Fim 10.jún 2004
Ömurlegt tap gegn Breiðablik staðreynd
3 stig eftir þrjá leiki er auðvitað mjög lélegt hjá okkur og er ég alveg viss um að flestir séu sammála mér þar. Í gær töpuðum við fyrir Breiðablik 2-3. Í augnablikinu er liðið að spila mjög illa og þurfa menn all harkalega að fara að hugsa sinn gang ef við viljum ekki bara enda um miðja deild.
Engar breytingar voru gerðar á liðinu eftir HK leikinn og hefur því sama lið byrjað alla leikina okkar í sumar. Við byrjuðum mjög vel og var ég byrjaður að sjá fyrir mér stóran sigur okkur í hag. Fyrstu 15 mínúturnar áttum við leikinn algjörlega og Blikar fóru ekki yfir miðju. Við uppskárum mark mjög snemma. Haukur Ólafs hamraði boltann inn eftir að Kalli hafði skallað í stöng. Þá hélt ég að menn yrðu hungraðari í fleiri mörk en annað kom á daginn. Blikar sóttu hægt og bítandi í sig veðrið og jöfnuðu svo um miðjan hálfleik. Algjört aulamark og ef menn er vakandi en ekki bara horfandi uppí himinn þá er svo auðvelt að koma í veg fyrir svona. Ég ætla ekki að nafngreina neina en sumir einstaklingar í liðinu voru alveg skelfilegir í gær og það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að horfa uppá svona frammistöðu af því þeir geta svo miklu betur. Stundum er eins og menn nenni þessu ekki og reyni ekkert að líta í eigin barm og skoða aðeins sjálfan sig. 1-1 í hálfleik og allt í járnum. Seinni hálfleikur byrjaði rólega en við gerðum ekkert og Blikarnir voru miklu líklegri að skora en við. Þeir komust svo yfir með enn einu aulamarkinu. Kantmaðurinn labbar framhjá Hauki Má inní teig og skýtur svo úr þröngu færi í stöngina fjær en ekki nóg með það, hann fékk boltann aftur og skoraði. Og varnarmennirnir okkar stóðu bara og horfðu. Andleysið er svo gríðarlegt í liðinu að það hálfa væri nóg. Það er enginn sem rífur liðið áfram og reynir að gera eitthvað að viti. Það er reyndar bara hægt að nefna nokkra menn sem reyndu eitthvað. Jón Ragnar reyndi stöðugt að búa til spil og komast upp kantinn en fékk litla hjálp. Matti og Bjarni virkuðu einnig líflegir en hinir voru bara hættir og voru löngu búnir að gefast upp. Blikarnir skoruðu þriðja markið um miðjan seinni hálfleik. Ekkert var að gerast hjá okkur þá og ég sá alveg frammá að þeir myndu bara gera fleiri mörk. Síðustu 15 mínúturnar fóru Blikarnir svo ekki yfir miðju og við pressuðum þá mjög á þá en það gerðist ekki neitt. Við fáum engin færi og hugmyndaleysið er svo gríðarlegt að það er eins og enginn viti hvað hann eigi að gera við boltann. Matti náði reyndar að pota boltanum yfir línuna þegar svona 7 mínútur voru eftir. Eftir það gerðist ekkert annað en það að Matti skaut rétt framhjá frá vítateignum. Dómarinn flautaði svo leikinn af og Blikar fögnuðu eins og titillinn væri í höfn. Það er alveg greinilegt að við fáum öll lið alveg bandbrjáluð á móti okkur enda ekki furða þar sem við vorum yfirburða lið í fyrra. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að allir vilja vinna FH og lækka í þeim rostann.
Svo er eitt sem er svo heimskulegt og óþolandi. Það er þegar við fáum mark á okkur og þá taka ákveðnir menn sig til og byrja að kalla eitthvað "rífum okkur upp" svona frasa, þetta er svo lélegt eitthvað og þessir menn reyna svo ekki að gera neitt sjálfir. Ef menn myndu bara horfa á sjálfan sig og pæla aðeins hvort ég sjálfur geti ekki bætt mig þá myndi þetta ganga svo miklu betur.
Ég vil alls ekki vera neikvæður en ég er bara að segja staðreyndir og ég held að menn séu almennt sammála mér. Við vinnum bara rest! Við getum það alveg ef við viljum og nennum. Næsti leikur er á móti KR 18. júní í frostaskjólinu og verður sá leikur að vinnast ef við ætlum okkur eitthvað í sumar.
Gústi 5,0
Gústi er bara búinn að vera mjög óöruggur og sjálftraustið er greinilega ekki mikið hjá honum þessa dagana. Ég vil meina að hann eigi að verja t.d. boltann í fyrsta markinu og þriðja jafnvel líka. Efast um að hann sé sammála mér en þetta er bara mín skoðun.
Johnny Ragg 7,0
Bestur hjá okkur í gær. Var góður varnarlega og fór oft upp kantinn í leiknum. Áberandi var líka að hann gafst ekki upp þegar við lentum undir og reyndi stöðugt að gera eitthvað með boltann.
Haukur Ólafs 5,0
Var lélegur í gær og hann veit það best sjálfur held ég. Staðsetningarnar hjá honum voru lélegar og hann var í engum takti.
Hemmi 5,0
Lélegur leikur hjá fyrirliðanum og er ekki að stjórna vörninni eins vel og hann gerði í vorleikjunum.
Haukur Már 5,0
Einhver lélegasti leikur hjá Hauki sem ég hef séð hann spila. Alveg út á túni á köflum og lét fara alveg hrikalega illa með sig í öðru markinu.
Kalli 5,0
Var einnig mjög lélegur. Einhversstaðar heyrði ég að hann hafi verið slappur fyrir leikinn en mér er alveg sama. Sendingarnar hjá honum voru alltof oft á mótherja og hann getur svo miklu betur.
Birkir 5,0
Sama og hjá Kalla. Sendingar alveg vonlausar stundum. Það má líka alveg heyrast meira í Birki í leikjum.
Árni Freyr 5,5
Var mjög góður í fyrri hálfleik og tætti vinstri bakvörðinn í sig. Átti svaðalegar rispur en enn einu sinni hverfur hann algjörlega í seinni hálfleik og svo hengir hann haus þegar hlutirnir ganga ekki upp. Það hefur aldrei komið mönnum langt.
Hjalti 5,0
Sást ekki oft á tíðum og það er ekkert að koma útúr Hjalta í augnablikinu. Hann verður að finna sitt gamla góða form því Hjalti er mjög mikilvægur í sókninni.
Bjarni 5,5
Lélegur leikur hjá Bjarna og hefur engan veginn verið að standa sig í byrjun móts. Bjarni á aðeins 2-3 leiki eftir hjá okkur því hann fer til Everton 5. júlí. Hann verður að kveðja okkur með alvöru leikjum núna og virkilega sýna af hverju hann er búinn að semja við Everton. Fær extra prik af því hann gafst ekki upp og reyndi stöðugt að gera eitthvað.
Matti 5,5
Sást ekkert í fyrri hálfleik en var mun betri í þeim síðari. Var okkar besti maður í lokin og náði að skora.
Að lokum vil ég minnast á línuverði leiksins en þeir voru alveg óaðfinnanlegir. Þeir voru Emil Hallfreðsson og Víðir Leifsson. Emil stóð sig mjög vel miðað við aðstæður því hann var með Salí Heimi Porca alveg kolbrjálaðann allan leikinn og hann lét Emil heyra það nokkrum sinnum. Heyrst hefur að Porca sé víst eitthvað fúll út í Emil af því Porca átti víst upprunalega að taka trikkin frægu sem Emil hefur verið að sýna í Landsbankaauglýsingunni frægu.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Ólafur Páll |
2 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KR
|
20. feb. |
17:00 |
Egilshöll |
|
|
|