ÍBV 33
Breiðablik 31
FH 29
KR 28
Stjarnan 24
Keflavík 24
Fram 23
Valur 22
Grindavík 19
Fylkir 18
Selfoss 14
Haukar 10

Næsti leikur

Pepsi-deild karla
30.08.2010 18:00
KR vs FH | Fáðu SMS
KR-völlur

Síðasti Leikur

Pepsi-deild karla
FH 4 Fylkir 2

Fótbolti.net

Viðtal við Gunnar Kristjánsson
Jónas Ýmir Jónasson    Fös, 13. ágúst 2010   

Við hjá www.fhingar.net höfðum samband við Gunnar Kristjánsson og fengum hann til að svara fáeinum spurningum.


Gunnar velkomin í FH, tók smá tíma að fá félagskiptin til að í ganga en þú væntanlega ánægður að þetta hafi loks gengið í gegn?

Takk fyrir það og já þetta tók sinn tíma en ég er gríðarlega sáttur með niðurstöðuna. Mér líst ljómandi vel á FH og ég er kominn hingað til þess að standa mig vel og sýna hvað í mér býr sem leikmaður. Ég ákvað að koma í FH enda vil ég spila með góðum leikmönnum og ég þekkti vel til nokkurra leikmanna FH sem hata ekki að tala vel um klúbbinn. Ég ákvað því að grípa þetta tækifæri sem ég sé alls ekki eftir.

Þú lentir í smá atviki í Úkraínu ekki satt og nefbrotnaðir, léstu læknana í úkraínu laga nefið eða :)?

Jú mikið rétt, ég fékk að kynnast olnboganum á varnarmanni liðsins frá Úkraínu aðeins of vel þannig að nefið klofnaði. Það kom upp sú hugmynd að ég yrði fluttur með þyrlu á spítala í Úkraínu en ég var ekki alveg að kaupa þessa lækna þannig að ég ákvað að harka af mér og bíða með aðgerð þangað til komið var heim á klakann. Ég sé ekki eftir því enda hefur nefið aldrei verið fallegra ;)

Nú ertu komin af mikilli og stórri KR fjölskyldu, hvernig tóku fjölskyldumeðlimir þessari ákvörðun að fara í FH?

Fjölskyldan mín er KR út í gegn. Bræður mínir héldu úti síðunni Krreykjavik.is, eru formenn KR klúbbsins og þjálfa einnig fyrir liðið. Faðir minn er formaður skákdeildar KR og móðir mín er virkur þáttakandi í KR getraununum. Hinsvegar tóku þau öll þessari ákvörðun mjög vel enda vilja þau sjá mig spila og þroskast sem leikmann en ekki brenna út sem leikmaður sitjandi á bekknum alla leiki. Páll bróðir minn minnti mig líka á að KR ingar hata tvö lið, Fram og Val og það eru einu liðin sem ég má ekki spila með. Það eina sem pirrar bræðurna er að við höfum alltaf verið kallaðir Kri bræður en eftir að ég skellti mér í krikann þá hefur nafnið Krika bræður fengið að hljóma æ oftar haha.

Þú komst nokkuð snemma inná í seinni hálfleik á móti Breiðablik, hvernig var að koma inná í svona stórleik og í fyrsta sinn í FH liðinu í krikanum?  og vera nálægt því að tryggja sigurinn í uppbótartíma?

Það var góð tilfinning og gaman að sjá hversu vel mætt var á völlinn. Ég viðurkenni að það var frekar skrýtið að klæðast FH treyjunni í fyrsta skipti og spila fyrir framan stuðningsmenn FH sem skyndilega voru farnir að hvetja mig en ekki öfugt en aftur á móti þá leið mér mjög vel inná vellinum. Það hefði ekki verið leiðinlegt að sjá skotið inni í markinu í lokin en ég verð bara að bæta fyrir þetta í komandi leikjum og hjálpa til við að halda bikarnum í Krikanum.

 Segðu okkur aðeins frá þínum ferli í yngri flokkum, hvenar byrjaðirðu að æfa og hvenar spilaðirðu þinn fyrsta leik?

Ég byrjaði að æfa fótbolta með KR tæplega 4 ára gamall og var það Geir Þorsteinsson formaður KSÍ sem var fyrsti þjálfarinn minn. Ég spilaði upp alla yngri flokkana með KR og unnum við marga flotta sigra, má þar nefna Shellmótið, Essómótið, bikarinn í 3ja flokki og nokkur Íslandsmót. Síðan spilaði ég með yngri landsliðunum, u17, u19, u21 og einu sinni valinn í    A-landsliðið. Fyrsti leikurinn minn með meistaraflokki var gegn Örgryte sem spilaður var í Egilshöllinni í æfingamóti árið 2003

Hvert er liðið þitt í enska boltanum?
Það hefur og mun alltaf vera Liverpool.

Og eiga Liverpool séns í titilinn þetta árið? 

Þetta er árið okkar enda er Joe Cole kominn í liðið sem styrkir hópinn mjög mikið. Gerrard mun líka blómstra á þessu ári ásamt Torres og svo verður einn af mínum uppáhaldsleikmönnum, Agger varnarmaður tímabilsins.

Fylgistu með einhverjum öðrum íþróttum en fótbolta?

Ég hef verið virkur í miðjunni á KR leikjum í körfunni og svo fylgist ég alltaf með handboltanum. Úrslitakeppnirnar í NFL og NBA koma líka alltaf sterkar inn. Á mínum yngri árum var ég einnig virkur í samkvæmisdönsunum og bræddi ég ófá hjörtu ungra stúlkna þegar ég steig á dansgólfið og sýndi takta.

Aftur að FH, hvernig lýst þér á liðsfélagana og æfingarnar almenn?

Þetta eru alltaf flottar týpur en ég á eftir að kynnast þeim betur enda ekki búinn að vera í liðinu mjög lengi. Sem knattspyrnumenn þá lúkka þeir allir helvíti vel enda væru þeir ekki í FH ef getan væri ekki til staðar. Ég hafði spilað með Bjarka, Matta og Pétri viðars áður en ég kom til FH og það heillaði mig mikið að fá að endurtaka það. Æfingarnar eru mjög góðar. Það er mikið tempó á æfingum og mikið lagt upp með að það sé hreyfing án bolta sem skiptir gríðarlega miklu máli. Þetta leggst bara allt ljómandi vel í mig

Síðustu 2-3 ár hefur það loðað við leikmenn að þora ekki að fara í FH vegna  mikillar samkeppni, þú ert greinilega ekki hræddur við það?

Nei nei ég hræðist það alls ekki enda verðuru ekki betri leikmaður nema það sé einhver samkeppni til staðar. Aftur á móti þá verður samkeppnin að vera heiðarleg eins og ég hef mörgum sinnum minnst á. Hjá KR var hún ekki til staðar en hún virðist vera hér í Krikanum. Maður verður svo að vinna fyrir tækifærinu og nýta það svo þegar það gefst.

Ertu svekktur að geta ekki fengið að spila bikarúrslitaleikinn með FH? (fengir hvort sem er ekkert að spila hann ef þú værir í KR :)

 Ég nenni ekki að svekkja mig á því enda var ég viss um að FH-KR myndu mætast í úrslitum þegar ég skrifaði undir samninginn. Hefði ég verið áfram í KR þá sæti ég að öllum líkindum á bekknum í 90 mín  þannig að sitja í stúkunni með pulsu og kók er ekkert verra haha. Það hefði reyndar verið gaman að spila gegn Skúla Jóni vini mínum og aðeins að klobba kvikindið.

Svona í lokin, ég veit reyndar að það stendur til  að semja lag um þig en er eitthvað óskalag sem að þú villt að Mafían syngi um þig á pöllunum, eitthvað sem að við getum notað?

Það verður að vera ykkar hausverkur enda dettur mér því miður ekkert skemmtilegt lag í hug haha, því miður.

Er einhver leikmaður í efstu deildinni fljótari en þú að hlaupa?

Neineinei, hvernig spyrðu ;)haha

 

 Þökkum Gunnari kærlega fyrir þetta.

 
 
Vefhönnun |