Fös 16.júl 2004
Einbeitingarleysi og aumingjaskapur
3-1 yfir og hálftími eftir og tapa svo leiknum 5-3 er náttúrulega fyrir neðan allar hellur. Ekkert benti til annars en að við myndum vinna þennan leik nokkuð örugglega en þegar menn missa niður unninn leik svona þá eiga menn ekkert betra skilið en að vera í fjórða sæti með 9 stig.
Það kom virkilega á óvart að þegar við komum út úr Hvalfjarðagöngunum þá var ekki nærri því eins mikið rok og við höfðum búist við. Boltinn var samt svona eiginlega alltaf útaf allan leikinn og lítið var um sambabolta. Skaginn blæddi líka nýju Nike boltunum í leikinn og voru þeir nokkrum sinnum heppnir að tapa þeim ekki algjörlega því nokkrum sinnum fuku þeir út í sjó en boltastrákarnir eru helvíti snöggir þarna uppá skaga og töpuðu ekki einum bolta. Skaginn komst yfir snemma leiks með fallegu marki en stuttu seinna skoruðum við ekki fallegasta mark sumarsins en það fór yfir línuna og það er það sem telur. Margeir fékk eiginlega boltann í sig eftir mikið klafs í teignum. Hjalti kom okkur svo yfir með þrumufleyg (ekki þrumufleygurinn hans Harry Potters) í markið en hann var mjög fastur. Fórum við því inní hálfleik með 2-1 stöðu og allt í góðum málum. Eftir 10 mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Haukur Ólafsson þriðja mark okkar og allt stefndi í stemmara í búningsklefanum eftir leikinn. Ekkert var í spilunum hjá skagamönnum og var það frekar að við myndum bæta við fjórða markinu.
Svo byrjaði vitleysan. Skagamenn fá aukaspyrnu og bomba honum inn af svona 35 metra færi. Panikkið byrjar hjá okkur og fljótlega jöfnuðu þeir eftir hornspyrnu og leikurinn því orðinn jafn 3-3. Eins og við var að búast varð allt vitlaust hjá skagamönnum og ætluðu þeir sko ekki að tapa þessu niður. Við lyppuðumst niður og þeir runnu á bragðið og skoruðu tvö mörk í viðbót. Andrúmsloftið í klefanum eftir leikinn var ekki uppá marga fiska og menn voru mjög daufir því titilvonir okkar urðu nánast að engu eftir þetta tap. Færeyingarnir eru annars fínir gaurar og Áki var alveg nettur með lokkinn.
Næsti leikur er svo gegn Fylki á þriðjudaginn næsta. Hann verður í Árbænum og kennir sagan okkur það að við erum alltaf bestir í seinni umferðinni. Johnny Ragg er ekki ready í action en það er hinsvegar Tommi Leifs. Eftir hálf árs grátur og þjáningar hjá sjúkraþjálfurum ríkisins er hann loksins ready. Það er ekkert 17 cm lengur sko. Nei það er sko 0 cm! Hann útskrifaðist frá sjúkraþjálfaranum fimmtudaginn 15. júlí með diplómu í rectus dominicus vöðvanum en hann er orðinn mjög fróður um akkúrat þennan vöðva.
Ég þakka fyrir mig í bili og segi bara sjáumst í dalnum.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Ólafur Páll |
2 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KR
|
20. feb. |
17:00 |
Egilshöll |
|
|
|