Tweets

Fótbolti.net

FH - Valur á laugardag
Þri, 16. febrúar 2010   

FH liðið spilar á laugardag sinn fyrsta "alvöruleik" ef svo má kalla er liðið mætir lærisveinum Gunnlaugs Jónssonar í Val. Leikurinn er í deildarbikarnum og hefst á slaginu 13.00 í Egilshöllinni fögru. FH liðið spilaði æfingarleik síðasta laugardag, en tapaði naumlega fyrir firnasterku liði Keflavíkur 2-1.

Dómaraparið er ekki af verri endanum en Jóhannes Valgeirsson verður með flautuna í munninum og þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Sigurhjörtur Snorrason munu sjá um að grípa menn í landhelgi ef þessi er þörf.

Við hvetjum fólk til að gera sér leið upp í Grafarvog, en ef menn sjá sig ekki fært um að mæta en komast í tölvu þá er leikurinn sýndur beint á sporttv.is!

ÁFRAM FH!

 
 
Vefhönnun |