Nýtt tölvupósfang getrauna FH |
Fim, 02. febrúar 2012 Héðinn Ólafsson |
|
Getraunastarf FH hefur fengið nýtt tölvupóstfang
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Þannig geta þeir sem þegar hafa tippað hjá okkur og eru með kreditkortin á skrá hjá okkur, sent okkur tölvupóst með seðlunum, ef þeir ekki komast á laugardegi. Við munum jafnt sem áður vera með opið í krikanum á laugardögum á milli 11 og 14 og hvetjum við sem flesta til að láta sjá sig. Þeir sem ekki eru með kreditkortin á skrá hjá okkur og þeir sem vilja nota aðrar greiðsluleiðir, eru hvattir til að koma við hjá okkur á laugardögum.
Föstudagskvöldið 10. febrúar verður mikið um að vera hjá okkur í krikanum þegar lið þjálfara mætir liði leikmanna í spurningarkeppni aldarinnar. Endilega takið kvöldið frá, en nánari upplýsingar um dagskrá verður birt fljótlega. Upphaflega stóð til að vera með þetta kvöld núna 3. febrúar, en því var frestað um viku vegna þess að meistaraflokkur er að spila á laugardag, en á frí um næstu helgi.
|
|
|
Ásgeir Gunnar yfirgefur FH |
Fim, 02. febrúar 2012 Árni Rúnar Karlsson |
|
Núna er orðið ljóst að Ásgeir Gunnar Ásgeirsson yfirgefur FH.
Ásgeir gekk til liðs við FH árið 2002 og hefur leikið 175 leiki fyrir FH og skorað 25 mörk. Ásgeir hefur verið svokallaður allt muligtman í FH liðinu en hann hefur leikið hinar ýmsu stöður. Ásgeiri þökkum við fyrir hans framlag til félgasins, titlana, samband hans við stuðningsmenn og óskum alls velfarnaðar í framtíðinni.
Takk fyrir okkur meistari!
|
|
Fimmtudagskvöldið 19. janúar kl. 20:00 verður haldið fyrsta stuðningsmannakvöld ársins hjá Mafíunni. Til stendur að kynna hugmyndir um breytingar hjá Mafíunni, en hugmyndir eru um að gera félagsskapinn formlegri með útgáfu félagsskírteina. Þannig að það má líta á þetta sem "stofnfund" Mafíunnar. Við skorum við á alla þá sem áhuga hafa, að koma og gefa kost á sér til starfa fyrir Mafíuna. Ef nógu margir gefa kost á sér verður kosið í stjórn Mafíunnar, en annars situr núverandi stjórn áfram.
Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar mun koma og sitja fyrir svörum og hvetjum við alla þá sem hafa eitthvað við starf hans og stjórnarinnar að athuga, að mæta og koma sínu á framfæri.
Við vonumst að sjálfsögðu eftir að sjá sem flesta, en á boðstólnum verður bjór á sama góða FH verðinu. Áfram FH!
|
|
Getraunastarf FH - Áskorendakeppni |
Fös, 13. janúar 2012 Héðinn Ólafsson |
|
Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að getraunastarf FH hefur verið endurvakið í Kaplakrika. Alla laugardaga á milli klukkan 11 og 14 er opið í kaplakaffi (gamla sjónarhóli) og eru allir hvattir til að mæta, taka þátt og hitta félagana.
Einnig hvetjum við alla til að taka frá föstudagskvöldið 3. febrúar, en þá verður getraunasamkvæmi í Sjónarhóli þar sem stefnt verður saman þjálfurum og leikmönnum FH í spurningakeppni þar sem sjálfur Hörður Magnússon (FH legend) verður spyrill. Veitingar verða í boði á mjög vægu verði.
Núna um helgina fer af stað áskorendakeppni sem spennandi verður að fylgjast með. Hér að neðan er spá fyrstu þátttakenda:
|
|
FH gerir samninga við unga leikmenn |
Mán, 09. janúar 2012 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Nýverið skrifuðu fjórir ungir og efnilegir leikmenn undir samninga við FH.
Þetta eru eru þeir Aron Lloyd Green, Brynjar Ágeir Guðmundsson, Kristján Flóki Finnbogason og Viktor Smári Segatta.
Knattspyrnudeild FH bindur miklar vonir við þessa leikmenn í framtíðinni en þeir urði allir íslandsmeistarar með FH í 2.Flokki síðasta sumar. Kristján Flóki varð einnig norðurlandameistari með U-17 landsliði íslands síðasta sumar |
|
|
Hversu mikill FHingur ertu? |
Fös, 20. janúar 2012 Árni Rúnar Karlsson |
|
Uppfinningamenn eru loksins búnir að þróa það sem við FHingar höfum lengri þráð. Já "hversu mikill fhingur ertu?" stikan er komin á markað. Við hér á www.fhingar.net höfum að sjálfsögðu fjárfest í einni slíkri.
Öllum FHingum er bent á að gera sér ferð upp í Kaplakrika um helgina og láta mæla sig , þannig er loksins hægt að finna út hver sé mesti FHingurinn!!
Sá sem mælist sem "mesti" FHingurinn verður verðlaunaður og fær 5 mín af frægð. Allt í boði www.FHingar.net
|
|
Núna um helgina fór fram fyrsta áskorendakeppni getraunastarfs FH. Ekki var um neina vinningsröð að ræða að þessu sinni, en úrslitin voru eftirfarandi:
Ingvar Viktorsson 6 - 9 Bergþór Jónsson
Héðinn Ólafsson 7 - 6 Árni Rúnar Árnason
Úlfar Danílesson 9 - 8 Leifur Garðarsson
Steinar Stephensen 8 - 7 Ingvar G Jónsson
Þórarinn Þórarinsson 5 - 9 Árni Björn Ómarsson
Þeir sem betur höfðu þessa vikuna munu svo skora á nýja FHinga og verður sú spá birt hér fljótlega.
Minnum enn á að við erum með opið í krikanum frá klukkan 11 til 14 alla laugardaga.
|
|
Þá er það orðið staðfest að Ólafur Páll Snorrason hefur gert nýjan 2 ára samning við FH en þessi samningur hefur legið í loftinu í nokkurn tíma. Óli Palli kom fyrst til FH árið 2005 og varð íslandsmeistari með liðinnu árin 2005 og 2006. Hann fór í Fjölni árið 2008 en kom síðan frá Val árið 2009 og varð íslandsmeisrari með liðinnu. Hann hefur verið lykilmaður síðustu tveggja tímabila og fögnum við því að hann verður áfram hjá Fimleikafélaginu.
Áfram FH!
|
|
Gummi Sævars hættur í FH |
Mið, 04. janúar 2012 Árni Rúnar Karlsson |
|
Gummi hefur leikið allan sinn feril með FH og spilað 199 leiki og skorað 17 mörk. Það er ljóst að það verður mikill sjónarsviptir af þessum skemmtilega leikmanni sem verið hefur einn allra skemmtilegasti sóknarbakvörður Íslands undanfarin ár. Við hér á www.Fhingar.net ásamt öllum stuðningsmönnum FH viljum þakka þessum mikla meistara kærlega fyrir okkur og óskum honum alls velfarnaðar í framtíðinni. |
|
|
|
|
|
Síða 4 af 72 |