FH - Fram 1 - 1
|
Lau, 17. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
FH gerðu 1 - 1 jafntefli við Fram á heimavelli síðastliðið fimmtudagskvöld. Matthías Vilhjálmsson jafnaði fyrir FH í uppbótartíma en FH missti þar með af gullnu tækifæri til að færa sig nær KR og ÍBV. Tímasetningin á þessari umferð er enn ein ástæðan fyrir því að það er ekki nóg að ráða nýjan landsliðsþjálfara, það þarf að skipta út öllum þeim sem stjórna þessu KSÍ batteríi og nýja menn þarf til að stjórna þessu. Ákvörðun KSÍ að gera langt hlé á mótinu í júní var skelfileg ákvörðun og hefur tekið alla stemmningu úr þessu sumri. Jú menn segja að þetta var fyrsta skiptið sem við vorum á stórmóti en hversu margir leikmenn sem spila á íslandi tóku einhvern þátt í þessum leikjum? Jú Guðmundur Kristjánsson spilaði einn hálfleik en að stoppa heilt íslandsmót fyrir nokkra leikmenn er algerlega fáránlegt. |
|
|
FH - Fram kl 17:15
|
Fim, 15. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Upphitun: FH - KR
|
Sun, 11. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Íslandsmótið hefst á ný í dag eftir landsleikjahléð og fer stærsti leikur umferðarinnar vafalaust fram í Kaplakrikanum FH taka á móti tilvonandi íslandsmeisturum í KR.
Pepsi Deild Karla 18.umferð
Völlur: Kaplakriki
Tími: kl 17:00
Miðaverði: 1.500
Í beinni á Stöð 2 Sport
Í beinni á FH Radio
|
|
2.Flokkur karlar eru Íslandsmeistarar en þeir sigruðu KR 3-2 í hörkuleik á Kaplakrikavelli í kvöld. Óskum öllum FHingum til hamingju með þennan glæsilega árangur |
|
Ekkert ár án Bikars í Kaplakrika!
|
Lau, 03. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
STELPURNAR OKKAR, STOLT HAFNARFJARÐAR um þessar mundir hafa svo sannarlega slegið í gegn í úrslitakeppninni og sigruðu Selfoss örugglega 6-2 í Krikanum í dag. Markatala FH í úrslitakeppninni var 20-3!
Myndaveisla væntanleg á sunnudag!
|
|
|
FH með góðan sigur á KR
|
Mán, 12. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
FH sigruðu KR 2-1 í Kaplakrika í gærkvöldi. Atli Guðnason og Atli Viðar Björnsson skoruðu mörk FH en FH var með yfirburði lengst af og hefðu átt að vera komnir í amk 3-0 snemma í seinni hálfleik. Kjartan Henry minnkaði munin fyrir KR sem voru nálægt því að jafna undir lokinn en Gunnleifur varði þá meistaralega. Mjög sanngjarn sigur og það er stutt í næsta leik því Frammarar mæta í Krikan á fimmtudag kl 17:15 |
|
Einkunnir gegn Stjörnunni
|
Sun, 11. september 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Gunnleifur Gunnleifsson 5(Gunnar Sigurðsson 53mín, 4) Guðmundur Sævarsson 5(Jón Ragnar Jónsson 73), Viktor Örn Guðmundsson 4, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 4(Gunnar Kristjánsson 73), Tommy Nielsen 6, Hákon Hallfreðsson 4, Hólmar Örn Rúnarsson 5, Emil Pálsson 7*, Matthías Vilhjálmsson 6, Atli Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 5. |
|
Fimmtudaginn 8. september erum við í 2.flokki karla að spila við KR í Íslandsmótinu í fótbolta og erum við í góðum séns á að verða Íslandsmeistarar og í enn betri séns ef við vinnum þennan leik. Til þess þurfum við stuðning frá sem flestum og langar okkur að bjóða ykkur að koma og horfa á gullfallegan fótbolta í 90+ mínútur. Leikurinn verður spilaður á fallegasta velli landsins sem er að sjálfsögðu aðalvöllurinn í Kaplakrika ! Hann byrjar á slaginu 18:30 og vonumst við til að sjá sem flesta !!!
FH - KR 2.flokkur karla, 18:30 fimmtudaginn 8. september á aðalvellinum í Kaplakrika !!
Andri Gíslason
|
|
FH - Haukar 14 - 1
|
Þri, 30. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Stelpurnar okkar eru komnar á meðal þeirra bestu á ný en þær gjörsigruðu Hauka í kvöld 6-0 og þar sem fyrri leikurinn fór 1 - 8 voru samanlögð úrslit 14 - 1. Stórkostlegur árangur hjá stelpunum en Selfoss fylgdu þeim upp.
Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 3.september en leiktími og staður hefur ekki verið ákveðin.
|
|
|
|
|
|
Síða 7 af 71 |