Tweets

Fótbolti.net

Sverrir Garðarsson gerir 3 ára samning við FH
Jónas Ýmir Jónasson    Þri, 09. febrúar 2010   
Mynd: Jónas Ýmir

Mynd: Jónas Ýmir

Þær frábæru fréttir voru að berast að Sverrir Garðarsson hefur skrifað undir 3 ára samning við FH.  Þetta staðfesti Pétur Stephensen við www.Fhingar.net nú í dag.

Sverrir var á láni hjá fimleikafélaginu á síðasta tímabili en komst seint í gang vegna meiðsla, framtíð Sverris hefur verið í mikilli óvissu síðan í haust en hann átti 1 ár eftir að samningi sínum við Sundsvall þar sem hann hefur fengið fá tækifæri.

Það hefur ekki verið neitt leyndarmál að Sverrir hefur viljað losna frá sænska liðinu og eins og hann sagði í viðtali við fjölmiðla í fyrra þá tilheyrir hjarta hans FH.  Sverrir er laus allra mála hjá Sundsvall en Sverrir er staddur hér á landi og hefur verið að æfa á fullu með FH.  Sverrir er uppalinn upp hjá FH eins og allir vita, en hann fór til Norska liðsins Molde árið 2001, sneri aftur til FH tveimur árum síðar, aðeins 19 ára að aldri.  Hann myndaði frábært miðvarðapar með Tommy Nielsen tímabilin 2003 og 2004 en lenti svo í slæmum meiðslum í undirbúning fyrir tímabilið 2005 og var frá næstu tvö árin.  Hann átti síðan stórkostlega endurkomu tímabilið 2007 og var valin leikmaður ársins af stuðningsmönnum.  Frammistaða hans tímabilið 2007 varð til þess að sænska liðið Sundsvall keyptu hann í ársbyrjun 2008 og gerðu við hann 3 ára samning.  Sverrir er nú kominn heim og við óskum öllum FHingum og Sverri til hamingju með það.
 
 
Vefhönnun |