Mán 28.feb 2005
Þróttur 1 - FH 1
|
Mynd: this.is/fh |
FH gerði jafntefli við Þrótt í tilþrifalitlum leik í Fífunni í gær. Grani skoraði fyrir FH um miðjan fyrri háfleik en Þróttarar jöfnuðu á 58. mínútu og þar við sat. Undir lok leiksins meiddist Sverrir og í hans stað kom Valþór varamarkvörður því FH átti bara varmarkvörð sinn eftir á bekknum. Valþór stóð sig prýðilega í nýju hlutverki á vinstri kantinum.
Byrjunarlið FH:
Daði
Heimir - Sverrir - Freyr - Hermann
Gamli
Grani - Ólafur Páll
Pétur - Ármann Smári - Atli Viðar
Leikurinn fór hægt af stað. Svo hægt að í upphafsspyrnunni hefði mátt heyra saumnál detta. Langt fram eftir hálfleik gerðist ekki neitt. Þróttarar vörðust en FH-ingar reyndu að spila sig í gegnum þéttan varnarpakka þeirra röndóttu. Bæði lið áttu þó í stökustu vandræðum með að halda boltanum en baráttan var í fyrirrúmi. Á 15. mínútu náði þó Ármann Smári að komast inn í sendingu til baka á markmann Þróttar en vippa Ármanns fór rétt fram hjá markinu.
Heimir Guðmundsson er búinn að vera drúgur fyrir fimleikafélagið í síðustu leikjum. Á 24. mínútu komst hann upp að endamörkum hægra megin og sendi boltann fyrir. Boltinn skoppaði fram hjá FH-ing sem mætti á nærstöng. Við það misreiknaði markvörður Þróttar boltann. Boltinn rataði því í gegnum allan teiginn og Jónas Grani var réttur maður á réttum stað við stöngina vinstra megin og skoraði af afar stuttu færi. 0-1
Jón Gunnar, Þróttari (FH-ingur?) átti svo næsta hættulega færi FH þegar hann skallaði að eigin marki en markvörður Þróttar blakaði boltann yfir.
Í upphafi síðari hálfleiks gerði FH breytingu á liðinu. Inn kom Ásgeir en út af fór Ármann Smári. Þróttarar voru miklu sprækari en FH í byrjun síðari hálfleiks.
Á 58. mínútu náðu þeir laglegri sókn upp vinstri kantinn. Þaðan kom sending fyrir markið. Eitthvað klikkaði varnarleikurinn hjá okkar mönnum því Freyr var allt í einu með tvo menn sitt hvoru megin við sig. Sá fyrri náði ekki til boltans en sá seinni hreinsaði upp og sendi boltann í netið fram hjá Daða af stuttu færi. Markið skoraði Henning Eyþór Jónasson.
Skömmu eftir markið kom Gummi inn fyrir Grana. Á 22. mínútu komast Þróttarar aftur í gott færi þegar þeir spila sig laglega í gegnum vörn FH. Daði bjargar þó því sem bjargað verður með góðu úthlaupi.
Tómas Leifsson kom inn á fyrir Ólaf Pál á 74. mínútu og Simmi kom inn fyrir Pétur fjórum mínútum síðar. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka meiddist Sverrir illa á ökla. Upp út því fengu Þróttarar algjört dauðafæri en markaskorarinn Eyþór þrumaði boltanum hátt yfir markið úr frábæru færi. Sverrir þurfti að yfirgefa völlinn og var þá Valþór eini maðurinn sem var eftir á bekknum hjá FH. Hann var því settur í öfuga FH treyju og látinn spila frammi á vinstri kanti. Auðvitað stóð Valþór sig vel í þessu nýja hlutverki og búumst við við honum stormandi upp vinstri kantinn í næstu leikjum.
Maður leiksins: Atli Viðar
|