Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Mán 31.maí 2004
Fyrirliðinn svarar fyrir sig
Við höfðum samband við fyrirliðann Hermann Valdimar Jónsson og lögðum nokkrar spurningar fyrir hann.

Hvað klikkaði í leiknum á móti Fylki?

Það sem mér fannst klikka var að það vantaði alla stemmningu í hópinn fyrir leikinn og allir voru frekar andlausir. Mér fannst oft á köflum að menn finndu til ábyrgðarleysis og að þeir þyrftu bara að hugsa um sinn leik, sem gengur náttúrulega ekki hjá liðsheild. Það eru nefnilega ekki margir sem fatta að þó þeir séu að spila illa þá geta þeir bætt það upp með því að berjast fyrir næsta mann og láta í sér heyra sem mér fannst lítið bera á í þessum leik. En við panikkum ekkert, fyrsti leikur búinn og kannski ágætt að losna við þessa pressu sem stafar af öllum sigrunum í fyrra og kemur mönnum niður á jörðina og nú er stefnan sett upp á við og við ætlum okkur á toppinn.


Nú var vörnin oft mjög opin og stundum eins og gatasigti.... hver er skýringin?

Það er alltaf gott að segja að vörnin var léleg þegar leikir tapast en mér finnst samt að menn verði að athuga að vörnin byggist nú ekki bara á þessum fjórum öftustu (þó við vorum hörmulegir á köflum). Það verður náttúrulega að horfa á varnarleik liðsins í heildina, hann var mjög slakur. Ég held að þetta hafi bara stafað af áhugaleysi. En við bara setjum í götin, við kunnum það allir. Þá vonandi kemur sóknarleikurinn sem var nú ekki upp á marga fiska því ég taldi ekki eitt færi í þessum blessaða leik. Þannig að við þurfum að gera meira heldur en að stoppa upp í göt.


Nú ganga sögur um að þú hafir ekki gengið heill til skógar vegna þess að þú hafir fengið þér nýtt tattú á mjóhrygginn fyrr í vikunni... er eitthvað til í þessu?

Nei þetta er nú ekki rétt en ég var samt að fá mér piercing á óþægilegan stað á milli rasskinnanna. Ég var samt tognaður í ökkla og var frekar svartsýnn fyrir leikinn að ég gæti spilað því daginn áður þá lenti ég í því að sparka frekar fast í jörðina en þetta er góð hugmynd og kannski ætti maður að skella einu á bakið, eða þar að segja ef við VINNUM TITILINN!!!


Næsti leikur er svo gegn HK á miðvikudaginn... hvernig leggst hann í þig?

Já næsti leikur er á móti HK og hann leggst frekar vel í mig. Okkur hefur nú alltaf gengið vel með HK, við verðum bara að gleyma fylkisleiknum og rúlla yfir HK. Menn verða bara að rífa sig upp, þjappa sér saman og berjast fyrir hvorn annan, því það er nóg af hæfileikum í þessu liði og ekki má gleyma fegurð, þar sem við erum hver öðrum fallegri. En ég hvet alla til að mæta og styðja FH því þarna verður endurkoma í lagi.

<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Íslandsmeistarar 2004

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Pétur Sigurðsson 3
Ólafur Páll 2
Tómas Leifsson 1


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
J U J U U


Síðasti leikur

Valur - FH 1 2


Næsti leikur

FH - KR
20. feb. 17:00
Egilshöll

Fasteignastofan Aðalskoðun Góa/Linda Fjölsport Sigga og Timo
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim