Glæsilegur 3-0 sigur á Val |
Árni Rúnar Karlsson Lau, 20. febrúar 2010 |
|
FH sigraði Val örugglega 3-0 í fyrsta leik liðsins í Lengjubikarnum í dag. Atli Guðnason skoraði 2 mörk fyrir FH. Það fyrra með skoti úr teignum eftir undirbúning Atla Viðars og það síðara skoraði hann með því að leika skemmtilega á Kjartan Sturlusson markvörð Valsmanna og leggja boltann í netið. Gunnar Már skoraði svo úr vítaspyrnu á milli marka Atla Guðna sem dæmd var þegar brotið var á Matta Villa. Glæsileg byrjun hjá FH og ánægulegt að sjá unga menn koma inn á og spreyta sig. Næsi leikur liðsins er gegn Víkingi Reykjavik 25 febrúar kl 19:15 í Egilshöll.
Áfram FH
|