FH-ingurinn Heiðar Bergur Jónsson |
Héðinn Ólafsson Fös, 20. maí 2011 |
|
Heiðar B. Jónsson
FH-ingurinn að þessu sinni er Heiðar Bergur Jónsson. Við FH-ingar sem höfum komið á völlinn í yfir 20 ár vitum að Heiðar hefur mætt á bæði fótboltann og handboltann í áratugi. Fer ekki mikið fyrir honum, en hann er þarna.
|
|
|
FH-Ingurinn Dagfinnur Þorvarðasson |
Jónas Ýmir Jónasson Mið, 13. apríl 2011 |
|
FH-ingurinn að þessu sinni er engin annar en eðal snillingurinn Dagfinnur Þorvarðasson. Dagfinnur eða "Daffi" starfar sem háseti á Venusi og er einn dyggasti hlustandi FH Radio þegar hann er á sjó. Hann lætur sig ekki vanta á völlinn þegar hann er í landi og hefur hann verið meðlimur í Mafíuni frá upphafi. Dagfinnur er FH-ingurinn!
|
|
FH-ingurinn Gunnar Bessi Þórisson |
Jónas Ýmir Jónasson Mán, 22. mars 2010 |
|
Gunnar Bessi Þórisson er FHingurinn að þessu sinni en hann hefur alla tíð verið duglegur að mæta á völlinn og styðja hetjurnar okkar. Hann hefur ekki bara stutt FH, æft með FH heldur hefur hann einnig þjálfað í yngri flokkum félagsins. Gunnar Bessi er FHingurinn.
|
|
FH-ingurinn Rúnar Sigurður Sigurjónsson |
Steinþór Kristinsson Sun, 16. ágúst 2009 |
|
Rúnar Sigurður Sigurjónsson
Það er orðið löngu tímabært að rifja upp skemmtilegan lið hér á www.fhingar.net en það er FH-ingurinn sem að þessu sinni er engin annar en Rúnar Sigurður Sigurjónsson en sumir þekkja hann undir nafninu russi á FH spjallinu. Rúnar hefur farið á nánast hvern einasta FH leik í meira en 25 ár og er virkur meðlimur í Mafíunni og lætur ávallt vel í sér heyra á leikjum. Rúnar er einnig "Keeper Of The Sword" og ósjaldan heyrast orðin "By The Power Of Kaplakriki" þegar sverðið er tekið úr slíðrinu. Rúnar er FH-ingurinn
|
|
Óskar Jón er FH-ingurinn. |
|
|
FH-Ingurinn Héðinn Ólafsson |
Jónas Ýmir Jónasson Lau, 29. maí 2010 |
|
FH-Ingurinn að þessu sinni er engin annar en Héðinn Ólafsson. Héðinn er ekki einungis FHingur heldur er hann líka stofnandi Köfunarskólans kafarinn.is Héðinn skartar einnig glæsilegu FH húðflúri á handlegg eins og má sjá hér á myndinni til hliðar. Héðinn Ólafsson er FH-Ingurinn
|
|
FH-ingurinn Bjarni Jóhannsson |
Jónas Ýmir Jónasson Þri, 29. desember 2009 |
|
Bjarni Jóhannsson
Bjarni Jóhannsson er FH-ingurinn............
1) Af hverju FH?
Eftir að hafa sökum ungs aldurs æft fótbolta með hinu liðinu í Hafnarfirði þá var ég drifinn með á æfingu hjá FH,ef ég man rétt þá var það Ófeigur(Silfurrefurinn) sem tók mig með sér upp á Kaplakrika á æfingu hjá Úlfari Dan og eftir það var ekki aftur snúið,vil reyndar meina að sú staðreynd að hafa byrjað minn knattspyrnuferil hjá Haukum hafi orðið til þess að ég komst ekki í meistaraflokk FH,enda skorti mig alla grunnþjálfun þó klárlega hafi getan verið til staðar..væri án vafa goðsögn í knattspyrnusögunni ef ég hefði byrjað í FH strax í 6.flokki.
|
|
Árni Rúnar Karlsson er FH-ingurinn. Hann er gersamlega óþreytandi að standa fyrir alls kyns uppákomum í tengslum við FH. Það má nefna myndbandið fræga sem sýnt var á lokahófinu 2005, Færeyjaferðin 2006 og hinar mörgu uppákomur á Áttunni í gegnum tíðina. Árni hefur komið að öllu þessu auk þess að láta vel í sér heyra á vellinum.
|
|
FH-ingurinn
Linda Sigurjónsdóttir er FH-ingurinn. Kynning - starf
Linda er kona Heiðars, söngvara Botnleðju og Hafnarfjarðarmafíunnar.
|
|
|
|
|
|
Síða 1 af 3 |