Þór 9
Valur 7
FH 7
Fjölnir 4
Leiknir R. 2
Grindavík 2
Fylkir 1
Höttur 0

Næsti leikur

Lengjubikar karla - A deild R3
10.03.2012 17:00
Þór vs FH
Boginn

Síðasti Leikur

Lengjubikar karla - A deild R3
Fjölnir 0 FH 1

Tweets

Fótbolti.net

Minning: Magnús Guðmundsson 1977-2011
Jónas Ýmir Jónasson    Fim, 24. mars 2011   
Eins og flestir stuðningsmenn FH vita þá lést Magnús Guðmundsson í síðustu viku eftir erfið veikindi, Magnús kom af mikilli FH fjölskyldu og mig langar fyrir hönd FH Mafíunnar og www.FHingar.net að minnast Magnúsar í nokkrum orðum.
Eins og svo margir stuðningsmenn FH þá kynntist ég Magnúsi í gegnum FH Mafíuna en hann var einn af þessum upprunalegu Mafíósum sem gerbreyttu landslaginu á íslandi varðandi stuðning í íslenskum fótbolta.  Þetta var fámennur hópur í upphafi, en það má segja að þessi stuðningur hafi byrjað árið 2003, en það var ári síðar sem þessi hópur fór að hittast reglulega fyrir leiki.  Menn sem höfðu setið á sitthvorum staðnum í Kaplakrika árum saman tóku sig til og mynduðu þennan frábæran kjarna.  Magnús var einn af þeim ásamt bróður sínum og fleirum. 

Þarna hittust stuðningsmenn sem margir hverjir þekktu ekki hvorn annan persónulega en höfðu það sameinilegt markmið að vilja styðja lið sitt með stemmningu og söng.  Hann var einn af þeim og þó svo að maður sjái ekki félagana í Mafíuni á vetramánuðunum var það alltaf eins og að hitta gamlan vin þegar sumarið hófst.  Eftir að Magnús lést þá fór maður að hugsa tilbaka allar stundirnar og titlana sem maður upplifði með honum í stúkunni. 
Hann var duglegri en flestir að mæta á leiki, því hann mætti einnig á flesta æfingaleiki og lét sig aldrei vanta í stúkunna þar sem Mafían sat.  Hann mætti á alla viðburði sem voru haldnir og var duglegur að koma með hugmyndir, ábendingar og tillögur.   Hvort sem það voru tillögur að söngvum eða hvar ætti að hittast fyrir leiki.  Ef átti að safna fé fyrir nýrri trommu var hann til í að hjálpa til.  Alltaf tilbúin að legggja sitt af mörkum fyrir stuðninginn og félagið. 

Hann var virkur á spjallinu á www.FHingar.net og kom ávallt með frábæra punkta.  Ég hvet ykkur til að lesa innlegginn hans, mörg hver alger snilld.

Ég ákvað að taka saman nokkur Quote frá honum af spjallinu frá því í fyrra.
Um endurkomu Tryggva Guðmunds í Kaplakrika með ÍBV
"Þó svo að það sé sárt að missa svona sterkan karekter og leikmann þá skil ég hann mjög vel.
Ég legg til að eftir að við erum búin að syngja "stöndum upp fyrir meisturum,, þá tökum við lagið hans Tryggva einu sinni svona rétt fyrir leikinn"
20 Maí, 2010

"Núna vona ég að við náum öll að sitja saman og endurvekja þá stemningu sem við vorum ávalt með, komin tími til að sína fólki hver fann upp stuðning á fótbolta hér á landi." 27.Maí 2010

Í innleggi frá Magga 22.Júlí þar sem hann greinir frá því að hann sé veikur, svarar hann gagnrýni á Mafíuna

"Í Mafíuni eru kannski ekki margir en þau þora, vilja og ætla að styðja sitt FH

"Áfram FH"

Þremur dögum síðar skrifar hann

"Mafían á stórt hrós skilið fyrir síðasta leik, þið gjörsamlega rústuðuð stúkunni
Djöfull hefði ég viljað taka þátt, þið eruð snillingar, það er enginn að segja mér að Mafías sé dauð, fuck no not today thank you kindly"
Þessi orð hans að ofan sýna hversu jákvæður og trúr hann var sínu félagi.  Við áttum oft góð spjöll saman, aðalega um FH og var Maggi líklegast jákvæðasti stuðningsmaður sem ég hef nokkurn tíman hitt og að mínu mati einhver allra mesti FHingur sem uppi hefur verið.  Hegðun hans á pöllunum var til fyrirmyndar allra tíð og jákvæðnin sem hann sýndi er eitthvað sem allir ættu að fara eftir.  Ef ætti að gefa út bók um hvernig stuðningsmaður ætti að haga sér innan vallar sem utan þá gæti sú bók verið um Magnús Guðmundsson.
Við hvetjum alla til að fara á Mottu Mars síðu Magga http://www.mottumars.is/keppnin/keppandi?cid=797 og gefa áheit.  Maggi er að nálgast 2 miljónir. Hann verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju kl 15, Fimmtudaginn 24.Mars.
Í veikindum sínum var Maggi ótrúlega jákvæður, brosið ótrúlega hvarf aldrei og mun alltaf lifa í minningunni, hann var ótrúlegur maður.
Við sendum öllum aðstandendum samúðarkveðjur á erfiðum tímum.
f/h FH Mafíunar & www.FHingar.net
Jónas Ýmir Jónasson

 
 

 
 
Vefhönnun |