Getraunakvöld FH, föstudagskvöldið 10. febrúar |
Héðinn Ólafsson Sun, 05. febrúar 2012 |
|
Föstudagskvöldið 10. febrúar verður getraunakvöld FH haldið í fyrsta skiptið. Eins og nafnið gefur til kynna, er þetta haldið til að vekja athygli á getraunastarfi FH sem nýlega hefur verið endurvakið. Einnig verður ýmislegt annað um að vera og ber þá helst að nefna spurningakeppni á milli þjálfara og leikmanna FH, en fyrir þjálfurum mun fara enginn annar en þjálfari meistaraflokks karla Heimir Guðjónsson, en fyrir leikmönnum fyrirliðinn Matthías Vilhjálmsson. Það er alveg ljóst að þetta verður sögulegur viðburður sem enginn má missa af. Getraunakvöldið mun fara fram í Sjónarhóli, glæsilegum veislusal okkar í krikanum, húsið opnar klukkan 20:00 og í boði verða veitningar á sannkölluðu FH verði. |