Gummi Sævars hættur í FH |
Árni Rúnar Karlsson Mið, 04. janúar 2012 |
|
Gummi hefur leikið allan sinn feril með FH og spilað 199 leiki og skorað 17 mörk. Það er ljóst að það verður mikill sjónarsviptir af þessum skemmtilega leikmanni sem verið hefur einn allra skemmtilegasti sóknarbakvörður Íslands undanfarin ár. Við hér á www.Fhingar.net ásamt öllum stuðningsmönnum FH viljum þakka þessum mikla meistara kærlega fyrir okkur og óskum honum alls velfarnaðar í framtíðinni. |