www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Sun 09.maí 2004    Þessi frétt hefur verið skoðuð 272 sinnum.
Bjarni Víðir Pálmason
Bjarni Víðir Pálmason er FH-ingurinn

1) Af hverju FH?
Það er nú frekar auðvelt að segja frá því, pabbi var í FH í fótboltanum og handboltanum og svo var mér hent á æfingar í 7. flokki ca 5 ára gömlum eða hvað það nú var. Svo er ég Hafnfirðingur og ég hef alist upp í þessu frábæra félagi í gegnum tíðina og ég er og verð alla tíð FH-ingur

2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.
Úffff þessi er ekki létt vegna þess að maður er nú ekki með alltof gott minni til að muna svona hluti, en aftur á móti man ég það að þegar ég var yngri og var mættur í Krikann var aðalega spilaður fótbolti á grasbalanum fyrir ofan markið sem stendur austan megin og ég er bara ekki frá því að sú hefð standi enn hjá yngri kynslóðinni sem mætir á leikina í Krikanum.
Einnig man ég eftir því á yngri árunum hékk ég alltaf upp í stúku með honum afa mínum, Jóni Pálmasyni, og skemmtum við okkur alltaf vel saman á leikjunum.

3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.
Þetta er mjög auðveld frásögn og létt að segja frá henni.
Fyrst maður er nú ekki það minnugur aftur í tíman þá eru tveir leikir sem standa upp úr á síðasta tímabili og eru það leikurinn við KR í undanúrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli þegar við unnum þá þar 3-2. Þvílík og önnur eins stemmning sem var þar, ég vildi óska þess að það væri hægt að byggja upp svoleiðis stemmningu fyrir hvern einasta leik í deildinni ... þá færum við mjög langt.
Og svo er það bara besti leikur sem ég hef séð. 7 – 0 þarf ég að segja meira, nei ég hélt ekki ég held að hver einasti maður viti hvað ég er að tala um.
Þessi sigur á KR 7 – 0 var bara einn rosalegasti knattspyrnuleikur sem ég hef séð á Íslandi og hef ég nú séð þá mjög marga og ekki skemmdi svo fyrir þetta stórkostlega FH-ball seinna um kvöldið.

4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna?
Að sjálfsögðu verð ég að segja að hann faðir minn, Pálmi Jónsson, hafi verið uppáhaldsleikmaðurinn minn.
Hann náði því afreki að vera valinn besti leikmaður FH árið 1988 að mig minnir og svo er hann næst leikjahæsti FH-ingurinn með 150 leiki í efstu deild og næst markahæsti FH-ingurinn með 31 mark í efstu deild. Hann var mjög góður leikmaður og er enn í fullu fjöri í Sörlaboltanum með fleiri góðum mönnum þar.
Svo að sjálfsögðu má ekki gleyma Hödda Magg sem varð markakongur 2 ár í röð og var bara "skorer" af Guðs náð. Réttur maður á réttum tíma.

5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?
Nú verð ég aftur að viðurkenna að ég er ekki sérlega minnugur í þeim efnum en til að segja eitthvað, þá voru öll mörkin 7 eftirminnileg í 7 – 0 sigrinum og pæla í því.......
...Gummi Sæv bara með hattrick !!!

6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?
Þarna árið þegar við fórum upp í efstu deild eftir margra ára dvöl í næst efstu deild og svo auðvitað sigrarnir tveir á móti KR í fyrra........þeir voru æðislegir.

Ein versta stund mín er þegar FH tapaði fyrir Val í úrslitaleik Bikarkeppninnar þegar pabbi (Pálmi Jónsson) var að spila, ég varð frekar mikið fúll, ég man það líka að leikurinn endaði jafntefli svo liðin urðu að spila annan leik og þar töpuðum þeir....frekar fúlt.

7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?
Fernando Morientes. Geta Madridar-menn ekki lánað okkur hann líka??
Ég myndi alls ekki vilja sjá einn einasta United-mann í FH-treyju, það myndi skemma mikið fyrir mér.

8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?
Í gegnum tíðina sem ég man eftir hafa FH-ingarnir átt í erfiðleikum með ÍA finnst mér persónulega.
Annars eru FH bara bestir svo ég hef ekki áhyggjur af þessu.

9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?
Þetta er allt í góðum málum hjá Þóri og félögum svo ég hef ekkert út á þá að setja, en annað sem ég vil taka fram er það að ég vil fara að sjá fleira fólk á heimaleiki FH og koma með meiri stemmningu.

10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?
Það yrði svona......má ég hafa varamenn líka? það eru svo margir góðir leikmenn í FH í gegnum tíðina.
Leikkerfi 4-3-3

Daði Lár

Hilmar Björns - Tommy Nilsen - Sverrir Garðars – Addi Vidd

Jón Þ. Stefánsson - Heimir Guðjósson - Andri Marteinsson

Pálmi Jónsson - Hörður Magnússon - Allan Borgvardt


Og varamenn yrðu........

Stefán Arnarsson
Ólafur Helgi Kristjánsson
Auðun Helgason
Hallsteinn Arnarson
Þórir Jónsson

11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?
Alltaf sama gamla góða liðið. ARSENAL

12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?
Eftir 10 ár sé ég FH-liðið enn meira stórveldi en það er núna.
Eigum við ekki að segja að liðið verði búið að vinna stóra titilinn langþráða (ég spái því reyndar að það muni ske núna í haust) og þeir gera góða hluti í Evrópukeppninni.
Svo enn einu sinni að minnast á það. Ég sé fyrir mér stóran samheldan hóp áhorfenda á hverjum leik í Krikanum og stemmningin í þessu liði verður orðin rosalega mikil.

13) Hvernig fer næsti leikur?
FH – KR í úrslitaleik Deildarbikarsins.......FH vinnur 3 – 1 (FH vann 2:1)
Svo eftir viku í Frostaskjóli vinnum við 2 – 0

ÁFRAM FH
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Dominos Hraunhamar Saltkaup Avion Group Fasteignasalan Ás
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim