Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Fös 23.júl 2004
Jafntefli í Árbænum
2-2 jafntefli varð niðurstaðan í leik FH og Fylkis sem háður var þriðjudaginn 20. júlí. FH-ingar voru slakir í fyrri hálfleik en voru mjög frískir í þeim síðari. Með smá heppni hefði sigurinn getað dottið okkar megin en eftir á að hyggja má segja að við megum vel við una með jafnteflið.

Leikurinn byrjaði frekar rólega. Jafnræði var með liðunum og lítið gerðist. Eftir hálftíma leik komust fylkismenn yfir með marki frá Alberti Ingasyni. 1-0 í hálfleik. FH-ingar komu vel stemmdir í seinni hálfleikinn og voru mun betri. Eftir klukkutíma leik jafnaði svo Árni Freyr metin með fallegu marki eftir vel heppnaða sókn. Í stöðunni 1-1 vorum við mun betri og með smá heppni hefði boltinn getað dottið yfir línuna. Robbi varði þó nokkrum sinnum mjög vel og hélt okkur eiginlega á floti. Svo fengu þeir víti sem var algjör vitleysa. Robbi hafði boltann klárlega í höndum sér en fylkismaðurinn sparkaði honum ólöglega úr höndunum á Robba. Pétur flæktist svo í fótunum á fylkismanninum og Fylkir fékk víti. Slakur dómari leiksins sá ekkert athugavert við þetta en það virðist vera einhver regla hjá KSÍ að setja slaka dómara á leikina hjá öðrum flokki. Allt eru þetta vonlausir dómarar sem taka engum sönsum og dæma fáránlega hvað eftir annað. Ég man ekki eftir einum leik hjá okkur í sumar þar sem dómarinn var svona temmilega fínn dómari. Nú Albert Ingason skoraði úr vítinu og gerði þar með sitt annað mark í leiknum. Við gáfumst ekki upp og var Kalli færður upp á topp. Þessi breyting varð svo til þess að hann skoraði glæsilegt mark upp í þaknetið og jafnaði metin þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Lokatölur urðu því 2-2 og getum við bara verið nokkuð sáttir held ég.

Þegar 8 umferðir eru búnar af mótinu erum við með 10 stig í fjórða sæti en það telst frekar lélegt myndi ég segja. Það verður þó að taka það í reikninginn að aldrei í sumar höfum við getað stillt upp okkar sterkasta liði. Við erum ekki með mjög breiðan hóp og hefur þetta verið mjög erfitt í sumar með öll þessi meiðsli.

Næsti leikur er gegn HK laugardaginn 24. júlí klukkan 14:00. Á sjálfan afmælisdag J-LO! Leikurinn er í Krikanum og enn einu sinni hvetjum við alla til að mæta.
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Ólafur Páll 2
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J U J U U


Síðasti leikur

Valur - FH 1 2


Næsti leikur

FH - KR
20. feb. 17:00
Egilshöll

Fasteignastofan Góa/Linda Fjölsport Sigga og Timo Aðalskoðun
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim