Mið 08.sep 2004
Að vera með aðra höndina á titlinum
 |
Mynd: fh@this.is |
Ágætu FH-ingar og aðrir velunnarar. Nú styttist mjög í að þessi knattspyrnuvertíð verði til lykta leidd. Fram til þessa hefur sumarið verið glæsilegt og í raun má segja að nánast sama hvað gerist úr þessu þá verður þetta væntanlega besta sumar knattspyrnudeildar FH frá upphafi.
Stelpurnar náðu sínum besta árangri frá því á 8. áratugnum, 5. flokkur varð Íslandsmeistari og árangur FH liðsins (það er mfl. ka. ef einhver er ekki með það á hreinu hvert er FH liðið) hefur verið frábær fram til þessa. Reyndar svo góður að við erum nú þegar með tvær umferðir til stefnu komnir með aðra hönd á Íslandsmeistaratitil, í undanúrslitum í bikar og búnir að leggja tvö lið að velli í UEFA cup. Við erum svo hátt uppi að ég sé ekki alveg í fljótu bragði hvernig hægt er að ætlast til að við komumst niður á jörðina. Við sem höldum svo líka með Arsenal í enska boltanum, ja ég veit ekki hvað skal segja en sennilega verða fótboltaguðirnir okkur aldrei jafn hliðhollir (mín lið hafa tapað 1 deildarleik í síðustu 60 leikjum eða svo).
Framundan er leikur við Fram í Kaplakrika á sunnudag og trúi ég ekki öðru en að múgur og margmenni mæti í Krikann á þennan síðasta leik ársins á okkar heimavelli. Strákarnir eiga ekki minna skilið en besta stuðning sem nokkurt FH lið hefur fengið í þessum leik og nú er komið að okkur sem fyrir utan völlinn stöndum að sjá til að svo verði. Reyndar er það svo að við gætum ef allt gengur upp (og hver er tilbúinn að veðja gegn því að allt gangi upp) þá gætum við tryggt okkur titilinn á sunnudag. Það er þó eitthvað sem við getum ekki stjórnað, við getum þó unnið leikinn og þá má mikið vera ef við vinnum ekki þetta mót.
Nú kann einhver að hugsa, hvað er maðurinn að hefja allt upp til skýjanna, hafa FH-ingar ekkert lært í gegnum tíðina. Það er einmitt mergurinn málsins, saga okkar sem hefur verið saga þess að vinna næstum því titla (sbr. KA leikurinn 1989, tolleringin á Pétri Ormslev og fl.). Í sumar hefur hins vegar hvert stórverkefnið rekið annað og þrátt fyrir ótrúlega jákvæða umfjöllun og mikla aðdáun blaðamanna og knattspyrnusérfræðinga hef ég aldrei merkt það á einum einasta leikmanni liðsins að þeir viti ekki að slíkt telur lítið þegar út á völlinn er komið. Þvert á móti hafa leikmenn og þjálfarar alltaf haldið sig á jörðinni, alltaf gengið hreint til verks og alltaf sýnt af sér mikla fagmennsku í hverju verki. Ég hef því enga ástæðu til að ætla annað en að þeir haldi því áfram og ef svo verður þá munum við fá dollu í Kaplakrika, það er engin vafi á því. Við erum nefnilega með besta liðið og rúmlega það á Íslandi í dag. Það hefur aldrei gerst áður að FH hafi verið með besta liðið á Íslandi, þess vegna er ég sannfærður um að við klárum þetta mót núna.
Ofan á gott byrjunarlið erum við með sterkan bekk sem sést á því að þar sitja U-21 landsliðsmaður, sem og Ásgeir, Ármann Smári og væntanlega í næsta leik Atli Viðar. Hann hefur átt frábært sumar og haldið Jóni Þorgrími fyrir utan liðið. Jónsi hefur hins vegar komist inn að undanförnu og átt hvern stórleikinn á fætur öðrum. Atli Viðar var óheppinn að meiðast og það er það sem gerir liðið svo sterkt að ef menn missa af leik, þá er allt eins líklegt að þeir komist ekki í byrjunarliðið strax og þeir eru klárir í slaginn. Allir sem hafa komið inn hafa staðið sig vel og úr hefur orðið mjög jákvætt vandamál fyrir þjálfarana, sem er að velja 11 manna lið úr mun fleiri mjög góðum leikmönnum.
Næsta verkefni er leikurinn á sunnudag, en eftir það er leikur Við Aachen í UEFA cup, tveir leikir við KA í deild og bikar og svo síðari leikurinn við Aachen. Vonandi verður svo einn lokaleikur í Laugardalnum eftir það, það kemur í ljós. Við gætum orðið vitni að mjög sögulegum leikjum á næstu vikum, við FH-ingar vitum ekki hvort slíkir möguleikar komi upp á næstu árum svo njótum þess meðan á stendur. Fjölmennum á leikina sem eftir erum og styðjum við bakið á "strákunum okkar".
|
|
<< Eldri frétt
|
|
Staðan |
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
48 |
2. |
Valur |
32 |
3. |
ÍA |
32 |
4. |
Keflavík |
27 |
5. |
Fylkir |
26 |
6. |
KR |
25 |
7. |
Grindavík |
18 |
8. |
ÍBV |
17 |
9. |
Fram |
17 |
10. |
Þróttur |
16 |
|
Markahæstir |
Tryggvi |
16 |
Allan |
13 |
Auðun |
5 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
Tímabilið búið í bili
|
2006 |
14:00
|
Kaplakriki |
|
|