Fim 01.júl 2004
Komnir í 8 liða úrslit
Loksins kom sigur hjá FH-ingum. Við unnum Leikni í gær nokkuð sannfærandi 5-0. Þó er hægt að bæta mjög margt í leik okkar og hljóta menn að vera ósáttir með leik okkar þá sérstaklega fyrri hálfleikinn. Hann var arfaslakur af okkar hálfu.
Byrjunarliðið var aðeins öðruvísi en það hefur verið. Robbi var í markinu og í vörninni voru Haukur Már, Kalli, Hemmi og Margeir. Á miðjunni voru Birkir, Hjalti og Bjarni. Árni Freyr var á vinstri kanti og Haukur Ólafs á þeim hægri. Matti var svo einn frammi.
Fyrri hálfleikur var glataður af okkar hálfu og vorum við yfir 1-0 í hálfleik en Matti hafði skorað úr víti. Ekkert var að gerast og við vorum ekki að gera neitt. Engin færi og misheppnaðar sendingar alveg hægri vinstri. Svo á fyrstu 5 mínútunum í seinni hálfleik skoruðum við 3 mörk og gerðum út um leikinn. Fyrst skoraði Haukur Ólafs, Árni Freyr og Matti bættu svo við tveimur mörkum í viðbót. Þessi leikur snérist aðallega um hvað markatalan yrði stór því ekki er hægt að segja að leiknismenn hafi vaðið í færum.
Skemmtilegur viðburður átti sér svo stað þegar Tómas Leifsson kom inná þegar 25 mínútur voru eftir en hann náði að koma sér vel inní leikinn með feitasta klobba sem sést hefur lengi. Hinsvegar fór hann útaf meiddur eftir að hafa verið inná í rúmlega 10 mínútur. Svekkjandi það og kláruðu FH-ingar leikinn aðeins 10 því enginn varamaður var eftir. Birkir bætti svo við fimmta markinu þegar lítið var eftir með þrumufleyg af 25 metra færi. Lokatölur því 5-0 og mætum við ÍA í 8 liða úrslitum. Engar einkunnir verða gefnar því aðeins eru gefnar einkunnir fyrir deildarleiki. Ég get þó sagt það að einkunnirnar hefðu ekki verið háar því við spiluðum alls ekki vel.
Næsti leikur er svo á laugardaginn 3. júlí en þar fáum við Fram í heimsókn. Spurning hvort við fáum aðalvöllinn en það veltur allt á Simma vallarverði og hvernig skapi hann verður í.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Ólafur Páll |
2 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KR
|
20. feb. |
17:00 |
Egilshöll |
|
|
|