Fim 03.jún 2004
Risinn er vaknaður
Eftir semí blund vöknuðu FH-ingar og slátruðu HK mönnum í blíðskaparveðri á Smárahvammsvelli fyrir framan 39 áhorfendur. Lokatölur urðu 0-5 en sigurinn hefði átt að vera stærri.
Já það er sko hægt að segja að dagurinn í gær hafi verið merkilegur. Óli forseti skrifaði ekki undir fjölmiðlafrumvarpið, Addi Vidd eignaðist sitt fyrsta barn og fékk hún nafnið Sunna Líf og dagurinn endaði svo á því að við FH-ingar fengum okkar fyrstu þrjú stig í öðrum flokknum. Annars var liðið alveg eins og á móti Fylki. Gústi var í markinu og Johnny Ragg, Hemmi, Haukur Ólafs og Haukur Már voru aftastir. Kalli var djúpur á miðjunni með Birki fyrir framan sig. Hjalti og Bjarni voru á köntunum og Árni Freyr og Matti voru fremstir en Árni Freyr var fyrir aftan Matta og átti að hjálpa miðjunni mun meir en Matti.
Lítið fréttnæmt gerðist í fyrri hálfleik en við fengum þó einu færi leiksins og fékk Árni Freyr það besta mjög snemma í leiknum þegar hann lenti einn á móti markmanni HK en boltinn lak framhjá stönginni. Á köflum var leikurinn mjög rólegur og lítið gerðist. Ég og Pési Sig gátum meira að segja talað um kellingar að vild án þess að vera truflaðir af áhugaverðum sóknum. Staðan í hálfleik var 0-2 og höfðu Árni Freyr og Bjarni skorað mörkin okkar.
Seinni hálfleikur var mun skemmtilegri og skoruðum við mjög glæsilegt mark í byrjun síðari hálfleiks. Árni Freyr var eitthvað að leika sér með boltann nálægt vítapunktinum og sendi boltann út á kant til Hjalta sem sendi strax fyrir á Matta sem hamraði hann inn viðstöðulaust. Glæsilegt mark þar sem boltinn fékk að fljóta eins og hann á að gera. Við héldum áfram að sækja en náðum ekki að koma honum í netmöskvana fyrr en HK menn urðu fyrir því óláni að gera sjálfsmark. Fimmta og síðasta markið kom svo rétt fyrir leikslok þegar Matti elti langa sendingu fram og komst framhjá markmanninum og renndi boltanum örugglega í markið.
Þetta var annars fínn leikur hjá okkur og við gerðum það sem þurftum að gera. Við spiluðum ekkert rosa vel en ég hefði viljað sjá okkur vinna leikinn mun stærra. Einkunnirnar hækka núna aðeins enda ekki von þar sem varla er hægt að lækka í einkunn eftir fylkisleikinn. Þar vona ég að botninum hafi verið náð.
Gústi 7,0
Var öruggur og gerði nánast engin mistök. Það reyndi ekki mikið á hann en hann hélt hreinu og það er auðvitað gott.
Johnny Ragg 7,0
Mjög solid leikur hjá Johnny og hélt sínum manni alveg niðri. Hjálpaði vel Hjalta og gerði fá mistök.
Haukur Ólafs 7,0
Líka fínn leikur hjá Hauki. Hann og Hemmi stigu varla feilspor í leiknum og náðu mun betur saman en á móti Fylki.
Hemmi 7,0
Sama og hjá Hauki bara. Þeir voru mjög fínir og steig Hemmi frekar nokkur dansspor heldur en feilspor.
Haukur Már 6,5
Haukur var svona ágætur en var á köflum svolítið tæpur og virkaði ekki eins öruggur og hinir félagar hans í vörninni. Samt ágætis leikur hjá honum.
Kalli 7,5
Mér fannst Kalli bestur á vellinum í fyrri hálfleik en það hægði aðeins á honum í þeim síðari en annars mjög góður leikur hjá Kalla.
Birkir 7,0
Góður leikur hjá Birki og mjög fín vinnsla hjá honum. Barðist allan tímann og gott að hafa svona vinnuhest á miðjunni sem er í klafsinu allan leikinn.
Árni Freyr 7,5
Var okkar hættulegasti maður í fyrri hálfleik og átti að vera búinn að setja nokkur þá en svo hverfur hann oft á tíðum og kemur svo allt í einu með eitthvað svaka move. En á meðan hann spilar vel þá kvarta ég ekki.
Hjalti 6,5
Hjalti var rólegur í leiknum og skilaði svona sínu en ekkert meir. Gerði hinsvegar mjög vel í þriðja markinu með flottri sendingu á Matta.
Bjarni 7,5
Bjarni átti ágætis rispur í fyrri hálfleik og var oft mjög hættulegur. Var samt mun betri í þeim síðari og það kom meira út úr honum þá. Síðustu 20 mínúturnar var hann allt í öllu hjá okkur og fóru eiginlega allar sóknir okkar í gegnum hann þá.
Matti 7,0
Fínn leikur hjá Matta. Skoraði tvö mjög góð mörk og vann vel frammi.
|
|
<< Eldri frétt Nýrri frétt >>
|
|
Staðan |
Íslandsmeistarar 2004
Sæti |
Félag |
Stig |
1. |
FH |
37 |
2. |
ÍBV |
31 |
3. |
ÍA |
31 |
4. |
Fylkir |
29 |
5. |
Keflavík |
24 |
6. |
KR |
22 |
7. |
Grindavík |
22 |
8. |
Fram |
17 |
9. |
Víkingur |
16 |
10. |
KA |
15 |
|
Markahæstir |
Pétur Sigurðsson |
3 |
Ólafur Páll |
2 |
Tómas Leifsson |
1 |
|
Síðustu leikir |
|
Síðasti leikur |
|
Næsti leikur |
FH - KR
|
20. feb. |
17:00 |
Egilshöll |
|
|
|