Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 13.feb 2005
Fylkir 1 - FH 2 (uppfært)
Mynd: this.is/fh
Við byrjum á að óska nýbökuðum Reykjavíkurmeisturum Vals til hamingju með titilinn. Reyndar á eftir að leika úrslitaleikinn en Fimleikafélagið getur ekki orðið Reykjavíkurmeistari svo úrslitin skipta Valsmenn engu máli.

Lið FH var þannig skipað:


Daði
Gummi - Sverrir - Auðun - Heimir Guðm.
Gamli - Grani
Ólafur Páll
Jónsi - Ármann - Pétur


Fylkismenn byrjuðu leikinn með látum og áttu 3-4 skot að marki á fyrstu 10 mínútum leiksins. Fyrsta færi FH kom upp úr hornspyrnu Ólafs Páls. Boltinn barst til hans aftur eftir góða spyrnu á nærstöng. Fyrirgjöfin var ekki síðri, Ármann Smári reyndi að "flikka" boltanum með hælnum inn en Bjarni Halldórsson varði vel.
Maaaaaaaaaark!FH komst svo yfir á 24. mínútu úr víti sem dæmt var eftir brot á Grana. Ólafur Páll skoraði örugglega gegn sínum gömlu félögum.


Hrafnkell Helgason fékk boltann á markteig skömmu seinna og náði snúningi en skot hans var slappt og Daði átti ekki í vandræðum með að verja.
Maaaaaaaaaark!Fylkismenn jöfnuðu með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks úr aukaspyrnu. Finnur Kolbeinsson skaut fram hjá veggnum í markmannshornið og boltinn lak inn.
Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleik með sömu látum og þann fyrri og Albert Ingason komst í dauðafæri strax á 50. mínútu þegar hann komst einn gegn Daða. Hann fékk þá skrýtnu flugu í kollinn að reyna að klobba hann en Daði sá við því.
Það næsta sem gerðist var að Jónsi var rekinn útaf. Brotið átti sér stað beint fyrir framan okkur og verður að teljast harla hæpið. Hann átti í baráttu við Arnar Þór Úlfarsson sem datt. Jónsi var ekki í neinu jafnvægi og slæmdi fæti - óviljandi - í andlit Arnars og leit beint rautt spjald.
Eftir þetta sóttu Fylkismenn nokkuð en vörnin hélt vel. Pétur komst í færi á 69. mínútu en skaut yfir. Skömmu seinna var hann tekinn af velli og Simmi kom inná. Fylkismenn héldu pressunni og flestir bjuggust sjálfsagt við því að þeir myndu klára leikinn.
Maaaaaaaaaark!En Simmi var með aðrar hugmyndir. Á 85. mínútu fékk hann boltann út við hægra horn vítateigs og setti hann glæsilega í fjærhornið. 1:2
Fylkismenn urðu nokkuð pirraðir við þetta og undir lok leiksins varð atvik þar sem einn leikmanna reyndi að sparka í Gamla eftir að boltinn var farinn úr leik en hitti ekki.


Sumir myndu etv. segja að sigur FH hafi verið ósanngjarn en lið sem fær 15-20 færi og nýtir bara eitt á varla skilið að vinna. FH fékk hins vegar 4-5 færi og nýtti þau.


Maður leiksins: Varnarlínan á sérstakt hrós skilið, ekki síst þeir Sverrir og Auðunn sem virðist ætla að falla mjög vel inn í liðið. Aftur á móti vakti framistaða Heimis Guðmundssonar í vinstri bakverði athygli okkar, ekki síst í fyrir hálfleik en þá lék hann óaðfinnanlega.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Grani 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U J U U J


Síðasti leikur

FH - KR 1 1


Næsti leikur

Þróttur - FH
27. feb. 15:00
Fífan

Aðalskoðun Fasteignastofan Sigga og Timo Fjölsport Góa/Linda
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim