Fös 03.des 2004 Þessi frétt hefur verið skoðuð 276 sinnum.
Árni Rúnar Árnason
Árni Rúnar Árnason er FH-ingurinn. Árni hefur lengi verið duglegur að mæta og láta vel í sér heyra á pöllunum. Hann er ef til vill betur þekktur sem sundgarpur og er einmitt Íslandsmeistari garpa síðan 1998.
1) Af hverju FH?
Af því að þeir eru bestir og hafa alltaf verið það
2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir. Ég man ekki hvenær það var, en ég fór oft sem smástrákur.
3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Tapið gegn Fylki ´89. Ég var lengi að sætta mig við það, en það tókst loks núna í september 2004.
4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna? En í gegnum tíðina?) Allan, því hann er bara góður. Ég veit ekki hvern ég ætti að velja, en ég var alltaf hrifinn af Andra Marteins.
5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum? Ég man ekki í hvaða leik það var en Höddi Magg á það, stöngin inn úr aukaspyrnu og ég var í grasinu hjá Magga Ólafs. Það var æði.
6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta? Besta er sko árið í ár, það var bara æði og frábærir stuðningsmenn.
Verst var árið 1989,þarf að segja meira?
7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju? Ég væri til í að sjá Giggs í FH treyju. Og ekki: Kristján Finnbogason, en að mínu mati er hann leiðinlegasti leikmaður á landinu í dag.
8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Mér finnst alltaf leiðinlegt að spila við Fylki.
9) Hverju myndir þú breyta hjá FH? Stúkuna vantar þak. Þak myndi gera gæfumuninn í stemingunni í Krikanum. Svo þarf stjórnin að gera meira fyrir okkur stuðningsmenn sem erum í Mafíunni.
10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar? Það væri ekki auðvelt verk,en kanski svona:
Daði
Gummi Sævars - Sverrir - Tommy - Óli Kristjáns
Atli Viðar - Gamli - Andri Marteins - Emmi Hall
Allan og Höddi Magg
11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi? MANCHESTER UNITED.
12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár? Þeir verða ALLTAF BESTIR!
|