Lau 24.júl 2004
HK-ingar teknir í bakaríið
FH-ingar hrukku svo sannarlega í gang gegn HK-ingum í dag. Lokatölur urðu 9-1.
Töluverðar breytingar voru á FH liðinu í dag. Pétur Viðars var kominn í hægri bakvörðinn og Anton kom á vinstri kantinn. Kalli var í leikbanni þannig að Birkir var hafsent. Leikurinn var í járnum mest allan fyrri hálfleikinn en mér fannst eins og að ef við myndum setja eitt þá myndu hin koma í runum. Sú var raunin og þegar Hemmi kom okkur yfir eftir 35 mínútna leik komu tvö til viðbótar fyrir hlé. 3-0 í hálfleik og við vorum með leikinn algjörlega í höndum okkar. Seinni hálfleikur var frekar rólegur. Mörkin okkar komu hægt og rólega og þegar leikurinn var flautaður af voru þau orðin níu talsins. Haukur Ólafs setti eitt, Árni Freyr náði að pota honum líka en Tómas gerði fjögur mörk. HK náðu reyndar að setja eitt en einhver skítalykt var af því. Gústi var með lúkurnar á boltanum en svo virtist sem HK maðurinn hafi sparkað honum ólöglega úr höndunum hans. Ég sá þetta nú ekkert mjög vel og læt því vafann njóta sín.
FH liðið spilaði mjög vel mest allan leikinn. Það var virkilega gott að ná svona stórum sigri. Bæði lagaðist markataflan aðeins og sjálftraust liðsins er gott þessa stundina. Öll vörnin spilaði feykivel og var gaman að sjá Birki leysa hafsentinn svona auðveldlega. Árni og Hjalti voru fínir og Anton og Haukur Ólafs börðust allan tímann. Þeir fengu boltann bara of lítið og kom ekki nógu mikið út úr þeim þess vegna. Matti og Tommi Leifs náðu líka vel saman og bjuggu til færi handa hvor öðrum allan leikinn.
Næsti leikur er gegn Breiðablik 12.ágúst. Hann var reyndar settur á 11.ágúst en nú hefur hann verið færður. Hann verður spilaður í Kópavogi og hefst klukkan 19:00. Ef einhverjar breytingar verða á þessum leik þá mun það koma hingað inn sem fyrst.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Ólafur Páll |
2 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KR
|
20. feb. |
17:00 |
Egilshöll |
|
|
|