Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Mið 08.des 2004
Viðtal við Dennis Siim
Við slógum á þráðinn til Dennis Siim áðan og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar:

Hafðir þú heyrt eitthvað um Hafnarfjörð eða FH áður en að þeir höfðu samband við þig?
Ég vissi ekkert um bæinn og þekking mín á félaginu er mjög takmörkuð. Það er helst það sem Allan hefur sagt mér í gegnum MSN en hann hefur hælt FH á hvert reipi. Það er meðal annars þess vegna sem ég ákvað að koma til FH. Svo kom ég líka í heimsókn fyrir um 3 vikum til að líta á aðstæður og leist mjög vel á allt.


Hvað var það sem þér leist vel á?
Allan sýndi mér bæinn og hann kom mér skemmtilega á óvart.


Hvers vegna valdirðu að koma til Íslands?
Mér leist eins ég fyrr segir vel á félagið. SønderjyskE, sem ég lék hjá, bauð mér einungis hálfs árs samning og ég er orðinn 28 ára og verð að hugsa til lengri tíma.


Hvaða þýskt lið hafði áhuga?
Það var lið sem heitir Rot-Weiss Essen.


Vissirðu af öðrum áhuga?
Ég hafði heyrt talað um hitt og þetta en var innst inni búinn að taka ákvörðun um að koma til FH.


Þú hefur sagt að þú viljir gjarnan komast í enn stærra lið en eitthvert lið í þýsku fyrstu deildinni. Ertu bara að koma til að láta selja þig?
Nei alls ekki. Ég hef einsett mér að eiga frábært tímabil með FH og er alls ekki að koma til að láta selja mig.


Hvaða markmið hefurðu þá sett þér fyrir næsta tímabil?
Mér skilst að FH hafi aldrei orðið bikarmeistari svo ég vona að ég geti hjálpað liðinu að verða bikarmeistari. Einnig að verja Íslandsmeistaratitilinn og svo bara spila góðan fótbolta. Ég hef sjálfur reynslu af því að verða bikarmeistari.


Hvenær var það?
1996 með AGF. Þá var ég tvítugur og spilaði seinni hálfleik úrslitaleiksins. Árið 2002 lék ég með OB og við urðum bikarmeistarar það ár.


Hvernig stendur danska SAS deildin miðað við íslensku deildina?
Nú þekki ég Íslensku deildina illa en Allan segir að bestu liðin á Íslandi séu í svipuðum styrkleika og bestu liðin í fyrstu deild og þau lið sem eru um miðbik úrvalsdeildar.


Í hverju liggur styrkur þinn?
Ég er ágætur spyrnumaður og jafnvígur á báða fætur. Ég er ágætur í návígjum og svo hef ég gott auga fyrir samleik.


En veiku hliðarnar?
Ég veit það ekki. Ég var ógurlega fljótur að æsa mig hérna áður fyrr en hef róast mikið. Það er orðið mjög langt síðan ég fékk síðast rautt spjald síðast fyrir svoleiðis vitleysu.


Þekkirðu eitthvað til íslenskra leikmanna?
Ég þekki bara þá sem leika í enska boltanum.


Hvenær kemurðu svo til liðs við Fimleikafélagið?
Ég mun trúlega koma í byrjun janúar til að líta á íbúð og gera allt klárt. Svo kem ég aftur til að vera síðar í mánuðnum eða í byrjun febrúar.


<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 48
2. Valur 32
3. ÍA 32
4. Keflavík 27
5. Fylkir 26
6. KR 25
7. Grindavík 18
8. ÍBV 17
9. Fram 17
10. Þróttur 16

Markahæstir

Tryggvi 16
Allan 13
Auðun 5


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U U T T U

 

 


Síðasti leikur

Fram - FH 1 5


Næsti leikur

Tímabilið búið í bili
2006

14:00

Kaplakriki

Laust auglýsingapláss Sigga og Timo Aðalskoðun Fjölsport Fasteignastofan
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim musikogsport.net musikogsport.net