Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Fim 03.feb 2005
FH 2 - KR 0

Enn einn sigurinn á KR í leik þar sem FH loksins lét boltann ganga í gegnum miðjuna í stað þess að senda yfir hana. Pétur Sigurðsson hélt uppteknum hætti og skoraði bæði mörk FH, annað þeirra sérlega glæsilegt. Hann hefur nú skorað öll 3 mörk FH á árinu. Úrslitin fleyta FH á topp síns riðils þegar einn leikur er eftir.



Óli og Leifur voru með aðeins öðruvísi uppstillingu á liðinu en við eigum að venjast:


Daði
Sverrir - Auðun - Freyr
Gummi                         Hermann
Gamli - Heimir
ólafur Páll
Pétur - Ármann


KR-ingar fengu hornspyrnu á 10. mínútu sem FH-ingar lentu í miklu basli með að hreinsa frá. Það endaði með því að Freyr braut af sér rétt utan við teig og dæmd var aukaspyrna. Grétar Hjartarson skaut föstu skoti að marki sem Daði blakaði yfir.
Fyrsta færi FH kom nokkrum mínútum síðar eftir fína rispu Péturs á hægri kanti. Hann fór illa með bakvörð KR-inga og sendi bolta fyrir sem Ólafur Páll skaut himinhátt yfir úr ágætu færi.
Hermann Albertsson fékk næsta færi FH upp úr aukaspyrnu um miðjan hálfleikinn en skalli hans var varinn á marklínu.
Það var svo alveg undir lok fyrri hálfleiks sem Pétur Sigursson skoraði stórkostlegt mark, hálfpartinn upp úr engu. Heimir Guðjónsson sendi langan bolta fram völlinn, vörn KR skallaði út en beint til Péturs. Hann tók boltann á lærið og sendi svo boltann í fallegum boga yfir Kristján Finnbogason sem var alglerlega strand. Þess má geta að hægt er að sjá markið á vefTíVí - spólið á u.þ.b. 22. mínútu. Innanlandsniðurhal.
Engar breytingar voru gerðar í hálfleik sem byrjaði jafn vel og hann endaði. Þegar um 2 mínútur voru liðnar af leiknum átti Hermann Albertsson skot að marki KR sem virtist ekki sérlega hættulegt. Kristján Finnbogason glutraði boltanum út úr höndunum og þar var mættur Pétur Sigurðsson sem kláraði færið, stöngin inn. Ólafur Páll var næstur að reyna sig, nokkrum mínútum síðar þegar hann sneri smekklega af sér einn varnarmann og reyndi skot í nærhorn úr nokkuð þröngu færi en boltinn fór framhjá.
Skömmu síðar vék Hermann Albertsson af velli fyrir Tómas Leifsson.
Ármann Smári lét Kristján verja frá sér í horn um miðjan hálfleik úr góðu færi eftir fínan undirbúning. Upp úr horninu fékk hann svo aftur færi eftir að Freyr skallaði boltann inn á teig en inn vildi boltinn ekki.
Seinni hluta hálfleiksins skipti Óli þeim Atla Guðna, Simma og Jóni Ragnari inn á fyrir Gamla, Ármann og Pétur.
Simmi lenti undir lok leiksins í stappi við Tryggva Bjarnason. Tryggvi átti fólskubrot á Simma skömmu síðar þegar hann setti olnbogann í andlitið á honum, víðsfjarri boltanum. Okkur er sagt að höggið hafi verið þvílíkt að brotnað hafi upp úr tönn hjá Simma. Brotið verðskuldaði beint rautt spjald en dómari leiksins sá það ekki. Tryggvi lét sér ekki segjast heldur hélt áfram að brjóta af sér og uppskar á endanum gult spjald. Hann hafði ekki vit á því að þegja heldur hélt áfram að tuða og á endanum skipti þjálfari KR honum útaf.


FH liðið spilaði á köflum ágætan leik í kvöld, stuttur samleikur flaut vel og það er gaman að sjá Pétur Sigurðsson blómstra. Megi það endast sem lengst. Hann er tvímælalaust maður leiksins þó flestir aðrir hafi átt ágætan leik.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Guðmundur Sævars. 1
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J J U J


Síðasti leikur

Þróttur - FH 2 2


Næsti leikur

? - FH
13. feb. 21:00
Egilshöll

Sigga og Timo Aðalskoðun Fasteignastofan Góa/Linda Fjölsport
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim