Mið 07.maí 2003 Þessi frétt hefur verið skoðuð 210 sinnum.
Björn Jónsson hjá FH 1988-1992
|
Mynd: Jón Pálmason |
Björn Jónsson segir frá veru sinni í FH
Ekki var mikið um æfingar yngri flokka í Borgarnesi æskuáranna en þó var maður alltaf í fótbolta. Ferillinn hófst formlega í mfl. Skallagríms 1976 og þar lauk honum 1995. Tímabilin '86 og '87 var ég í Noregi hjá Brumunddal I.L. og frá '88 til '92 hjá FH.
Þegar litið er til baka er skemmtilegt að hugsa til þess að ferillinn spannaði býsna fjölbreytt svið. Frá botnbaráttu í neðstu deild til bikarúrslita; frá Hólmavíkurvelli við Sævang með kríuvarp á kantinum til Tannadice Park í Evrópukeppni. Eitt tímabil lék ég í marki og var á miðjunni nokkur ár, en lengst af þó haffsent. Toppárin í boltanum voru tímabilin fimm hjá FH. Það var auðvelt að velja FH út af Derby búningnum, enda eru þetta mín lið auk þýska landsliðsins. Fyrir og um 1990 var hjá FH samheldinn og sterkur hópur sem var í toppbaráttu, ferðaðist víða og kleif margan hamarinn án þess að ná alla leið á tindinn. Það var gaman að skora fyrsta mark FH í Evrópukeppni í Krikanum í miklu haustfárviðri, en heldur síðra að bæta svo við fyrsta sjálfsmarkinu í sama leik. Þótt ótrúlegt megi virðast hampaði þessi öflugi hópur FH ekki titli fyrr en 1999 er liðið varð Íslandsmeistari í flokki eldri leikmanna.
Ég var í golfi með boltanum en hætti golfiðkun að mestu er ég gerðist leiðsögumaður að sumarstarfi 1995. Fáeinum árum síðar eignaðist ég konu og síðan 2 börn í framhaldi af því. Fyrir utan leiki með old boys hef ég lítið sem ekkert skipt mér af fótbolta frá því ferlinum lauk en nú er raunar svo komið að sonurinn (4) skorar á karlinn í fótbolta nánast daglega (og oftast fæ ég þá að vera FH meðan hann er Derby). Lengi bjó ég í Hafnarfirði og var safnkennari í Öldutúnsskóla, gjarna nefndur Björn bókasafn, en bý nú í Skerjafirði og starfa hjá hugbúnaðarfyrirtæki við gerð kennsluefnis, þýðingar o.fl.
Fyrrum félagar í boltanum hafa um árabil hist vikulega yfir vetrartímann og spilað körfubolta í Lækjarskóla undir heitinu Lækers (sjá laekers.blogspot.com/). Gegnum þann félagsskap held ég tengslum við FH og þokkalegri geðheilsu. Einnig er snar þáttur í uppeldi barnanna að innprenta FH andann og berjast gegn hömlulausum KR þrýstingi og áróðri sem svífur yfir mínum borgarhluta og tengdafjölskyldunni.
Myndir
|
Björn tæklar Atla Eðvaldsson í leik FH og KR 31. maí 1991. Leikurinn endaði 0:0
|
|
Björn hefur litla bikarinn á loft 1990 en hann var fyrirliði það tímabil.
|
|
Björn skorar mark gegn Dundee í Kaplakrika 18. júní 1990. Leikurinn fór 1:3 fyrir Dundee.
|
|
Björn í rimmu við Ragnar Margeirsson í leik FH og Fram 8. júní 1989. Leiknum lyktaði með sigri FH 2:0
|
|
|
Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
36 |
2. |
KR |
30 |
3. |
Valur |
29 |
4. |
Keflavík |
24 |
5. |
Breiðablik |
23 |
6. |
ÍA |
22 |
7. |
Víkingur |
21 |
8. |
Fylkir |
21 |
9. |
Grindavík |
19 |
10. |
ÍBV |
15 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
8 |
Atli Viðar |
4 |
Allan Dyring |
4 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KF Nörd
|
4. okt. |
?:?
|
Laugardalsvöllur |
|
|
|