Hér kemur myndaveisla frá Jóhannesi Long
|
|
|
Hér kemur myndaveisla frá leik FH og ÍBV. Ljósm. Jóhannes Long
|
|
Il Capitan
Um helgina fer fram fyrsta umferð í Pepsi-deild kvenna. FH endurheimti sæti sitt í deildinni, eftir stutt hlé, með fádæma yfirburðum s.l. sumar. Síðan þá hafa stelpurnar unnið að undirbúningi fyrir átökin og eru nýkomnar úr æfingaferð frá Portúgal. FH byggir enn á góðum grunni ungra FH-inga enn hefur fengið til liðs við sig reynslumeiri leikmenn. Þá hefur varnarjaxlinn Sara Atladóttir (Eðvaldssonar og Steinunnar Guðnadótur) snúið til baka frá austurlandi þar sem hún var á láni hjá Hetti s.l. tíamabil. Þjálfarar liðsins er báðir landsþekktir KR-ingar þær Helena Ólafsdóttir og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem tóku við liðinu haustið 2010. Fyrirliði er hin geðþekka Sigmundína Sara Þorgeirssdóttir en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún leikið 71 leik fyrir FH frá árinu 2007 auk 13 unglingalndsliðsleikja fyrir Ísland. Upplýsingafulltrúi mfl. kv. tók Dínó tali á dögunum og innti hana álits á liðinu og komandi tímabili.
|
|
FH - Haukar 14 - 1
|
Jónas Ýmir Jónasson Þri, 30. ágúst 2011 |
|
Stelpurnar okkar eru komnar á meðal þeirra bestu á ný en þær gjörsigruðu Hauka í kvöld 6-0 og þar sem fyrri leikurinn fór 1 - 8 voru samanlögð úrslit 14 - 1. Stórkostlegur árangur hjá stelpunum en Selfoss fylgdu þeim upp.
Úrslitaleikurinn fer fram laugardaginn 3.september en leiktími og staður hefur ekki verið ákveðin.
|
|
FH stelpur fallnar í 1.deild
|
Jónas Ýmir Jónasson Mán, 27. september 2010 |
|
Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu féll í 1.deild í gærdag eftir 1-0 tap á gegn Haukum. Sigur FH hefði tryggt þeim áframhaldandi veru í úrvalsdeild þar sem að Afturelding tapaði sínum leik. |
|
Í dag er stórleikur á Kaplakrika þegar að FH og Haukar mætast í lokaleik Pepsi Deildar kvenna. FH getur með sigri haldið sér í deildinni ef önnur úrslit verða þeim í hag.
Við hvetjum alla FHinga til að mæta á völlinn en fyrir þá sem komast ekki á leikinn þá verður honum lýst í beinn í FH Radio
|
|
|
Í kvöld kl. 18:00 fer fram fyrsti heimaleikur mfl. kv. gegn ÍBV á aðalvellinum í Krikanum. Stelpurnar gerðu 1-1 jafntefli gegn Aftureldingu á sunnudaginn en ætla sér sigur gegn Vestmanneyingum sem unnu Val í fyrstu umferð 4-2. Búast má við hörkuleik en leikir þessarra liða hafa verið spennandi á undanförnum árum og liðin skiftst á að sigra. Allir FH-ingar eru hvattir til að mæta og styðja stelpurnar sem ætla sér að festa sig í sessi sem alvöru lið meðal þeirra bestu á næstu árum.
|
|
Ekkert ár án Bikars í Kaplakrika!
|
Jónas Ýmir Jónasson Lau, 03. september 2011 |
|
STELPURNAR OKKAR, STOLT HAFNARFJARÐAR um þessar mundir hafa svo sannarlega slegið í gegn í úrslitakeppninni og sigruðu Selfoss örugglega 6-2 í Krikanum í dag. Markatala FH í úrslitakeppninni var 20-3!
Myndaveisla væntanleg á sunnudag!
|
|
Breytingar verða í þjálfaraliði mfl. kv. í fótbolta á komandi tímabili. Kvennaráð og Jón Þór Brandsson, sem verið hefur þjálfari liðsins síðastliðin 3 ár, hafa komist að samkomulagi um að Jón hætti þjálfun liðsins. Við þjálfun liðsins tekur Helena Ólafsdóttir fráfarandi þjálfari Selfoss.
Á undanförnum árum hefur lið FH verið í mikilli sókn og fjöldi efnilegra leikmanna komið fram. Jafnfram hefur umgjörð og aðbúnaður liðsins batnað og er í dag eins og best verður á kosið. Þeirri þróun hefur Jón Þór stýrt í samvinnu við kvennaráð, samhliða því að þjálfa liðið.
|
|
Birna Berg Haraldsdóttir, markvörður FH, er bjartsýn fyrir leikinn gegn Haukum í dag. FH þarf sigur og á að treysta á önnur úrslit til að halda sæti sínu, en FH mætir Haukum á Kaplakrikavelli klukkan 14.00 í dag.
|
|
|
|
|
|
Síða 1 af 4 |