Mið 02.feb 2005
FH-KR (upphitun)
FH og KR mætast í Egilshöll annað kvöld klukkan 21:00. Það er skemmst frá því að segja að FH hefur gengið afar vel með KR-inga í seinni tíð en KR hefur einungis unnið 3 af síðustu 20 viðureignum. Markatalan er 42:23 en þar hefur 7:0 sigurinn (sem þá svíður enn undan) auðvitað mikið að segja. Það er þó ekki endilega víst að við getum gengið að hagstæðum úrslitum gegn þeim vísum að þessu sinni.
FH-ingar hafa ekki sýnt sérlega glæsilega sóknartilburði og liðið virðist örlítið þungt. Það þarf þó ekki að koma á óvart þar sem það er yfirlýst stefna Fimleikafélagsins að byrja ekki knattspyrnuiðkun fyrr en á nýju ári. Það gaf ágætis raun í fyrra svo því að breyta út af núna?
Að því sögðu væri auðvitað gaman að leggja þá röndóttu enn eina ferðina þó þeir verði ekki röndóttir á morgun (nema þeir mæti í býflugubúningunum sem voru víst farnir að leggjast á sálina á þeim.)
KR
KR-ingar virðast líta á FH-inga sem helstu keppinauta sína á komandi sumri en þeir hafa fengið til sín nokkurn liðsstyrk í þeim Grétari Hjartarsyni og Bjarnólfi Lárussyni. óskrifað blað í Íslenskum bolta er svo Rógvi Jacobssen. Þó fyrrnefndir leikmenn muni áreiðanlega styrkja liðið þá má minnast á það að KR hefur misst frá sér heilt fótboltalið eða 10 útispilara og markvörð síðan á síðasta tímabili.
KR situr sem stendur á toppnum á A riðli Reykjavíkurmótsins með 4 stig eftir 2 leiki. Þeir unnu Þrótt á dögunu 1:0 með marki Sölva Davíðssonar. Áður höfðu þeir gert 2:2 jafntefli við Víking.
FH
Það er aftur ógjörningur að spá fyrir um liðsuppstillingu FH. Eitthvað höfum við heyrt af því að Dennis Siim sé væntanlegur í byrjun þessa mánaðar en höfum ekki fregnað hvort hann sé mættur til leiks. Þegar ónefndur maður sem þekkir vel til Dennis var spurður hvernig hann stæði miðað við Allan og Tommy ku hann hafa sagt: Hann er miklu betri! Þá má hann vera góður.
Við ætlum að skjóta á eftirfarandi byrjunarlið gegn KR:
Daði
Gummi - Sverrir - Auðun - Freyr
Gamli - Ásgeir
Grani
Jónsi - Pétur - ólafur Páll
Skjótum svo á að FH haldi uppteknum hætti og sigri KR en þó bara með 1 marki - 2:1
Dómari: Magnús Þórisson
Einhverjir FH-ingar ætla að leggja leið sína í Egilshöll annað kvöld. Athugið að það kostar 500 kr. inn.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Guðmundur Sævars. |
1 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
? - FH
|
13. feb. |
21:00 |
Egilshöll |
|
|
|