Umfjöllun: FH - Þór 2 - 0 |
Þri, 23. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Matti fer hér ílla með Inga Freyr
Það var rigningarlegt en blankalogn þegar FH fékk Þór í heimsókn síðasta sunnudag.
|
|
|
FH - Þór 2 - 0 |
Sun, 21. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Atli Viðar Björnsson skoraði bæði mörk FH í 2-0 sigri á Þór. Enn og aftur var leikmaður rekinn útaf í liði FH. Að þessu sinni var það Björn Daníel Sverrisson sem var rekin útaf á 55.mín. Enn og aftur var FH liðið betra eftir að vera manni færri.
Meira síðar
|
|
Einkunnir gegn Víkingum |
Sun, 21. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Umfjöllun og einkunnir gegn Víkingum.
Jæja nú þegar Maraþonið er afstaðið er hægt að fara einbeita sér að FHingum á ný en eg var búin að skrifa þessa fínu umfjöllun núna áðan en gerði þau misstök að gera það ekki í Google Docs hldur beint í forritinu sjálfu og svo sló út rafmagnið. Það verður bara að bíða betr tíma en hér eru einkunnir gegn Víkingum
FH: Gunnleifur Gunnleifsson 7, Guðmundur Sævarsson 7(Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 75), Viktor Örn Guðmundsson 6, Pétur Viðarsson 6, Freyr Bjarnason 6, Hólmar Örn Rúnarsson 7, Emil Pálsson 7(Tommy Nielsen 52mín, 7), Björn Daníel Sverrisson 7, Ólafur Páll Snorrasson 8(Atli Viðar Björnsson 78), Matthías Vilhjálmsson 9, Atli Guðnason 9*
|
|
Pepsi Deildin: Víkingur - FH 1 - 3 |
Þri, 16. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
FH gerði góða ferð í Fossvoginn í kvöld þegar þeir sigruðu Víkinga 1-3 í skemmtilegum leik. Emil Pálsson, Björn Daníel Sverrisson(víti) og Matthías Vilhjálmsson skoruðu mörk FH. Pétri Viðarssyni var vikið af velli á 35 mínútu þegar hann fékk beint rautt spjald. Meira um leikinn á morgun. |
|
FH gerir sér ferð í Víkina í kvöld þegar þeir mæta Reykjavíkurveldinu Víkingum. Víkingar spiluðu líklega sinn besta leik í sumar þegar þeir náðu jafntefli við FH í Krikanum. FH liðið á því harma að hefna gegn nýliðunum.
|
|
|
FH tekur á móti Þórsurum kl 17:00 í dag Sunnudag 21.Agúst.
Kaplakriki: FH - Þór
kl:17:00
Dómari |
Þorvaldur Árnason |
Aðstoðardómari 1 |
Smári Stefánsson |
Aðstoðardómari 2 |
Óli Njáll Ingólfsson |
Eftirlitsmaður |
Þórður Ingi Guðjónsson
|
Beint: FH Radio
|
|
Ágætu FH-ingar og gestir í Kaplakrika. |
Þri, 16. ágúst 2011 Jónas Ýmir Jónasson |
|
Að undanförnu hefur borið á því að gestir sem sækja Kaplakrika og hafa freistast til þess að leggja bílum sínum á svæði sem ekki eru ætluð sem bílastæði hafi í einhverjum tilfellum fengið sektarmiðamiða frá lögreglunni á framrúðuna hjá sér. Að sjálfsögðu á ekki að leggja bílum þar sem það ekki má og vitaskuld á að fara eftir umferðarreglum í hvívetna.
Alla jafna eru næg bílastæði í og við Kaplakrika en þegar um stærri viðburði er að ræða má færa fyrir því rök að það vanti pláss fyrir bíla. Eftir að hafa setið fund með lögreglu höfuðborgarsvæðisins kom í ljós að hægt er að fjölga bílastæðum tímabundið með því að leyfa bílaaðstöðu á nokkrum grassvæðum við Kaplakrika en til þess að svo megi vera þarf leyfi frá yfirvöldum Hafnarfjarðarbæjar.
Við fórum fram á það við Hafnarfjarðarbæ að leyft væri að leggja bílum á einhver þessara svæða en því hefur nú verið hafnað. Þetta einfalda erindi endaði inni hjá því sem heitir skipulags- og byggingaráð sem hafnaði erindinu. Það eru því þeir fulltrúar sem þar sitja sem ekki vilja leyfa Hafnfirðingum né gestum okkar að leggja á svæðum sem vel geta nýst sem bílastæði þegar um stærri viðburði er að ræða. Það má finna inni á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar hverjir það eru sem skipa þetta ágæta ráð.
Ég vil beina því til allra þeirra sem hug hafa á að heimsækja Kaplakrika að leggja bílum sínum löglega. Einnig er ráð fyrir þá sem tök hafa á að koma hjólandi, gangandi eða taka strætó. Umfram allt er gott að vera tímalega því þá gefst tími til þess að ganga lengri vegalengd ef leggja þarf langt frá Krikanum.
Við að sjálfsögðu höldum áfram að koma í Krikann og látum ekki ákvarðanir sem þessa hafa áhrif á okkur. Við FHingar höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þjónusta gesti okkar eins vel og við mögulega getum.
Sjáumst í Krikanum
FH kveðjur
Jón Rúnar Halldórsson
Formaður knattspyrnudeildar FH
|
|
Mafían verður með hitting á irish pubb Reykjavíkurvegi frá klukkan 17:00 í dag. Kaldur af krana verður á 500 kall til okkar. Nú sjáum við hverjir eru harðastir og mættir klukkan 17:00 stunvíslega í góða upphitun. Áfram FH! |
|
Hannes Þ Sigurðsson mun ekki spila fleiri leiki með FH í sumar því hann hefur ákveðið að fara til Rússlands. Það er flott viðtal við Hannes Þ á fotbolti.net og hvetjum við alla til að lesa það. Hannes komst aldrei almennilega í gang með FH liðinu en skoraði 3 mörk í sumar. Við þökkum Hannesi kærlega fyrir og óskum honum góðs gengis. |
|
|
|
|
|
Síða 9 af 71 |