www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Fim 13.jan 2005    Þessi frétt hefur verið skoðuð 125 sinnum.
Viðtal við Auðun Helgason
5. flokkur 1986. Auðun Helgason fyrir miðju í neðri röð.
Mynd: Íslensk knattspyrna 1986
Við lögðum nokkrar spurningar fyrir Auðun Helgason:

Þú varst í hópnum (5. flokki) sem varð fyrstur Íslandsmeistari í knattspyrnu hjá FH 1986. Ertu í sambandi við einhverja úr þeim hópi?
Já nokkra.  Lúlli Arnas sem er í rekstrarstjórninni var framherji og svo er ég í sambandi við Óla Björn og Níels sem spiluðu í meistaraflokki FH fyrir nokkrum árum.  Einnig er Gunnlaugur Árnason (Gulli) mikill vinur minn en hann skoraði seinna markið í úrslitaleiknum!  Við unnum 2-0 að mig minnir!


Gastu fylgst með FH síðastliðið sumar?
Mjög lítið.  Reyndar las ég mikið á mbl.is og horfði stundum á mörk umferðarinnar á visi.is (Olíssport).


Sástu einhverja leiki?
Því miður sá ég engan leik í sumar.


Hvað fannst þér um sumarið?
Það sem ég heyrði og las var mjög jákvætt.  FH átti þetta svo sannarlega skilið.


Þú nefndir á blaðamannafundinum að þú værir öðru vísi leikmaður en þegar þú yfirgafst FH - hvernig?
Fyrst og fremst reynsla og yfirvegun.  Ég er miklu meiri stjórnandi núna og tek meiri ábyrgð á leikvelli og í raun fyrir utan völlinn líka.  Ég myndi segja að ég væri miklu jafnari (stabílari) leikmaður í dag en þegar ég fór frá FH 1995.


Hverjar eru sterku hliðar þínar?
Ég er fjölhæfur. Sterkur maður á móti manni, góður í loftinu, góðar langar spyrnur og góður leikskilningur.


Veikleikar?
Stundum vantar meira skap í mig á leikvelli.  Konan mín segir að ég eigi að vera "klikkaðari" í vissum tilvikum! Þá á hún við á leikvellinum.


Hvort líturðu frekar á þig sem miðvörð eða bakvörð?
Miðvörð


Hvort finnst þér skemmtilegra að spila?
Miðvörð.  Þar nýtast mínir hæfileikar mest, þ.e. að stjórna, að tala og að vinna návígi.


Áttu von á að geta gengið beint inn í byrjunarliðið hjá FH? 
Ég ætla mér að vinna fast sæti í líðinu.  Ég er staðráðinn í því að sýna FH-ingum hvað í mér býr.


Viltu gefa upp hvaða önnur íslensk lið höfðu áhuga á að fá þig í sínar raðir?
Nei, enda hefur það enga þýðingu í dag.  Það einbeiti mér bara að FH í dag og í nánustu framtíð.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Hraunhamar Saltkaup Dominos Fasteignasalan Ás Avion Group
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim