www.musikogsport.net
Fréttir Leikdagar/skýrslur Leikmenn Viðtöl Pistlar Skóhillan FH-ingurinn Lög og textar Spjallið Tenglar Myndir Sendu póst
Mið 05.maí 2004    Þessi frétt hefur verið skoðuð 237 sinnum.
Ólafur Þ. Harðarson
Ólafur Þ. Harðarson er FH-ingurinn

1) Af hverju FH?

Þegar ég flutti til Hafnarfjarðar haustið 1960 og byrjaði í 9. ára bekk í Barnaskóla Hafnarfjarðar (við Lækinn) voru allir strákarnir í bekknum í FH nema einn (kollega minn, Frikki Jóns, var í Haukum, en vitkaðist síðar og lék lengi í markinu með FH). Ættin var líka höll undir FH: Hallsteinn og afi voru vinir, byggðu saman hús á Tjarnarbraut 11. Og móðurbróðir minn, Kristján Bersi var betri (skoraði meira) en Raggi Jóns (segir Raggi) þegar þeir voru í 3ja flokki í handboltanum – Bersinn hafði að vísu ofboðslega hlægilegan skot-stíl (segir Raggi). Þegar ég flutti til Hafnarfjarðar 1960 bjó ég á Hvaleyrarbraut og þar voru allir í Haukum. Tryggvi bróðir gekk í Hauka. Ég lamdi hann í mánuð, þá skipti hann í FH. Hann er ennþá að þakka mér!

2) Segðu okkur frá fyrstu ferðinni á FH-leik sem þú manst eftir.

Það var á handboltaleik í Hálogalandi uppúr 1960, Fram-FH, sem slógust alltaf um titilinn á þessum árum. Fyrst var farið í Hafnarfjarðarstrætó til Reykjavíkur og síðan í innanbæjarstrætó í Hálogaland. Ég fékk að sitja uppí einhverri grind og sjá um markatöfluna (handhelda). Svindlaði ekki. Við unnum samt.

3) Segðu okkur frá eftirminnilegum leik.

Sá besti var leikurinn við Víking í Krikanum, sem endaði 4-3, en var 0-3 þegar fjórar mínútur (minnir mig) voru eftir. Smári Geirsson, Nobbara-leiðtogi, var með mér á leiknum, hann heldur með Þrótti Neskaupstað, Víkingi, Haukum og Crystal Palace. Hann stríddi mér í 89 mínútur þennan dag. Fór svo. Sá versti var fyrsti leikurinn sem FH spilaði í efstu deild, 7-1 á Skaganum, fyrir þá gulu. Sem betur fer vorum við með smá-skota í Akraborginni (fyrir og eftir leik).

4) Hver er uppáhaldsleikmaður þinn og hvers vegna? (Núna/í gegnum tíðina)

Uppháldsmaðurinn minn núna er Allan Borgvart, af því að hann er svo flinkur og skemmtilegur og leikur svo vel með skrokkinn á sér og boltann (einsog Geiri Hallsteins). Hann er betri en uppáhaldsmaðurinn minn á undan honum, Óli Dan. Óli sólaði alltaf að marklínu, en í vildi hafa markið flottara, sólaði aftur útfyrir markteig til að negla í vinkilinn... og missti boltann (alltaf). En Óli Sínu var samt lang-flottastur (fyrir utan Begga snúð í senternum og Ragga bróður hans í markinu).

5) Hvert er eftirminnilegasta markið sem skorað hefur verið í Krikanum?

Það var í handbolta ... spyrjiði Guðmund Petersen ... eða hvaða Haukamann sem er...

6) Hver hefur verið besta stundin sem FH aðdáandi? En sú versta?

Þær bestu eru titlar. Margar slíkar í handbolta og frjálsum. Ekki í fótboltanum ... en fer að koma ..... Sú versta er þegar leikmenn tolleruðu þjálfarann og við hin grétum af gleði yfir að hafa komist upp í efstu deild... og svo var einhver með útvarp! (Reyndar ein enn verri: 1989 var ég í Washington DC og alltaf í talsímanum til Hafnarfjarðar. Þurftum bara að vinna falllið Fylkis til að verða Íslandsmeistarar...æ! æ! æ!)

7) Hvaða leikmann viltu sjá í FH treyju? Og hvern viltu alls ekki sjá í FH treyju?

Helst: Ef ég huxa hégómlega og heiðarlega: sjálfan mig! Síst: Ef ég huxa um FH: sjálfan mig!

8) Hverjir eru verstu andstæðingar FH að þínu mati?

Mér er verst við Fram, það er arfur frá handboltanum uppúr 1960. Og núna björgum við þeim frá falli í fótboltanum ár eftir ár. Sú sex-stiga-gjafmildi kostaði okkur Íslandsmeistaratitil sumarið 2003! Seinni árin finnst mér hins vegar Skagamenn spila leiðinlegastan bolta, ruddabolta. (Bestu andstæðingar FH eru hinsvegar KR, sem eru í sauðalitunum eins og við. Spurning: Á hvaða velli hefur FH unnið flesta ósanngjarna sigra? Rétt svar: Í Kaplaskjóli).


9) Hverju myndir þú breyta hjá FH?

Kannski er kominn tími til að vinna titla í fleiru en frjálsum.

10) Hvernig myndir þú stilla upp liði ef þú gætir valið úr öllum leikmönnum FH fyrr og síðar?

Markvörður: Dr. Friðrik vinur minn Helgi Jónsson, þetta er klíka.
Hægri bakvörður (bakk): Óli H. frændi Kristjánsson, hann er besti fótboltamaður í minni ætt (við erum bara ekki betri!)
Vinstri bakvörður (bakk): Viddi Halldórs, ekki fyrir fæturna heldur kjaftinn (nema hvorutveggja sé). Ég held líka að Viddi muni taka öllum öðrum uppástungum illa (svo ekki sé talað um Jónsa...eða Gunnsu).
Miðframvörður: Dýri Guðmundsson, hann var með mér í bekk og söng í FH-bandinu.
Hægri framvörður: Albert Eymundsson, hann var með mér í bekk löngu síðar og við umgengumst glaðasta þjálfara FH, Pat Quinn.
Vinstri framvörður: Logi Ólafsson (sá fagri), það má lengi hugga sig við að eiga þann leikmanninn sem fegurstur er á velli og glaðastur eftir leik.
Vinstri innherji (wing): Árni Ágústar (sá hann aldrei spila, en trúi sögunum hans... )
Hægri innherji (wing): Helgi Ragg, hann trúði á mig sem markmann...
Miðframherji (senter): Albert Guðmundsson, hvíta perlan, langbestur Íslendinga fyrr og síðar í fótbolta... (en kannski ekki í fjármálaráðuneytinu).
Vinstri útherji (kantmaður): Alan Borgvart, vegna skemmtigildis og skilvirkni.
Hægri útherji (kantmaður): Óli Dan, vegna skemmtigildis.
Varamaður (það var bara einn leyfður): Guðmundur Árni Stefánsson, honum finnst svo gaman að vera á bekknum...

11) Hvaða liði heldur þú með úti í hinum stóra heimi?

Ég hef haldið með Manchester United síðan 1960. Allir í bekknum héldu með einhverju ensku liði. Ég fann mér lið með því að lesa um úrslit í Tímanum. Held að mér hafi þótt nafnið langt og flott (og valdi ekki Wolwerhampton Wanderers afþví að -alf kallaði þá alltaf Wolves). Margir hafa horn í síðu United hin síðari ár af því að þeir eru svo góðir og ríkir. Ég studdi þá hins vegar aldrei harðar en á mögru árunum frá 1968 til ca. 1990. Hélt t.d. uppá Stapleton! En George Best var langbestur – fyrr og síðar.

12) Hvar sérðu FH fyrir þér eftir 10 ár?

Á toppnum ... og mig og hina ellilífeyrisþegana í nýju skota-stúkunni sem verður hönnuð í Krikanum eftir hugmyndum Árna Ágústar: þar situr maður inni í hægindastól og getur ýmist horft inní handboltasalinn eða útá fótboltavöllinn eða framan í sessunautinn (eftir því hvað er í gangi og hvernig gengur... )
<< Eldri frétt     Nýrri frétt >>
Staðan

Sæti Félag Stig
1. FH 36
2. KR 30
3. Valur 29
4. Keflavík 24
5. Breiðablik 23
6. ÍA 22
7. Víkingur 21
8. Fylkir 21
9. Grindavík 19
10. ÍBV 15

Markahæstir

Tryggvi 8
Atli Viðar 4
Allan Dyring 4


Síðustu leikir

5 4 3 2 1
T J J U J

 

 


Síðasti leikur

Grindavík - FH

1:1


Næsti leikur

FH - KF Nörd
4. okt.

?:?

Laugardalsvöllur

Fasteignasalan Ás Hraunhamar Avion Group Dominos Saltkaup
DesignEuropA
 
DesignEuropA Heim