Firmamót 2010! | |
|
Meistaraflokkur FH í knattspyrnu ætlar að standa fyrir firmakeppni í knattspyrnu laugardaginn 6. mars 2010 í knatthúsi FH-inga, Risanum (gervigras) í Hafnarfirði. Nú þegar hafa 15 lið skráð sig til leiks og allt stefnir í hörku keppni. Það fer því hver að verða síðastur til að skrá sig í þessa keppni sem gæti orðið firmakeppni ársins ef allt gengur að óskum. Mótið hefst kl. 12.00 og lýkur með úrslitaleik seinni part dags. Fletinum í Risanum er skipt til helminga (í tvo velli) og er spilað á lítil knattspyrnumörk. Leikreglur: 4 útileikmenn + markmaður. Heildarfjöldi leikmanna í hverju liði er takmarkaður við 8 leikmenn. Leikmenn úr PEPSI-deild karla geta ekki tekið þátt í mótinu. Leiktími: 1 x 10 mín. (Gæti breyst eftir fjölda liða) Þátttökugjald: 25.000 kr. pr. lið
Meistaraflokkur FH skorar á fyrirtæki þitt að taka þátt í mótinu og eiga skemmtilegan dag og um leið styrkja liðið til áframhaldandi sigra á vellinum. Fyrir þau fyrirtæki sem ekki tekst að safna í lið má geta þess að hægt er að óska eftir því að fá leikmenn úr 2. flokki karla í FH lánaða þannig að allir ættu að geta verið með. Einnig er vert að taka fram að keppendur eiga kost á því að skola sig í mótslok í búningsherbergi í Kaplakrika. Skráning og nánari upplýsingar er í höndum Jóns Ragnars í síma 866-1177 og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. . Niðurröðun riðla og tímasetningar verða settar inn á www.fhingar.net þegar þær liggja fyrir.
|