Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 20.jún 2004
Eru menn saddir eftir faxann???
Eftir fylkisleikinn fræga þá sagði ég að botninum hefði örugglega verið náð en mér skjátlaðist greinilega. Á föstudaginn síðastliðinn spiluðum við við KR-inga í Frostaskjólinu og við náðum að spila verr en á móti Fylki og ég hélt að það væri ekki hægt. Nú erum við með 3 stig eftir 4 leiki og það er auðvitað ömurlegt og ef við förum ekki að vinna leiki þá missum við bara af toppliðunum. Það er mjög erfitt að lýsa þessum leik og frammistöðu leikmanna af því þetta var svo skelfilega lélegt að það hálfa væri nóg. Ég ætla þó að reyna.

Laugi þjálfari breytti liðinu aðeins eftir breiðabliksleikinn. Gústi stóð í markinu og Jón Ragnar, Hemmi og Kalli voru í vörninni ásamt Margeiri sem kom í vinstri bakvörðinn en þar hafði Haukur Már verið í síðustu leikjum. Haukur Ólafs sem hafði verið hafsent kom á hægri kantinn. Birkir, Hjalti og Bjarni voru á miðjunni og Árni Freyr var á vinstri kantinum. Matti var svo fremstur.

Leikurinn fór rólega af stað en eftir 15 mínútna leik skoruðu KR-ingar fyrsta markið í leiknum og voru Hemmi og Kalli alveg úti að aka í því marki eins og svo oft í leiknum. Það leið ekki langur tími þar til við höfðum jafnað leikinn. Haukur Ólafs komst einn á móti markmanni og skoraði örugglega fram hjá honum. Ég hélt í byrjun að þetta mark sem við fengum á okkur hefði bara verið slys og við myndum rúlla yfir þá af því markið sem við skoruðum var eitthvað svo auðvelt. Við löbbuðum alveg í gegnum þá og þetta virkaði ekki mjög erfitt. Svo skora Kr-ingar aftur tíu mínútum seinna en við gátum reyndar ekki gert mikið í því af því dómari leiksins gaf þeim algjörlega víti. Það var eitthvað klafs í teignum og alltí einu dæmir hann víti og segir að peysutog hafi átt sér stað. Þetta var alveg fáránlegt og þetta var einn af þeim dómurum sem fara í dómgæsluna til að öðlast smá vald af því þeir eru svo miklir litlir kallar sjálfir. Leikurinn átti að snúast um hann og hann líka flautaði á allt og boltinn fékk ekkert að fljóta af því alltaf var hann búinn að flauta. KR-ingarnir skoruðu úr vítinu og staðan 2-1. Aftur liðu nokkrar mínútur og við vorum ekki lengi að jafna metin. Árni Freyr var þar að verki. Eftir það vorum við mun betri og sóttum stíft á þá og svo kom að því að við fengum víti líka og var það eiginlega alveg eins víti og KR-ingarnir höfðu fengið. Aftur var klafs í teignum og alltí einu benti dómarinn á punktinn og enginn skildi upp né niður. Matti bjó sig undir að taka vítið og tók hann það en var of svalur til að skora. Hann bombaði boltanum yfir markið og ég skil ekki alveg hvað hann var að pæla. Þetta virkaði á mig eins og hann ætlaði að setja hann uppí vinkilinn alveg easy bara. Tók varla tilhlaup og þetta fór alveg vel í mig. Rétt fyrir hálfleik þá skoruðu KR-ingar þriðja markið og aftur var það algjörlega ólöglegt mark. Gaurinn reif Hjalta niður og fór í gegn og skoraði. Dómarinn auðvitað alveg úti á túni og reif bara kjaft og hótaði spjöldum eins og flestir þessir dómarar gera. Staðan í hálfleik 3-2.

Í seinni hálfleik vorum við ekkert líklegir til að jafna leikinn og það var svo eftir klukkutíma leik að þeir skoruðu fjórða markið og voru Hemmi og Kalli svo illa staðsettir ég hugsa að ég hafi verið betur staðsettur uppí pöllum. Mér fannst nú Kalli geta bjargað þessu en því miður hitti hann ekki boltann og bombaði honum inn en hann fékk nú markið ekki skráð á sig. Svo liðu einhverjar 20 mínútur og við fengum varla færi. Svo kom fimm mínútna kafli þar sem KR-ingar gerðu þrjú mörk. Það er erfitt að lýsa þessum mörkum af því þetta var svo lélegt hjá okkur að ég er eiginlega alveg orðlaus. Eftir þessi mörk skipti Laugi svo öllum bekknum inná og kom Robbi í markið og átti fína innkomu. Varði einu sinni einn á móti einum en var reyndar tæpur einu sinni að fá á sig mark en bjargaði sér fyrir horn. Lokatölur því 7-2.

Að tapa 7-2 fyrir þessu KR liði er svo ógeðslega lélegt að ég held að menn geri sér ekki alveg grein fyrir því hversu lélegt það er. Það vantaði t.d. allar stjörnurnar hjá KR-ingunum. Kjarri er bara í mfl. og Elmar hetja sem allir segja mesta efni okkar Íslendinga í háa herrans tíð var ekki heldur með. Svo var líka einhver Gunni sem á víst að vera algjör sprengja þarna frammi ekki heldur með þannig að þið sjáið að það vantar nokkra lykilmenn í liðið hjá þeim. Og við töpuðum fyrir þeim 7-2! Okkar lið er sko langt frá því að vera lélegt. Við erum með klassa leikmenn í mörgum stöðum en það virðist vera eitthvað mikið að hausnum á mönnum. Þetta er örugglega lélegasta KR lið í öðrum flokki í marga áratugi. Næsti leikur er á móti Fjölni á fimmtudaginn næsta. Hann er okkur mjög mikilvægur og ef hann vinnst ekki þá getum við bara gleymt þessu.

Gústi 5,0
Gústi stjórnaði vörninni engan veginn. Hann lét ekkert heyra í sér heyra og það er algjört must að markmaður láti í sér heyra af því hann sér nú völlinn best. Að fá svo sjö mörk á sig í leik er ekki gott en hann átti nú kannski ekki mikinn þátt í mörkunum. Þar var bara lélegur varnarleikur á ferð.

Jón Ragnar 5,0
Lélegur leikur hjá Jóni eins og allri vörninni.

Hemmi 4,5
Lélegasti leikur hjá Hemma sem ég hef séð hann spila.

Kalli 4,5
Það er mjög langt síðan ég sá Kalla svona lélegan.

Margeir 5,0
Margeir er ennþá að komast í leikform eftir erfiði veikindi og á ennþá langt í land með að komast í sitt besta form.

Birkir 5,0
Lélegar sendingar og hvarf nokkrum sinnum í leiknum. Lagði reyndar upp eitt mark með fallegri sendingu inn fyrir en Birkir er betri en þetta.

Hjalti 5,0
Hjalti er ennþá að leita að sínu besta formi en hann barðist þó allan tímann og er það eitthvað sem margir í liðinu ættu að taka sér til fyrirmyndar.

Bjarni 5,0
Slakur leikur hjá Bjarna og hann á svo miklu meira inni.

Haukur Ólafs 5,0
Barðist vel en það kom ekkert út úr honum annars.

Árni Freyr 5,0
Lélegur leikur hjá Árna eins og hjá flestum hans félögum.

Matti 4,5
Mjög slakur leikur hjá Matta og hann hlýtur að vera ósáttur að skora ekki á móti svona lélegri vörn. Gerðist ekkert hjá honum og sást varla í leiknum.
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Ólafur Páll 2
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J U J U U


Síðasti leikur

Valur - FH 1 2


Næsti leikur

FH - KR
20. feb. 17:00
Egilshöll

Fjölsport Góa/Linda Aðalskoðun Sigga og Timo Fasteignastofan
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim