Víkinganna en sveif rétt yfir. Þeir fengu enn betra færi á 15. mínútu þegar sóknarmaður Víkinga fór fram hjá Frey á vinstri kanti, sendi fyrir á hægra horn vítateigsins þar sem Elmar Dan negldi að marki en beint á Daða sem blakaði boltanum yfir.
Pétur Sigurðsson var í þann mund að komast í gegn um miðjan fyrri hálfleik þegar varnarmaður Víkinga, Jón Guðbrandsson keyrði hann niður. Hann virtist vera aftasti varnarmaður en slapp með gult spjald. Sverrir náði sér einnig í óþarft gult spjald skömmu síðar.
Pétur komst í ágætt færi á 33. mínútu eftir góða rispu Jónsa á hægri kanti en náði ekki nógu góðu skoti. Hann náði sjálfur frákasti en komst ekki í færi.
Víkingar komust yfir með skallamarki undir blálok fyrri hálfleiks. Þar var að verki Elmar Dan Sigþórsson.
FH-ingar gerðu tvær breytingar á liðinu í hálfleik. Guðmundur Sævarsson kom í hægri bakvarðarstöðu en Hermann Albertsson kom útaf. Við það færðist Sverrir í miðvarðarstöðu og Freyr tók að sér vinstri bakvörð. ólafur Páll skipti svo við Grana.
Fljótlega eftir upphaf seinni hálfleiks fékk Pétur eitt albesta færi leiksins eftir að hafa hirt boltann af varnarmanni Víkinga. Hann lék á varnarmanninn og var kominn framhjá markverði í nokkuð þröngu færi en skot hans var hársbreidd framhjá.
Það næsta markverða sem gerðist var að Daði varði glæsilega einn á móti einum. Skömmu seinna var Jónsi, sem var að stíga upp úr flensu, tekinn útaf og Atli Guðnason fékk tækifæri. Hann kom sér í færi á 68. mínútu, lék á mann við teiginn en skot hans var framhjá. Tómas Leifsson kom af velli fyrir Sigmund Ástþórsson á 68. mínútu. Pétur Sigurðsson skoraði jöfnunarmark FH tveimur mínútum síðar. Daði sendi langa sendingu fram á völlinn, varnarmenn Víkinga leyfðu boltanum að skoppa og Pétur stakk sér á milli þeirra, eða öllu heldur stakk stórutánni á milli þeirra og stýrði boltanum yfir markvörð Víkinga. Sérlega skemmtilegt mark og vonandi eigum við eftir að sjá Pétur skora fleiri mörk í komandi leikjum.
Birgir Jóhannesson skipti við Heimi Guðmundsson þegar um 12 mínútur voru eftir.
Daði varði svo frábærlega eina af síðustu spyrnum leiksins. Mjög fast skot á nærstöng en Daði blakaði aftur fyrir.
Maður leiksins: Daði Lárusson
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Guðmundur Sævars. |
1 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
? - FH
|
13. feb. |
21:00 |
Egilshöll |
|
|
|