www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Þri 16.ágú 2005    Þessi frétt hefur verið skoðuð 330 sinnum.
Ófeigur Friðriksson
Ófeigur Friðriksson er FH-ingurinn. Ófeigur hefur um langa hríð verið einn ötulasti stuðningsmaður FH og lætur sig sárasjaldan vanta á leiki. Þegar hann er ekki öskrandi uppi í stúku rekur hann Glaumbar sem hann á í félagi við annan.

1) Af hverju FH?
Þegar ég flutti frá Vestmannaeyjum, 7 ára gamall þá var ég nú mjög harður Eyjastuðningsmaður og hafði æft með Tý. Fór meira að segja til Eyja eitt sumarið þegar ég var 7 eða 8 ára og spilaði í æfingaferð með Tý. En fór svo að æfa með FH. Gerði þau mistök reyndar að fara í Hauka í að mig minnir 2 ár en ég kenni því um að ég hafi verið ungur og vitlaus og vil meina að það hafi verið ein mestu mistök sem ég hef gert í lífunu.  Ég gerði þessi mistök og viðurkenni það en ég var aldrei neinn Haukari.  Ég fór til að mynda aldrei á Haukaleik þegar ég var í Haukum, fór miklu frekar í Krikann að fylgjast með FH.
Svo spilaði ég með FH alla flokka eða þangað til að meistaraflokkurinn blasti við, þangað fór ég aldrei því mér fannst ég bara ekki nægilega góður. Hef stundum notað það sem afsökun að hafa verið oft meiddur en það er léleg afsökun. Ef maður ætlar sér þá kemst maður.


2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Gleymi seint þegar ég fór í Krikann með pabba á ÍBV og FH þegar ég var nýkominn frá Eyjum og taldi mig vera gallharðann stuðningsmann ÍBV þá, en varð samt alveg ferlega fúll þegar Sigurlás Þorleifsson skoraði fyrir Eyjamenn (eða var það Kári bróðir hans?). Man ekki hvaða ár þetta var en ég var ekki búinn að búa lengi í Hafnarfirði þá og notaði ennþá orðið “peyjar” í staðinn fyrir “strákar”.
Eftir þennan leik áttaði ég mig á því að það var FH og ekkert annað en FH og það hefur verið FH allar götur síðan.


3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Þessi leikur um árið þar sem ég áttaði mig á því hvað ég var mikill FH-ingur hefur setið gífurlega fast í mér. En einhvern veginn þá koma alltaf upp í huga mans leikir sumarið 2004. Ferðin á Akureyri og sá dagur er einn allra magnaðasti sem ég hef upplifað á ævinni og hefði ég ekki fyrir mitt litla líf vilja missa af því.
Og svona á leiðinlegu nótunum þá gleymi ég aldrei tapinu gegn Fylki ’89 og hef ekki getað fyrirgefið Kidda Tomm fyrir markið sem hann skoraði í þeim leik. Fyrir þetta hefur Kiddi alltaf þurft að borga sérstakt álag á Glaumbar og mun gera það um ókomna tíð.


4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna/í gegnum tíðina)
Þessi er erfið, það hafa svo gífurlega margir frábærir leikmenn verið í Krikanum og þegar maður fer að telja upp alla þessa mögnuðu leikmenn þá skilur maður bara ekki af hverju við urðum fyrst Íslandsmeistara í fyrra. 
En ég verð þó að segja að Daði markmaður er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ekki bara af því við erum góðir vinir heldur finnst mér hann frábær markmaður og engin spurning að hann er búinn að vera sá besti í deildinni síðastliðin 3 ár. Auk þess spilaði ég alltaf fyrir framan hann í yngri flokkunum og það var bara lúxus að hafa hann fyrir aftan sig. Svo ég nefni fleiri af leikmönnum okkar núna þá auðvitað Jónsi, Heimir, Allan . . . æi þetta er fáránlegt, ég held uppá þá alla.
En svona í fyrri tíð þá verð ég að segja Höddi Magg, hvernig er hægt annað. Það hefur margt verið sagt um Hödda og margir jafnvel ekki tekið hann alvarlega en þegar maður fylgdist með honum á vellinum og skoðar tölfræðina hjá honum þá fer þarna einn allra mesti markaskorari sem leikið hefur á Íslandi. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og var bara alveg magnaður leikmaður og skemmtikraftur á velli. Fjandinn væri laus ef hann og Allan hefðu verið saman frammi!


5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Ég held nú að markið sem Ásger skoraði á móti Grindavík (í 8 – 0 leiknum) eftir hreint út sagt magnaðan samleik og þríhyrningaspil eigi eftir að sitja lengi í manni. Þetta var fótbolti í hæðsta gæðaflokki og hef ég sjaldan séð annað eins mark. Klárlega mark ársins.
En því miður þá situr markið hans Kidda Tomm enn fast í mér og þetta er í eina skiptið sem ég man eftir því að mig langaði virkilega að fara að gráta eftir fótboltaleik.
 


6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Besta stundin er klárlega Akureyri í fyrra, ég held að allir FH ingar sem þangað fóru séu sammála því. Þrátt fyrir rigningu og kulda þá beit ekkert á okkur stuðningsmenn og var sungið og trallað allan leikinn. Stúkan var hvít sem var mjög sérstök tilfinning og þegar meistari Heimir lyfti dollunni þá upplifði maður tilfinningu sem við fáum vonandi að upplifa fljótlega aftur.
Versta stundin er Fylkisleikurinn ’89 og svo þegar að mig minnir Pétur Ormslev þjálfari var tolleraður um árið.  Úrslitaleikurinn gegn Skaganum, undanúrslitaleikirnir gegn KA og Fram. Þetta eru eitthvað svo ömurlegar stundir að ég vil ekkert fjalla um það. Það er meira gaman að hugsa um góðu stundirnar sem fer fjölgandi með hverjum leik.


7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Í FH treyjunni myndi ég vilja sjá strákana sem eru í láni annars staðar og vona að þeir sanni sig þar sem þeir eru, vil ég þá sérstaklega nefna Pétur og Heimi sem leika í Eyjum, og Atla Guðna sem leikur með Fjölni. Þeir eru reyndar fleiri góðir þar.  Einnig vildi ég sjá Víði Leifs koma í FH búninginn en hann er reyndar samningsbundinn Fram skilst mér. En til að þeir komi og leiki með FH verða þeir að standa sig þar sem þeir eru og sýna að þeir séu tilbúnir til að leika í besta liði landsins.  Vonandi tekst þeim það, þetta er allt undir þeim sjálfum komið.
Ég myndi bara ekki vilja sjá einhvern leikmann í FH sem er ekki nægilega góður og á meðan Óli og Leifur stjórna þá er engin hætta á því.


8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Ég er alltaf hræddur þegar við mætum Skagamönnum og ber mikla virðingu fyrir þeim. Og svo þessir bölvuðu bikarleikir, hann á bara ekki fyrir okkur að liggja þessi blessaði bikar.


9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Af hverju að breyta því sem gott er? Það er alltaf hægt að gera betur, sama hvað vel gengur. En maður er svo glaður að vera FH-ingur í dag að ég get ekki séð framá neitt sem ég vil breyta svona í fljótu bragði. Auðvitað vildi maður láta byggja yfir stúkurnar, auðvitað vildi maður að FH opnaði bar í Krikanum (hehe) og svona ýmislegt en það er ekki endalaust hægt að gera kröfur um að fjármagni sé eytt án þess að það sé til fyrir því þannig að ég er bara glaður með allt sem snýr að FH.
Hins vegar hefur mér fundist allt of mikið af FH-ingum sem gera lítið af því að styðja liðið og eru allt of miklir golfklapparar. Þetta fólk þarf að virkja. Sem dæmi má nefna að þegar Fram var búið að jafna á móti okkur í undanúrslitum bikarsins þá vorum við bara nokkrir meðlimir Mafíunnar sem létum í okkur heyra. Ég efast um að leikmönnum hafi liðið vel á vellinum þegar stuðningurinn skyndilega hvarf. Það finnst mér dapurt því það þarf að styðja liðið í gegnum súrt og sætt.


10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Þessi er erfið og ég ætla að reyna að halda mig við þá sem eru að leika í dag, með kannski smá kryddi úr fortíðinni. En tek þó fram að ef ég myndi taka við af Óla og Leibba þá færum við beint niður í 1. deild !


Daði
Gummi Sævars - Auðun - Sverrir - Óli Kristáns
Jónsi - Heimir - Ásgeir - Emmi Hall
Allan - Höddi Magg


Bekkurinn;
Úlfar Daníels í markinu
Tryggvi
Tommy
Baldur Bett
Hallsteinn Arnars


11)  Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
MANCHESTER UNITED


12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Það er ansi bjart framundan hjá okkur FH-ingum og ef við náum að byggja ofan á það sem þegar er búið að gera þá verður FH það sem það á að vera, stórveldi í íslenskri knattspyrnu. Við erum búin að vera að stefna að þessu í fjöldamörg ár en nú er það að takast og vonandi (hef alla trú á því) þá verðum við þar um ókomna tíð. 
Og svona til að vera óhóflega bjartsýnn þá sé ég fyrir mér að eftir 10 ár verði 12. Íslandsmeistaratitillinn í röð kominn upp á Krikann!


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Saltkaup Hraunhamar Avion Group Dominos Fasteignasalan Ás
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim