Valur | 16 |
FH | 14 |
Þór | 13 |
Grindavík | 9 |
Leiknir R. | 5 |
Fjölnir | 5 |
Fylkir | 4 |
Höttur | 3 |
Umfjöllun og einkunnir gegn Breiðablik | |
|
FH mættu í Kópavoginn í kvöld í 16 stiga hiti, og voru allar aðstæður til að spila fótbolta eins góðar og hugsast getur. Það var þó bara eitt lið sem mætti til leiks í kvöld og það var ekki Fimleikafélagið.
Byrjunarlið FH
Gunnleifur
Gummi Sævars Pétur Tommy Hjörtur
Bjössi
Ásgeir Gunnar Matti Villa
Óli Palli Atli Viðar Atli Guðna
Heimir Guðjónsson gerði tvöfalda breytingu á 69 mínútu þegar Hákon Hallfreðsson og Torger Motland leystu Atla Viðar Björnsson og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson af hólmi. Atli var ágætlega duglegur í leiknum en sóknamenn FH fengu ekki mikla hjálp frá miðjunni í þessum leik. FH gerðu sína síðustu skiptingu á 75 mínútu þegar Jacob Neestrup kom inn á miðjuna fyrir Björn Daníel Sverrisson en Björn hafði meiðst stuttu áður. Björn spilaði sem djúpur á miðjunni og átti því miður ekki góðan leik, í fyrra hálfleik spilaði hann ávallt boltanum tilbaka í stað þess að senda boltann á kantana en í raun var öll miðjan slök í kvöld. Neestrup var vægast sagt skelfilegur í þann tíma sem hann kom inná, en áður en hann gaf mark númer tvö hafði Gunnleifur varið stórglæsilega, fyrst frá frá Yeoman og síðan frá Alfreði úr dauðafæri á 82 mínútu. Fimm mínútum fyrir leikslok toppaði Jacob Neestrup spilamennsku FH liðsins þegar hann átti skelfilega sendingu sem barst til Kristins Steindórssonar sem gaf á Alfreð sem gaf síðan boltann aftur á Kristinn sem skoraði auðveldlega í autt markið af stuttu færi. Sanngjarn sigur Breiðbliks staðreynd og var þetta í alla staði skelflegur leikur hjá FH liðinu, aðeins Gunnleifur Gunnleifsson bjargaði okkur frá stærra tapi. Það er óhætt að segja að síðustu tveir leikir FH liðsins séu með þeim verstu í fjölda ára. Talandinn í liðinu er ekki til staðar, barátta og vilji mættu heldur ekki til leiks og liðið virkar ótrúlega þungt og hægt. Miðjan leitar frekar eftir því að gefa tilbaka en að gefa fram, sóknirnar byrja ekki frá bakvörðunum lengur heldur er sparkað hátt út í von og óvon. Liðið pressar andstæðinga sína ekkert og eina markmiðið virðist vera að koma boltanum á Óla Pala til að gefa boltann fyrir í von um að einhver FHingur nái til boltans. Ekki hið klassíska FH spil en við vitum þó að getan er til staðar hjá liðinu en þeir þurfa að fara vakna. Það besta er að við getum hefnt og bætt fyrir þessa spilamennsku í kvöld þegar við spilum við Breiðabik í Bikarkeppninni þann 3.Júní næstkomandi, en fyrst er það heimaleikur í deildinni gegn Grindavík. Við erum FH, og við gefumst aldrei upp.
FH: Gunnleifur Gunnleifsson 7*, Guðmundur Sævarsson 5, Pétur Viðarsson 6, Tommy Nielsen 6, Hjörtur Logi Valgarðsson 4, Björn Daníel Sverrisson 4 (Jacob Neestrup 75), Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5 (Hákon Atli Hallfreðsson 69, 6), Matthías Vilhjálmsson 5 (c), Atli Guðnason 6, Atli Viðar Björnsson 6 (Torger Motland 69, 4), Ólafur Páll Snorrason 5 Bekkur: Einar Karl Ingvarsson, Helgi Valur Pálsson, Hafþór Þrastarson, Gunnar Sigurðsson.
|