Árskýrsla Formanns |
Steinþór Kristinsson Fim, 18. febrúar 2010 |
|
Jón Rúnar Halldórsson
Skýrsla Formanns.
Góðir félagar,
Það er ekki mörgu við að bæta frá síðustu skýrslu formanns, Íslandsmeistarartitlar í karla- og kvenna- flokkum, bikarmeistaratitlar ásamt ýmsum öðrum titlum sem unnust í mótum hér og þar. Við knattspyrnumenn í FH erum á toppi íslenskrar knattspyrnu og þar ætlum við okkur að vera. Ég ætla ekki að fjölyrða um einstök afrek hvers flokks, það eru allir sigurvegarar hjá okkur bæði innan sem utan vallar. Ég hef marg oft fjallað um hve vel okkar fólk kemur fyrir utan vallar og hve mikill félagslegur þroski er innan okkar raða. Þetta hefur svo berlega komið í ljós nú undafarna daga þegar sorglegir atburðir hafa knúið dyra hjá okkur. Samhugur og styrkur okkar er mikill.
Ég vil þakka öllu því góða fólki sem starfar innan knattspyrnudeildar FH, iðkendum, foreldrum og stjórnarmönnum. Ég vil hvetja okkur öll til góðra verka á komandi keppnistímabili, við verðum að halda vöku okkar svo við getum haldið áfram að bæta það góða starf sem unnið er hjá okkur í knattspyrnudeild FH.
Áfram FH
Jón Rúnar Halldórsson
Formaður
Hægt er að skoða Ársskýrslu knattspyrnudeildar FH 2009 hér(pdf) en þar eru skýrslur unglingaráðs og kvennaráðs.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn.
Jón Rúnar Halldórsson, formaður
Meðstjórnendur:
Lúðvík Arnarson
Pétur Ó. Stephensen
Knútur Bjarnason
Gísli Björgvinsson
Varastjórn:
Steinar Stephensen
Sigþór Árnason
Kristinn Jóhannsson
Stefán Stefánsson
Út úr stjórn ganga þau Helga Friðrirksdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson
|