Rauð-svarta liðið úr Fossvoginum næsti mótherji | |
|
FH liðið leikur á morgun, fimmtudag, annan leik sinn í hinum frækna, deildarbikar. Næstu mótherjar okkar FH-inga er liðið sem er komið í úrslit Reykjarvíkurmótsins, Víkingar.
Víkingar hafa verið að gera það gott á undirbúningstímabilinu og ljóst að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin. FH-liðið lagði Val örugglega 3-0 í sínum fyrsta leik í þessum sama bikar og hvetjum við fólk til að leggja leið sína á völlinn. 19.15 Egilshöll FH - Víkingur |