Heim
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Könnun Spjallið Annar flokkur Tenglar Myndir Sendu póst
Lau 29.maí 2004
Tap gegn Fylki í fyrsta leik
Það er nokkuð ljóst að við gerum ekki góða hluti í sumar með svona spilamennsku. Margt þarf að laga og við fengum ekki einu sinni eitt færi í leiknum. Það segir svona allt um spilamennsku okkar í dag.

Gústi var í markinu og miðverðir voru Haukur Ólafs og Hemmi. Haukur Már var svo vinstri bakvörður og Johnny Ragg var hægri bakvörður. Fyrir framan vörnina var svo Kalli og á köntunum voru Árni Freyr og Hjalti. Birkir og Bjarni voru á miðjunni en Bjarni var meira framliggjandi og átti að hjálpa Matta sem var einn fremstur.

Það gerðist eiginlega ekkert í fyrri hálfleik og þeir fáu áhorfendur sem létu sjá sig gátu alveg farið til húsvarðanna og fengið sér tíu dropa án þess að missa af miklu. Mikið var um kýlingar hjá báðum liðum og ekki var mikið um flott spil. Völlurinn var náttúrulega ekki góður og kannski erfitt að ná boltanum niður og spila en það var eins og við reyndum ekki einu sinni. Mér fannst samt Fylkismenn líklegri til að skora allan tímann þó svo þeir hafi ekki skapað sér mörg færi en allavega sköpuðu þeir sér færi annað en við gerðum. Dómari leiksins er okkur FH-ingum kunnugur enda hefur hann eyðilagt nokkra leiki okkar í gegnum tíðina. Hann verður seint talinn góður dómari þó svo hann hafi sloppið ágætlega frá þessu í dag. Ég er klárlega ekki að kenna honum um ósigur okkar í dag. Það skrifast allt á okkur en ég skil bara ekki af hverju hann fær að dæma ennþá í dag. Ég hef séð marga leiki sem hann hefur dæmt og það verður allt brjálað í öllum þessum leikjum og alltaf missir hann tökin á leikjunum sínum. Hann var tæpur í dag að missa leikinn frá sér. Eftir að hann gaf okkur vítið þá urðu fylkismenn skiljanlega ósáttir. Ég sá ekkert gerast í teignum, markmaðurinn kýldi bara boltann frá og Bjarni lá eftir í grasinu og víti var dæmt. Það botnaði enginn upp né niður og ég held nú að hefði þetta gerst hinum megin á vellinum og Fylkir hefði fengið víti þá hefði nú heyrst eitthvað í okkur FH-ingum. Stuttu seinna átti FH-ingurinn Haukur Ólafs að fá rautt spjald fyrir rudda tudda tæklingu á Eyjólfi Héðinssyni. Hún var mjög ljót og má Haukur teljast heppinn að hafa fengið að klára leikinn. Eftir þetta voru leikmenn mjög æstir en svo róaðist þetta og dómarinn andaði léttar.

Seinni hálfleikur var aðeins fjörugri og komst Fylkir snemma yfir með marki frá Alberti Ingasyni. Svo fengum við vítið umdeilda og Matti jafnaði fyrir okkur. Fylkir hélt áfram að sækja og voru miklu líklegri til að komast yfir og barst svo boltinn yfir vörnina okkar og kom Gústi út úr markinu og eitthvað misheppnaðist hjá honum úthlaupið því Albert Ingason fékk alltí einu boltann og renndi honum í autt markið. Við gerðum ekkert í málinu og stuttu seinna fullkomnaði Albert þrennu sína og sigur fylkismanna öruggur.

Ég held ég geti ekki nefnt einn leikmann hjá okkur sem var góður í leiknum og verða því einkunnirnar ekkert spes í dag. Við verðum bara að gleyma þessum leik sem fyrst og einbeita okkur að næsta. Þetta var skelfilegur leikur hjá okkur í dag og langt síðan ég sá okkur svona lélega.

Gústi 5,0
Gústi virkaði ekki öruggur í dag og var stundum mjög tæpur í úthlaupum sínum. Eitt af þessum úthlaupum kostaði okkur svo mark þegar Fylkir komst í 2-1. Hann veit held ég alveg hvað hann gat í leiknum og fer þetta bara allt í reynslubankann.

Johnny Ragg 5,5
Var fínn í fyrri hálfleiknum en missti kantmanninn nokkrum sinnum framhjá sér í þeim síðari. Mátti líka alveg koma oftar í overlappið með Árna Frey því Johnny er með klassa fyrirgjafir.

Haukur Ólafs 6,0
Mér fannst Haukur Ólafs alveg með skárri mönnum í þessum leik og barðist allann tímann. Verður samt að passa sig á tæklingunum því við megum ekki missa menn í leikbönn og svoleiðis rugl.

Hemmi 5,0
Spilaði mjög undir getu og missti strikerinn nokkrum sinnum framhjá sér í leiknum þá sérstaklega í seinni hálfleik.

Haukur Már 5,0
Var slakur í leiknum og skil ég ekki hvað gerðist hjá Hauki í dag af því hann hefur verið mjög fínn í faxanum og eignað sér þessa stöðu nánast. Getur miklu betur

Kalli 5,5
Ekki góður leikur hjá Kalla og voru sendingar að klikka mikið hjá honum í dag.

Birkir 5,5
Sama og hjá Kalla, sendingar klikkuðu mikið hjá Birki. Völlurinn auðvitað ósléttur en það verður að vanda þetta.

Árni Freyr 5,5
Var mjög sprækur í fyrri hálfleik og jarðaði vinstri bakvörð Fylkis nokkrum sinnum. Ég skil bara ekki af hverju hann gerði ekki meira af því þar sem bakvörðurinn var enginn Carlos. Hvarf algjörlega í seinni hálfleik.

Hjalti 5,0
Gerðist lítið hjá Hjallanum í dag og var alltof lítið í boltanum.

Bjarni 5,0
Eins og Hjalti þá var Bjarni alltof lítið í boltanum og hvarf oft á tíðum.

Matti 6,0
Hann og Haukur Ólafs standa uppúr að mínu mati í þessum leik. Það er erfitt að vera einn frammi en Matti reyndi stöðugt. Svo er hann ekki 100% þessa dagana þar sem beinhimnubólgan er eitthvað að stríða honum. Við verðum að hafa Matta 100% ef við ætlum okkur eitthvað í sumar.

<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 37
2. ÍBV 31
3. ÍA 31
4. Fylkir 29
5. Keflavík 24
6. KR 22
7. Grindavík 22
8. Fram 17
9. Víkingur 16
10. KA 15


Markahæstir

Allan Borgvardt 8
Atli Viðar Björnsson 6
Emil Hallfreðsson 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
U T U T J


Síðasti leikur

FH - Aachen 0 0


Næsti leikur

FH - Leiknir
23. jan. 19:00
Egilshöll

Fjölsport Góa/Linda Aðalskoðun Fasteignastofan Sigga og Timo
2004 This.is/FH Hönnun: DesignEuropA
Heim