Lau 13.nóv 2004 Þessi frétt hefur verið skoðuð 307 sinnum.
Jón Páll Pálmason
|
Jón Páll Pálmason. Með honum er Brynjar Ásgeir Guðmundsson. |
FH-ingurinn er Jón Páll Pálmason. Jón Páll var einn af þjálfurum 5. flokks karla í knattspyrnu sem einmitt varð Íslandsmeistari í ár. Í dag þjálfar hann 7. flokk karla. Einnig hefur hann séð um að skrifa um heimaleiki FH á fótbolta.net
1) Af hverju FH?
Ég man það nú vel, ég var að fara að æfa fótbolta og pabbi sagði bara að ég mætti ráða hvaða liði ég vildi byrja að æfa með. Það kom ekkert annað til greina en FH sökum þess að þá vissi ég að pabbi hafði spilað með FH á sínum tíma. (Pabbi Jóns Páls er Pálmi Sveinbjörnsson og var í FH frá 1970 til 1976. Innskot ritstj.) Ég var 6 ára á þessum tíma og þetta er ein best rökstudda og bara besta ákvörðun sem ég hef tekið á mínum ferli sem einstaklingur.
2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir. Ég man eftir að hafa farið á FH-Fylki 1989 þá 7 ára gamall pjakkur. Ég fór með pabba og Ásdísi systur minni. Ég sat neðarlega í stæðunum nálægt hornfánanum þar sem stigataflan er núna. Á þessum tíma fannst mér leiðinlegt á leikjum, fór bara til að fá nammi. Ég fékk ekkert nammi á þessum leik.
3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik. Ég held að ég verði að segja frá leiknum á Akureyri gegn KA í haust. Ég held að ég hafi sjaldan verið eins stoltur FH-ingur og þá þó svo að ég sé mjög stoltur FH-ingur eins og bekkjarfélagar mínir í stjórnmálafræðinni vita afskaplega vel. Sigurinn á KA var magnaður og í raun aldrei í hættu. Við gátum bara ekki annað en unnið. Ég man ágætlega eftir leiknum gegn Dundee þegar Björn Jóns (væntanlega uppáhalds bókasafnsvörðurinn minn) skoraði með hjólhestarspyrnu... rosalegt mark! Ég teiknaði mynd af þessu og hún hékk uppi á vegg á bókasafni Öldutúnsskóla í mörg ár. Hvernig er svo annað hægt en að minnast á FH-kr 7-0 og undanúrslitaleikinn nokkrum dögum áður? Menn voru ansi hressir seinna það kvöld!
4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna? En í gegnum tíðina?) Í handboltanum er það að sjálfsögðu besti handboltamaður okkar Íslendinga all time, Kristján Arason. En þessi síða er meira fótboltasíða.
Í dag eru þeir eiginlega tveir. Heimir Guðjóns og Allan Borgvardt. Allan auðvitað af því að hann er besti leikmaðurinn í deildinni og Heimir fyrir það hversu mikill fyrirliði hann er. Svo getur hann gefið svo góðar utanfótarsnuddur sem er mjög flott!
Í gegnum tíðina held ég að ég verði líka að fá að nefna tvo. Annar vegar pabba gamla þó svo að ég hafi aldrei séð hann spila nema með F-hákörlum. Hann er nú pabbi minn og hefur verið fyrirmynd í rúma tvo áratugi þannig að það væri hræsni að nefna ekki hann. Svo er það auðvitað Höddi Magg. þarf að tjá sig eitthvað meira um það?
5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Mér skilst að Höddi Magg hafi átt einhvern rosalega sóló sprett hér um árið en ég man ekki eftir því. Ég man mjög vel eftir hjólhestarspyrnunni hans Bjössa bókasafnsvarðar gegn Dundee og einnig man ég eftir því þegar Arnar Gunnlaugs sólaði Daníel Einarsson svona 4-5 sinnum á einum fermetra og setti hann í markið! Gummi Ped á svo eftirminnilegt mark í handboltaleik inni í Krikanum þegar nokkrar sekúndur voru eftir gegn litla bróður!
6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Mín besta stund sem FH-ingur er klárlega þegar við unnum titilinn í sumar. Það var hrikalega gaman vera á Akureyri og taka þátt í þessu öllu saman. Það var líka magnað að mæta í Krikann um kvöldið. Man að það var mjög fúll Haukamaður sem keyrði mig í leigubílnum í Krikann. Einnig fannst mér rosalega gaman að taka þátt í velgengni FH í sumar í 5. flokknum sem stóð sig sérstaklega vel og varð til dæmis Íslandsmeistari og Essómótsmeistari.
Mín versta stund sem FH-ingur var þegar Þórir frændi lést.
7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Ég myndi gjarnan vilja sjá Stanley Collymore mæta í FH treyju á völlinn. ég myndi líka vilja sjá Andreu Líf Rúnarsdóttir, systurdóttur mína, í FH treyju einn daginn. Hún er 16 mánaða. Ég vildi að allir væru eins lánsamir og ég að vera FH-ingur en ég held samt að að ef ég eigi að svara þessari spurningu af hreinskilni þá myndi alls ekki vilja sjá stórvin minn og haukamanninn, Guðmund Smára Gunnarsson, í FH treyju. Sumt á bara að vera eins og það er!
8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Það er ekki spurning, litli bróðir Haukarnir.
9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Ég myndi vilja að æfingaaðstaðan fyrir fótboltann væri betri en það er í vinnslu. Ég verð samt að segja að það þarf að fara að gera eitthvað í þessum æfingagrasvelli, hann er í besta falli eins og kartöflugarður.
10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Ómar Karlsson yrði markmaður, hafsentar yrðu pabbi minn og Tommy Nielsen, Auðun Helga og Óli Kristjáns yrðu svo bakverðir.
Á miðjunni yrðu svo Heimir Guðjóns og Hallsteinn Arnar og Emmi Hall og Óli Dan á köntunum. Allan Borgvardt og Höddi Magg væru frammi.
Á bekknum yrðu svo:
Dýri Guðmundsson ( hann var með svo rosalega krullur hérna í gamla daga
Logi Ólafsson ( hann er svo fyndinn)
Andri Margteinsson ( hann væri sennilega í byrjunarliðinu en mér brá svo þegar ég þjálfaði minn fyrsta leik hjá FH gegn haukum og sá að hann var þjálfari hins liðsins...)
Viðar Halldórs
Þórir Jóns
Ingvar Viktor og bara restin af F-Hákörlum.
Ég myndi svo að sjálfsögðu þjálfa liðið sjálfur.
11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
Ég er mikill og grafalvarlegur Liverpool maður.
12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár? FH er og verður alltaf stórveldi. Að því leytinu til verður FH á sama stað eftir 10 ár. Það sem mun hafa bæst við þá er mikið af bikurum í knattspyrnu, handknattleik, frjálsum og skylmingum. Að sjálfsögðu á þetta bæði við um í kvenna og karlagreinunum. Svo að sjálfsögðu verður kominn yfirbyggð stúka allan hringinn
|