Skráning í Mafíuna |
Héðinn Ólafsson Mán, 06. febrúar 2012 |
|
FH Mafían
Eftir vangaveltur um framtíð Mafíunnar hefur verið tekin sú ákvörðun að gera félagsskapinn formlegan, taka upp skráningu og félagsgjöld. Félagsgjald verður í formi árgjalds sem verður kr. 2.500 en ýmislegt verður innifalið í þeirri upphæð. Allir félagsmenn munu fá disk með öllum FH lögum Halla og Heiðars frá upphafi og mun nýja lagið fyrir þetta ár einnig vera á disknum. Félagsmenn munu einnig fá í hendurnar skírteini sem mun gilda sem afsláttarkort sem ætlunin er að gildi á ýmsum stöðum í Hafnarfirði, en nú þegar er í höfn að við munum fá mjög veglegan afslátt fyrir og eftir alla leiki FH í sumar á English Pub í Hafnarfirði. Um er að ræða að við fáum tveir fyrir einn tilboð í 3 tíma fyrir leiki og bjórinn á kr. 600 eftir leiki, allt gegn framvísun skírteinis. Þá verður boðið upp á rútuferð á útileikinn í deildinni í vesturbænum, aðgangsmiði í Bakhjarlarýmið á einhvern heimaleik í sumar og barmmerki félagsins fyrir árið 2012, en ætlunin er að gefa út merki fyrir hvert ár í framtíðinni, sem allir greiddir félagar fyrir lok júní fá. Hægt verður að skrá sig og velja númer úr lausum númerum frá 2 - 200 á Getraunakvöldi FH eða hjá Héðni í síma 699 3000 eða á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Tekið skal fram að skírteini númer 1 verður gefið til uppboðs á herrakvöldi FH. Héðinn Ólafsson Mafíufélagi nr. 16
|