Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 04.júl 2004
Baráttusigur gegn Fram
Mikil barátta og harka skilaði okkur þremur stigum á móti Fram en lokatölur urðu 1-0 og má með sanni segja að Bjarni Þór Viðarsson hafi kvatt okkur með glæsibrag en hann spilaði mjög vel í gær og var með okkar bestu mönnum.

Laugi breytti liðinu ekkert eftir sigurinn á móti Leikni og var því sama byrjunarlið. Jón Ragnar og Tómas eru ennþá meiddir en vonast er eftir því að þeir verði ready fyrir bikarslaginn gegn ÍA á föstudaginn næsta.

Leikurinn einkenndist af mikilli hörku og dómarinn þurfti mjög oft að flauta en reyndar flautaði hann stundum mjög heimskulega en það er önnur saga. Matti fékk sérstaklega að finna mikið fyrir því þar sem hann lá í jörðinni nánast í hvert skipti sem hann fékk boltann. Varamannabekkur Framara var þó ekki á sömu skoðun og vildu þeir meina að hann vældi 24 hours! Fyrri hálfleikur einkenndist af miklu miðjuhnoði og reyndi mikið á Hjalta, Birki og Bjarna. Eftir rúmlega 25 mínútna leik fékk Bjarni boltann á miðju vallarins. Hann og Haukur Ólafs spóluðu sig í gegnum um vörn Framara með nokkrum þríhyrningum þar til Bjarni var kominn einn í gegn en ákvað að renna boltanum á Árna Freyr sem var í betra færi. Árni klikkar ekki á svona færi og renndi honum örugglega framhjá markverði Framara. Glæsileg sókn og sýndi Bjarni þarna hvers megnugur hann er og af hverju hann býr nú í bítlaborginni frægu. Miðjuhnoðið hélt svo áfram og gerðist lítið eftir þetta. Framarar voru ekki að sýna mikið og fengu fá færi.

Í seinni hálfleik hélt baráttan áfram og var þar fremstur í flokki Kalli eða hákarlinn eins og hann er kallaður. Kalli spilaði sinn besta leik með FH í háa herrans tíð og tapaði hann ekki skallabolta allan leikinn. Glæsileg frammistaða og svona á Kalli að spila en ekki eins og hann spilaði á móti KR. Ég sýndi svo Kalla mína respect með því að leigja Jaws um kvöldið. Fyrir þá sem ekki þekkja hana þá er það hákarlamyndin fræga sem Steven Spielberg gerði sígilda hér á árum áður. Í stöðunni 1-0 var maður alltaf hræddur því að Framarar gátu jafnað á hverri stundu en vörnin í gær var mjög sterk og fengu Framarar fá færi. Það var aðallega færið sem þeir fengu þegar lítið var eftir en hver annar en Kalli var mættur á línuna og hreinsaði í horn.

Þegar svo dómarinn flautaði leikinn af brutust út mikil fagnaðarlæti enda voru þessi þrjú stig okkur mjög mikilvæg. Við urðum að vinna þetta til að halda í toppliðin. Svo var mikið grín og glens eftir leikinn en þá var haldið kveðjuhóf fyrir Bjarna. Hemmi grillaði glæsilega steikur og Gústi matreiddi ljúffengt salat. Skemmtiatriði voru svo haldin eftir mat með Jón Ragnar í fararbroddi en ekkert verður gefið upp með þau að svo stöddu. Þetta var fín djamm veisla en Hemmi og Gústi stjórnuðu þessu og eiga þeir hrós skilið.

Næsti leikur er gegn ÍA á föstudaginn næsta en hann verður á Kaplakrikavelli og hvetjum við alla til að mæta.

Robbi 7,5
Glæsilegur leikur hjá Robba en hann fékk lítið að gera mest allan leikinn en hann greip mjög vel inní á köflum og var öruggur í öllum sínum aðgerðum.

Haukur Már 7,0
Fínn leikur hjá Stevie og átti hann í engum vandræðum með sinn vængmann.

Hemmi 8,0
Í þessum leik kannaðist ég við hinn rétta Hemma en hann átti glæsilegan leik í gær og spilaði eins og gerði í fyrrasumar.

Kalli 8,5
Eins og ég sagði fyrr í pistlinum þá er langt síðan ég hef séð Kalla svona góðan.

Margeir 7,0
Mjög fínn leikur hjá Margeiri og eins og hjá Stevie þá átti Margeir í engum vandræðum með sinn vængmann.

Birkir 7,5
Flottur leikur hjá Birki. Barðist vel og vann vel fyrir liðið.

Hjalti 8,0
Hjalti hefur ekki spilað vel í sumar en í þessum leik sýndi hann sitt rétta andlit og spilaði feykivel.

Bjarni 8,0
Bjarni kvaddi okkur með sínum besta leik í sumar.

Haukur Ólafs 7,0
Haukur barðist vel varnarlega en það má koma meira útúr honum sóknarlega.

Árni Freyr 7,0
Árni var frekar rólegur í gær og enn einu sinni hverfur hann oft á tíðum og það getur komið svo miklu meira út úr honum ef hann bara nennir og vill.

Matti 7,0
Eins og leikurinn spilaðist þá fékk Matti úr litlu að moða en hann gerði varnarlínu Framara lífið leitt með því að pirra þá allan leikinn með stöðugum hlaupum.
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Ólafur Páll 2
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J U J U U


Síðasti leikur

Valur - FH 1 2


Næsti leikur

FH - KR
20. feb. 17:00
Egilshöll

Sigga og Timo Góa/Linda Aðalskoðun Fjölsport Fasteignastofan
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim