www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Lau 16.júl 2005    Þessi frétt hefur verið skoðuð 205 sinnum.
Jónas Ýmir Jónasson
Mynd: Hermann Fannar Valgarðsson

Jónas Ýmir Jónasson er FH-ingurinn.
Ýmir er einn af Mafíuliðum sem hefur staðið í Norðurstúkunni lengur en elstu menn muna þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur.



1) Af hverju FH?
Það kom aldrei annað til greina í mínum huga þegar ég var lítill. Flestir í minni fjölskyldu eru reyndar Haukamenn, eldri bræður mínir æfðu með Haukunum á sínum tíma en fóru reyndar síðar yfir í F.H. en það hefði aldrei komið til greina að fara í Haukana, ætli ég eigi ekki mest pabba að þakka hversu mikill FH-ingur ég er því hann fór með mig á leiki frá því ég man eftir mér, bæði í fótbolta og handbolta.


2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Ég man nú ekki skýrt eftir fyrstu ferðinni, rennur allt saman en það var í kringum 3 ára aldurinn, og eftir að maður byrjaði að æfa 6 ára fórum við pabbi á hvern einasta leik með F.H. bæði heimaleikina og útileikina, það má segja að ég hafi farið nánast á alla leiki frá 1983-1995, ég flaug meira að segja nokkrum sinnum einn norður til að horfa á leikina á móti Akureyrarliðunum. Árið 1996 flutti ég austur á Seyðisfjörð og fór að spila með Huginn og sá lítið af FH leikjum næstu fjögur árin


3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Leikurinn gegn Dunfermline var eftirminnilegur og ég var ekki einu sinni á leiknum. Ég leitaði um allt að lýsingu af þessum leik á netinu, eftir mikla leit tókst það og hlustaði ég á ótrúlega lýsingu. Maður fékk gæsahúð á hverju orði sem skosku lýsendurnir létu út úr sér. Þegar Ármann Smári jafnaði leikinn klikkaðist ég gjörsamlega og dramtíkin þegar Tommy skoraði sigurmarkið var yfirþyrmandi. Viðtalið við Baldur Bett strax eftir leik var einnig alger snilld. Eftir að útsendingu lauk vissi ég ekki hvað ég átti að gera. Ég hjólaði út um allan bæ og fagnaði, endaði uppá stöð þar sem Egil og Ari voru að vinna og þar voru þónokkrir FH-ingar komnir saman. Ég get aðeins lýst þessari tilfinningu að hún var eins og þegar við urðum meistarar. Ég vildi að það væri hægt að útvega þessa upptöku. Allir FH-ingar, leikmenn og aðdáendur væru til í að heyra hana.


4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna og líka í gegnum tíðina)
Ég verð að segja að hver einasti leikmaður í liðinu í dag er í uppáhaldi og það er ómögulegt að taka einhvern einn út. Það er snilld hversu mikið þeir meta okkar stuðning. Í gegnum tíðina er Höddi Magg auðvitað kóngurinn. Einnig var Hallsteinn Arnarson í miklu uppáhaldi. Þegar maður var smápolli voru menn eins og Pálmi Jóns, Óli Dan og Maggi Páls í uppáhaldi.


5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Mörg mörk sem Höddi skoraði í Krikanum eru eftirminnileg, t.d., markið fræga á móti K.R. stöngin stöngin út og svo þrumaði Höddi boltanum í netið, en markið sem Emil Hallfreðs skoraði á móti Fylki í fyrra er eitt það allra eftirminnilegasta. Troðfullur völlur og FH fór á toppinn með sigri. Eftir það mark fór maður að trúa að við gætum orðið meistarar


6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi?
Besta stundin var auðvitað 19. september. Þetta var ótrúlegur dagur, morguninn var fallegur, hin langa rútuferð var frábær og geðshræringin á þessum leik og eftir leik er ólýsanleg tilfinning. Taugarnar voru að fara með mann en stemmningin var engu lík. Rétt undir lok leiks sá ég að einhver var að hvísla að Agli sem stóð aðeins lengra frá mér að leikurinn á Skaganum væri búinn. Á sömu stundu leit ég á völlinn og þá var Allan Borgvardt að senda boltan á Ásgeir Ásgeirsson og hann þrumaði boltanum í netið, FH Íslandsmeistarar. Allir sem voru á leiknum skilja nákvæmlega þessa tilfinningu sem verður einfaldlega ekki lýst með orðum. Við þekkjum öll tilfinninguna.


En sú versta?  
Eftir að við tryggðum okkur titilinn árið 2004 hvarf draugurinn frá 1989 þannig að það sú tilfinning er ekki lengur sú versta. Tapið í bikarnum 1991 var nokkuð sárt en mest svekkjandi er að Höddi Magg náði aldrei titli með FH.


7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Stefán Þórðarson hefur aldrei verið í uppáhaldi. Einnig myndi ég aldrei vilja fá Kristján Finnbogason. Ég myndi vilja sjá strákinn minn, Jason Ými, í F.H. liðinu....... eftir svona 15 ár.
 
8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Án efa eru það, Í.A. tímabilin 1993-1994 vorum við með gott lið en ÍA voru með enn betra. Þeir unnu okkur í vítakeppni í undanúrslitum í bikarnum 2000, og svo hélt maður að tíminn væri kominn í bikarúrslitunum 2003, en ég vona að árið 2005 verði betra gagnvart þeim.


9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Það hefur verið unnið gott starf undanfarin ár og verður áfram þannig næstu árin. Ég myndi vilja koma upp topp aðstöðu fyrir stuðningsmenn á Kaplakrika, jafnvel einskonar FH Sportbar á vellinum þar sem FH-ingar geta hist fyrir og eftir leiki þar geta þeir einnig hist allan ársins hring og horft á bolta saman. Þetta gæti orðið góð tekjulind fyrir félagið því meira sem er gert fyrir stuðningsmenn því fleiri koma á völlinn. Svona bar er t.d. á The Valley, staðsettur í einni stúkunni og lokaður á meðan að leik stendur. Ég fór á hann þegar ég fór á Charlton – Coventry fyrir nokkrum árum alger snilld. Einnig gefa út Season Review fyrir hvert tímabil. Ég myndi borga mikið fyrir að eiga öll mörkin frá síðasta tímabili á DVD. Einnig er eitt það allra mikilvægasta sem ég myndi vilja fá en það eru fljóðljós á Kaplakrika. Og að lokum vildi ég að allir FH-ingar myndu kaupa sér nýja búningin og vera í honum á leikjum.


10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Mjög erfitt val, nánast ómögulegt. Liðið núna er eitt það besta sem við höfum nokkurn tíman átt þannig að flestir koma úr því liði.


Daði


Auðunn - Sverrir - Nielsen - Freyr
Heimir Guðjóns
Jón Þorgrímur - Hallsteinn - Atli Viðar
Borgvardt  - Höddi Magg  


Bekkur: Stefán Arnarson, Ásgeir Ásgeirsson, Andri Marteinsson, Pálmi Jónsson, Ólafur Kristjánsson
 
11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
Leeds United og Notts County, hef haldið með Notts síðan 1989. 


12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Ég sé fyrir mér völlinn allan uppgerðan með stúkum allan hringinn, meðal áhorf verður komið yfir 3.500 þús á leiki og FH að sjálfsögðu á toppnum á öllum sviðum. Við erum bestir.


Áfram F.H.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Hraunhamar Dominos Fasteignasalan Ás Avion Group Saltkaup
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim