Jón Þorgrímur Stefánsson tilkynnti þann 18.Mars síðastliðin að hann ætlaði að leggja skóna á hilluna og flytja búferlum til Noregs. Við höfðum samband við þennan mikla snilling og báðum hann að rifja upp ferilinn með FH.
Jón lék með FH í 6 tímabil, hann 89 leiki með FH í deild og bikar og skoraði í þeim 15 mörk. Ég kom til FH frá Val fyrir tímabilið 2000. Þórir Jónsson var þvílíkur öðlingur og sagði alltaf hlutina eins og þeir voru og þá oftast beint í andlitið á manni. Þorir sagði við mig eftir fyrsta leikinn á móti KA á Akureyri
„Ég var ekki á því að fá þig í FH Jónsi minn því ég hélt að þú værir vitleysingur, Þú ert hörku fótboltamaður þannig mér er sama þó þú sért vitleysingur. Velkominn í FH“ faðmaði mig og hló. Gríðarlegur söknuður af þessum mikla snillingi.
Logi var þá þjálfari og FH í fyrstu deild. Við komum nokkrir á sama tíma ég , Heimir , Freyr og Baldur. Ég varð strax hrifinn af þessu félagi og er á alveg sérstökum stall hjá mér. Hópurinn var tær snilld og móralinn einstakur. Þarna voru sannkallaðar FH hetjur enn að spila eins og Höddi Magg og Lúlli. Virkilega gaman að hafa fengið að spila með þessum mönnum. Sérstaklega að spila með Hödda í fyrstu deildinni þar sem mig minnir að hann hafi skorað 21 mark og hafði ekkert fyrir þessu og klárlega einn af bestu framherjum sem ég hef spilað með.
Flestir leikir í fyrstu deildinni voru á föstudögum og eftir hvern sigurleik var farið á djammið og yfirleitt með einhverjum stuðningsmönnum FH og held ég að það hafi spilað stóra rullu afhverju leikmenn og stuðningsmenn FH séu svona nánir, allavega þeir sem hafa fylgt liðinu allan þennan tíma.
Við rúlluðum þessari 1 deild upp og komumst í undanúrslit í bikar þetta ár.
Eina sem skyggði á þetta ár var tap á heimavelli gegn Dalvík þar sem Atli Viðar skoraði þrennu móti okkur , en það var í góðu lagi því hann var bara keyptur til FH fyrir næsta tímabil. Þannig þetta var dulinn blessun.
2001 fyrsta árið í úrvalsdeild og við spiluðum varnarbolta dauðans enda nýliðar í efstu deild og gekk það plan vel upp hjá Loga og við enduðum í 3 sæti í deildinni og komumst í evrópukeppnina. Ég held að leikaðferðin hafi verið á upplagi 4-3-3 en getum ekki logið því að við höfðum einhvern tímann verið með 3 frammi. Þetta var meira svona Daði í marki hinir einhverstaðar rétt fyrri framan :S.
2002 tók Sigurður Jónss við og hefur maður nú bara ekki mikið að tala um þar sem við gátum ekki neitt og vorum einfaldlega heppnir að falla ekki. En við stóðum okkur vel í evrópu þannig það bjargaði þessu tímabili.
Maður kemur alltaf til með að muna eftir Villareal leikjunum bæði heima og kannski sérstaklega úti. Ótrúlega gaman að horfa á spænsku mörkinn með gamla á stöð2 sport og geta sagt þarna spilaði maður :S.
En 2002 og í einhverju bjartsýniskasti þrátt fyrir að þetta ár gátum við ekki neitt þá ákvað ég að ég myndi ekki klippa mig fyrr en við yrðum íslandsmeistarar.
2003 vill ég meina að við spiluðum hvað skemmtilegasta boltann af öllum þessum árum mínum hjá FH, með Óla Jó á sínu fyrsta ári (í 10 sinn hjá FH :S ) .
Sóknarbolti útí eitt. Hjálpaði kannski aðeins til að hafa fengið Allan og Tommy þetta ár en .... jæja ekkert en það hjálpaði bara helling.
Síðan vill ég meina að Gamli skúrkurinn var loksins gerður að fyrirliða sem skipti miklu máli bæði fyrir liðið og hann persónulega. Hann allavega steig all hressilega upp og varð þvílíkur kóngur í FH. Við skoruðum langflest mörkinn í deildinni og skitum á okkur í einu leik á móti Fram í laugardalnum og það tel ég að hafi kostað okkur titilinn þetta árið. Komust líka í úrslitaleikinn í bikar þetta árið en ég var uppí stúku fótbrotinn og þar sem þetta eru mína endurminningar nenni ég ekki að tala um það :P. Þetta ár var ég í liði ársins ásamt slatta af FH-ingum.
2004 var ógleymanlegt .... vinna deildina í fyrsta skiptið og vorum með yfirburðarlið og vinna þarna á akureyri var ótrúleg tilfinning. Allt sem gerðist það ár kristallast í þeirri stund með þessa snilldar stuðningsmenn sem FH hefur og eiga þeir alveg jafnstóran hlut í þessum bikar eins og við leikmenn í mínum huga.
Og ég gat klippt mig.
2005 bættust enn fleiri leikmenn í safnið , Tryggvi , Auðunn og Óli Palli. Þetta ár byrjaði ég nú ekki nema 9 fyrstu leikina og var í liði íþróttafréttamanna fyrstu umferðanna og meiddist síðan og Óli Palli kom inn og brilleraði , þannig ég komst ekki inn aftur í byrjunarliðið. Enda spilaði Óli Palli ótrúlega vel og maður gat nú lítið gert í því annað en að æfa sig í marki í hálfleik þessa leiki sem eftir voru og koma inná þegar þess var óskað af háttvirtum Óla Jó (smá pissed ennþá hehe).
2006 kom að því að maður sagði skilið við FH og var það mjög erfið ákvörðun. Sérstaklega þar sem ég vissi að það væri ekkert lið í deildinni með jafn ótrúlega skemmtilega stuðningsmenn, sem gáfu mér ótrúlega mikið og gerði það að verkum að það var mikið skemmtilegra að spila fótbolta en ella. Ég held ég hafi pottþétt verið fyrsti leikmaður sem skrifaði reglulega undir nafni á spjallsíðu stuðningsmanna FH , enda var nógu mikið hraunað yfir mann fyrir að gera það af öðrum leikmönnum og jafnvel þjálfurum. En eins og um svo margt annað var mér drullusama.
Ég setti mér alltaf markmið þegar maður var að byrja stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki.
1. Verða íslandsmeistari (check)
2. Verða bikarmeistari (djöfullinn hafi það)
3. Verða í liði ársins (check)
4. Koma HK í efstu deild (check)
5. Spila með HK í efstu deild (check)
6. Enda ferilinn í HK (hmmm , þjálfarinn vildi ekki hafa mig áfram). Þannig maður hefði kannski bara átt að hætta og í stað þess að spila einn leik með Fram , skora eitt mark og fótbrotna.
7. Einhverju hluta vegna setti ég mér aldrei það markmið að komast í landsliðið , hvort það sé útaf getuleysi eða skandala sem maður hefur gert bæði innan og utan valla á sínum yngri og villtari árum skal ósagt. .. allavega leit ég svo á að það væri ekki raunhæft.
Þannig að heilt yfir er ég bara nokkuð sáttur við sinn feril sem fótboltamaður fyrir utan nokkur mistök ... tjahh slatta af mistökum en það er bara partur af þessu helvíti :D.
Ég vill þakka Mafíunni fyrir klárlega besta part af mínum ferli hann hefði aldrei verið samur án ykkur.
Ég veit að FH mun ganga allt í haginn í framtíðinni með Gamla við stjórnvölin og ykkur sem stuðningsmenn þó svo mér finnst þið hafa farið töluvert aftur á þeim vettvangi. Kannski eruð þið orðnir mettir en ekki leikmenn :D
Jón Þorgrímur Stefánsson
|