Valur 16
FH 14
Þór 13
Grindavík 9
Leiknir R. 5
Fjölnir 5
Fylkir 4
Höttur 3

Næsti leikur

Meistarakeppni karla
01.05.2012 19:15
KR vs FH
Leikv. óákveðinn

Síðasti Leikur

Lengjubikar karla - A deild R3
Valur 2 FH 0

Tweets

Fótbolti.net

http://www.fhingar.net/web/components/com_gk3_photoslide/thumbs_big/216830FHNETJL2009_09_20_3.jpglink
http://www.fhingar.net/web/components/com_gk3_photoslide/thumbs_big/808620FHNETJL2009_09_20_48.jpglink
http://www.fhingar.net/web/components/com_gk3_photoslide/thumbs_big/804991may2011_100.jpglink
http://www.fhingar.net/web/components/com_gk3_photoslide/thumbs_big/14031328emil.jpglink

Lengjubikarinn: Þór vs FH Highlights

 Hér er highlight myndband frá Flameboypro en Þórsarar eru duglegir við að taka upp sína leiki og búa til Highlight myndbönd.  Hér er það helsta úr leiknum Lesa meira..

FH vs Höttur í beinni á Twitter

FHingar spila sinn annan leik í Lengjubikarnum í kvöld þegar þeir mæta Hetti frá Egilsstöðum.  Leikurinn fer fram í Kórnun og hefst hann kl 21:00Jónas Ýmir Jónasson verður á staðnum Lesa meira..

Matti til Start og framlengir við FH "staðfest"

Þá er það orðið staðfest að fyrirliði okkar FH-inga Matthías Vilhjálmsson gengur til liðs við Start í Noregi. FH og Start komust að samkomulagi um eins árs lánssamning með ákvæði Lesa meira..
Lengjubikarinn: Þór vs FH Highlights Stöð 2 tryggir sér réttinn á Pepsi Deildinni FH vs Höttur í beinni á Twitter Matti til Start og framlengir við FH "staðfest"
 
Atli Guðnason skrifar undir nýjan 2 ára samning.
Fös, 14. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   

Sóknarmaðurinn snjalli Atli Guðnason hefur skrifað undir nýjan samning við FH.   Samningur Atla er til tveggja ára en Atli hefur verið lykilmaður í FH liðinu undanfarin ár.  Hann er uppalinn hjá félaginu og hefur verið fastamaður í liðinu eftir að Heimir Guðjónsson tók við FH árið 2008.  Tímabilið 2009 var hann valinn besti leikmaður Íslandsmótsins en það tímabil skoraði Atli 10 mörk.  Hann glímdi við töluverð meiðsli í fyrra en átti frábæra leiki með liðinu nú seinni partinn á tímabilinu. 

Frábærar fréttir fyrir Fimleikafélagið.

 

 


Pub Quiz á English fimmtudagskvöld
Fim, 13. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   

Höddi Magg verður gestaspyrill á fimmtudagskvöldið klukkan 20. Keppnin fer fram á English Pub í Flatahrauni 5a í Hafnarfirði. Flott verðlaun, bjórspurningin, tveir saman í liði og ókeypis þátttaka. Allir sparkspekingar velkomnir.

Reglur:

Form keppnanna er hefðbundið þar sem tveir og tveir eru saman í liði og eru stakir menn einfaldlega paraðir saman á staðnum. Spurningarnar eru 30 talsins og tengjast allar fótbolta á einn eða annan hátt. Liðin skrifa svör sín niður á blað og þegar búið er að lesa upp allar spurningar skiptast menn á svarblöðum og er farið yfir svörin í sameiningu. Loks eru stigin talin saman. Séu tvö lið eða fleiri jöfn í efsta sæti er gripið til bráðabanaspurninga. Ein spurningin er svokölluð bjórspurning en með því að svara henni rétt vinna liðin sér inn einn stóran og ískaldan á barnum.

Ekki þarf að skrá sig sérstaklega til leiks heldur bara að mæta á svæðið með lukkupennann í vasanum. Þátttaka er mönnum að kostnaðarlausu.

 


Viðtal við Lúðvík Arnarson
Fös, 07. október 2011    [email protected]   

Við á www.fhingar.net höfðum samband við Lúðvík Arnarson varaformann knattspyrnudeildar FH um stöðu mála varðandi málefni leikmanna og til að forvitnast um hver verði næsti aðstoðarþjálfari FH liðsins.     "Í fyrsta lagi þá er það svo eins og komið hefur fram að Jörundur Áki mun ekki verða áfram með Heimi með FH liðið á næsta ári.    Fyrir hönd stjórnar knattspyrnudeildar FH vil ég auðvitað þakka Jörundi Áka fyrir frábært framlag hans á undanförnum fjórum árum.   Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í þeim árangri sem náðst hefur á þessum tíma auk þess að vera frábær félagi.    Nú hefur Heimir ákveðið að skipta um aðstoðarmann eins og gengur og gerist í þessum bransa.   Heimir er að vinna í því að finna sér nýjan aðstoðarmann og vonandi getum við gengið frá ráðningu í þá stöðu á allra næstu dögum".


Aðspurður um leikmannamálin sagði Lúðvík " Við höfum nú þegar endurnýjað samninga við Björn Daníel, Viktor Örn og Pétur, og erum í viðræðum við Atla Guðna og Ólaf Pál um nýja samninga.    Freyr Bjarnason er að skoða sín mál og standa vonir til að hann spili alla vega eitt tímabil í viðbót.    Þá eru Ásgeir Gunnar og Guðmundur Sævarsson báðir að renna út á samning og munum við setjast niður með þeim á næstu dögum til að ræða framhaldið".  

Aðspurður um hvort það stæði til að fá einhverja nýja leikmenn í liðið, sagði Lúðvík "sem stendur erum við að vinna í okkar leikmönnum sem eru með lausan samning og það er auðvitað forgangsverkefni.   Auðvitað eru einhverjar hugmyndir um að styrkja leikmannahópinn en um það er í raun ekkert annað að segja á þessu stigi málsins".

 


Viktor með nýjan samning
Fös, 07. október 2011    Árni Rúnar Karlsson   
Viktor Örn Guðmundsson hefur skrifað undir nýjan 2 ára samning við FH. Við hér á www.fhingar.net fögnum þessu og væntum mikils af drengnum.
 


Kosning!
Lau, 01. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   

Kosið er um tvo flokka í kjöri stuðningsmanna og www.FHingar.net!

Besti Leikmaðurinn:

Besta Markið:

sendið ykkar atkvæði á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 


Aðstoðarþjálfari ráðinn
Mán, 10. október 2011    Árni Rúnar Karlsson   

Guðlaugur Baldursson er næsti aðstoðarþjálfari mfl. karla hjá FH.
Guðlaugur mun jafnframt vinna náið með Ingvari Jónssyni þjálfara 2. flokks karla, sem þó verður eftir sem áður aðalþjálfari 2. flokks karla.

Guðlaugur þjálfaði ÍBV árið 2006, honum var sagt upp störfum rétt undir lok tímabils. ÍBV féll það árið niður í 1. deild. Guðlaugur var ráðinn þjálfari 1. deildarliðsins ÍR árið 2008. 2011 var liðið í fallbaráttu og endaði í 9. sæti.

Guðlaugur hefur einnig komið að knattspyrnuakademíu FH undanfarin ár.

 


Jörundur Áki hættur hjá FH
Fös, 07. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   

Jörundur Áki Sveinsson sem hefur starfað sem aðstoðarþjálfari FH síðan 2008 er hættur störfum.  Jöri kom inní þjálfarateymi FH þegar Heimir Guðjónsson var ráðinn þjálfari og held ég að allir geti verið sammála um það að þeir unnu gífurlega vel saman

Jöri vill koma á framfæri þakklæti til FH fyrir þann góða tíma sem hann átti þar og sérstakar þakkir til þjálfara, leikmanna, Óla liðstjóra og að sjálfsögðu stuðningsmanna.  Jöri óskar FH alls hins besta í framtíðinni.

Við hjá www.FHingar.net óskum Jöra alls hins besta og var ánægjulegt að fá að kynnast þessum mikla meistara.

 


Flottur sigur í síðasta leik
Fös, 07. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   
Atli Viðar Björnsson sem nú er staddur á Florida tryggði sér silfurskóinn með tveimur mörkum gegn Fylki á laugardaginn var en leikurinn fór 3-5.  Lokaeinkunnir tímabilsins munu birtast hér eftir helgi.
 


Fylkir - FH kl 14:00 í dag
Lau, 01. október 2011    Jónas Ýmir Jónasson   

FH fer í Árbæinn í dag þar sem þeir heimsækja Fylkismenn í lokaleik Íslandsmótsins.  Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum þar sem tímabilið hjá FH endar í Árbænum.

Þetta er jafnframt síðasti leikur Tommy Nielsen í treyju nr 4 og er það ljóst að einn af goðsögnum í sögu félgasins er að leggja skóna á hilluna.

 


Síða 5 af 71
Vefhönnun |