Matthías Vilhjálmsson nýr fyrirliði FH |
Jónas Ýmir Jónasson Sun, 21. febrúar 2010 |
|
Nýr fyrirliði FH
Það hefur verið mikil umræða meðal stuðningsmanna FH hver verði næsti fyrirliði liðsins en Heimir Guðjónsson þjálfari tilkynnti liðinu það á æfingu nú fyrir helgi. Matthías Vilhjálmsson varð fyrir valinu en Matti var þriðji fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð á eftir Davíð Þór og Tryggva og fékk þann heiður að lyfta deildarbikarnum í fyrra sem fyrirliði. Matti er vel að þessu komin og óskum við honum innilega til hamingju með þennan mikla heiður og vonumst við til að sjá hann lyfta sem flestum bikurum í sumar. Við munum að sjálfsögðu taka viðtal við kappann í vikunni, þannig að þið skuluð fylgjast með.
|